Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Page 54
54 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 Helgarblað DV Veik sjálfsmynd smáþjóðar Ég átti eitt sinn vin frá Bandaríkj- unum, rithöfund sem dvaldi hér lengi af einskærum áhuga á landi og þjóð. Hann var með dellu fyrir norð- lægum eyþjóðum, var forvitinn um íslendinga, en kvartaði oft undan landlægum ósið sem hann sagðist vera þreyttur á. Hvenær sem hann kom út á meðal íslendinga þurfti hann sífellt áð vera að svara spurn- ingunni: „How do you like Iceland?" íbúi Faiklandseyja í sundi Einn daginn var vinur minn bú- inn að fá nóg. Hann ákvað að gera litía tilraun. Hann var staddur í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni þeg- ar ókunnugur maður gaf sig á tal við hann og spurði hvaðan hann væri? „Frá Falklandseyjum,“ svaraði vinur minn svo hljómaði yfir allan pottinn. Nú er rétt að taka fram að þetta var í miðju Falklandseyjastríðinu. Augu allrar heimsbyggðarinnar beindust að þessum litía eyjaklasa lengst suð- ur í höfum. íbúar Falklandseyja voru aðeins sautján hundruð. Fólkinu í heita pottinum gafst einstakt tæki- færi til að fræðast um íbúa þessa fjar- ‘ læga staðar sem var svo mjög í ffétt- unum. En svoleiðis var það auðvitað ekki. íslendingamir höfðu engan áhuga á Falklandseyjum eða öðm sem gerist í útíöndum. Hún kom næst, alveg óhjákvæmilega, eins og náttúrulögmál, spumingin: „How do you like Iceland?“ Eins og Banda- ríkjamaðurinn sagði við mig - hefði hann setið þarna í pottinum, kol- Egill Helgason skrifar um heimildar- mynd Kristínar Ólafs- dóttur, How do you like lceland? Laugardagskj allari Þar var ekkert sýnt nema fjöll og grjót og ís; ekkert fólk sást nema fullur unglingur og karl að borða pylsu. svartur í tígrisskýlu, með mannabein í gegnum nefið og skelplötu í neðri- vörinni, þá hefði hann líka fengið þessa spurningu. Það var engin und- ankoma. Almennt lítill áhugi á smáþjóðum Sjónvarpið sýndi um helgina þátt með þessu sama nafni, „How do you like Iceland?" Ég les f blöð- unum að það eigi að leggja í mikið átak til að kynna myndina erlendis. Maður skilur samt ekki alveg hvaða erindi þetta á út fyrir landsteinana - á að sýna mynd um það hvernig út- lendingum finnst íslendingar í út- GITARINN EHF. www.gUarinn.is STÓRHÖFÐA 27 -S(MI: 552 2125 gHarinn@gUarinn.is '* Trommusett með öllu, * ¥ * * ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ásamt kennslu- myndbandi og æfingaplöttum á allt settið. Rétt verð 73.900. - Tilboðsverð 54.900. - ÞJÓÐLACAGÍTAR: KR. 14.900.- M/ POKA. ÓL 5TILIIFIAUTU 00 NÖGl ÞJÓÐLAGAGÍTAR: KR. 17.900.- M/ PICK-UP (HÆCT AP TENGJA I MAGNARA) M/ÖU.U Afl OFAN, KLASSÍSKUR GÍTAR FRÁ KR. 9.900,- Janúarútsalan í fullum gangi RAFMAGNSSETT: KR. 27.900.- (RAFMAGNSGÍTAR - MAGNARI - POKI - KTNNSLUBÓK - STIUIFLAUTA - GlTARNEGLUR OG 2 SNÚRUR!!!!) * ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ löndum? Ég hélt að þetta væri hugs- að sem einhvers konar spegill fyrir okkur. Myndum við hafa áhuga á að horfa á mynd þar sem erlendir vinir Færeyja segja álit sitt á Færeyjum - eða Noregsvinir á Noregi? Að gera ráð fyrir því að það sé áhugi á þessu annars staðar en hér er í sjálfu sér lýsandi fyrir hugarfarið sem myndin er sprottin úr. Engin þjóð hefiir jafh mikla þörf fyrir að vita hvað öðrum finnst um hana og sú íslenska. Stað- reyndin er samt sú að flestum finnst ekki neitt - þeir vita ekkert um þjóð- ina. Um daginn var sýndur þáttur af Kapphlaupinu ógurlega sem var teldnn upp hér á landi. Þar var ekk- ert sýnt nema fjöll og grjót og ís; ekkert fólk sást nema fullur ungling- ur og karl að borða pylsu. Það kom ekki fram neinn áhugi á fólkinu sem hér býr. Það eru heldur ekki margir sem hafa áhuga á smáþjóðum. Við erum sjálf ekki sérlega áhugasöm um Færeyjar, Lúxemborg eða Möltu. Klisjurnar um ísland Viðmælendur í þættinum komu með nokkrar ágætar athugasemdir, þótt sumt væri hroðalega klisju- kennt. Gamall breskur sendiherra sagði reyndar að erlendir blaða- menn væru sendir hingað og kæmu aftur með þrjár klisjur sem væm prentaðar upp aftur og aftur- spurði hvort þjóðinni væri gerður greiði með þessu. Það var talað um að hús- in hérna væm ljót, karlmennirnir fullir, konurnar líklega fullar líka - en samt var leikurinn gerður til að kitía sjálfsmyndina. Flestir hafa tekið myndinni fagnandi - finnst þetta voða skemmtilegt. Jónas Kristjánsson tekur dálítið annan pól í hæðina, segir að íslend- ingar hafi „lélega sjálfsmynd" sem þeir sæki „að utan með spurning- unni: „How do you like Iceland?““ Og hann bætir við: „Engin þjóð í heiminum er jafn upptekin af áliti utanaðkomandi fólks. Nú þarf að Ég les i blöðunum að það eigi að leggja i mikið átaktil að kynna myndina er- lendis. Maður skilur samt ekkialveg hvaða erindi þetta á út fyrir landsteinana - á að sýna mynd um hvernig útlendingum finnst fslendingar í út- löndum? fara að kenna Dale Camegie í bama- skólum til að laga þetta." Ruddaleg þjóðremba Stórfróður og gáfaður vinur minn sendi mér orðsendingu og var ekki að skafa utan af því: „Það eina sem íslendinga varðar um viðhorf og hugmyndir útlend- inga er hvernig þeim lflcar við ísland eða íslendinga, um það em gerðar kvikmyndir og bækur, sjónvarps- þættir og dagblöð fjalla um þetta mikilvæga málefni út og suður. Flestir útíendingar em ekki spurðir um annað. Auðvitað er sjónvarps- þátturinn ekkert annað en eitt sjúk- legasta dæmið um hina mddalegu þjóðrembu sem sýkir obbann af ís- lenskir hugsun, frá Killjan og ofan í Hjörleif Guttormsson, ad nauseam." íslenska sérstaðan Þegar ég var að alast upp var manni talin trú um að ísland væri algjörlega einstakt fyrirbæri, að hér væm allt önnur lögmál í gildi en ann- ars staðar - í efnahagslífi, þjóðlífi, menningu. íslenska sérstaðan var stjómmálamönnum afar munntöm - KOLAPORTIÐ og hún er það að vissu leyti enn þótt Davíð hafi farið fínlegar í sakimar en til dæmis Steingrímur sem sagði að hagfræði ætti ekki við hér. Þjóðin hef- ur beðið með opin eyru að heyra hvað hún er einstök - hún þráir hrós eins og fíkniefnaneytandi sem leitar að fixi. Og að sama skapi þykir slæmt ef útíendingar koma ekki auga á hvað við erum frábær. Grass veit ekkert um íslend- ingasögur Þannig kom hingað fyrir nokkmm árum nóbelsverðlaunahaf- inn Gúnter Grass. Hann hélt barasta að þetta væri venjulegt land þar sem hann gæti rætt bókmenntir og stjórnmál eins og hann hefur gert allt sitt líf. En það var ætíast til annars af honum. Þjóðremban lá í leyni. Grass sat á palli með rosknu íslensku skáldi sem var í gamla hamnum og ætlaði nota tækifærið til að snapa hrós um land og þjóð. Hann vildi fá útlenda gestinn til að segja að íslendingasög- urnar hefðu verið fyrsm skáldsögur í heiminum. En Grass hafði engan áhuga á að tala um íslendingasögurnar. Hann hafði enga trú á að þær væm fyrstu skáldsögur í heimi. Hafði lfldega aldrei lesið þær. Það varð að sussa á skáldið gamla, svo hægt væri að fara að ræða eitthvað af viti. Ungir alþjóðaborgarar? Maður spyr sig reyndar um áhuga íslendinga á útlöndum þegar mestöll umræðan um Íraksstríðið snýst um Framsóknarflokkinn - líkt og hann sé örlagavaldur í þeim hildarleik. Við erum að miklu leyti lokuð inni á okk- ar þrönga svæði, í skjóli, í einhvers konar griðlandi. Samt ferðumst við mikið. Maður hefði haldið að unga fólkið væri öðmvísi, að það liti á sig sem alþjóðaborgara sem breiða út faðminn gegn heiminum, sér þar tækifæri, en ekki bara ógn eins og kynslóðirnar sem lokuðu landinu, settu á alls kyns bönn, létu mann kaupa gjaldeyri á svörtum markaði - allt í nafni sérstöðunnar. Álíka margir íbúar og í Stoke Höfundur „How do you like Iceland?" er sannarlega af útrásar- kynslóðinni. En gamla samblandið af minnimáttarkend og mikil- mennskuæði lifir enn. Á undan myndinni var sýnd hrollvekjandi auglýsing frá Landsbankanum: „Við emm íslendingar, við eigum ekki okkar lflca, besta vatnið, bestir í handbolta, algjörlega einstakir..." En kannski er þetta oflæti - þessi sérstöðutrú - auðlind í sjálfu sér, nauðsynleg íbúum smáþjóðar sem vill vera málsmetandi í heiminum. Einu sinni heyrði ég rætt um það í sjónvarpsþætti hvort Akureyri væri kannski París norðursins? Því þrátt fyrir allt em ekki nema örlítið fleiri íbúar á íslandi en í Bergen - en álflca

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.