Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 55 DV Fréttir Vilja losna við Kvikmynda- skoðun Ungir sjálfstæðismenn skora á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra að leggja niður Kvikmyndaskoð- £ un íslands og í staðinn verði bíóhúsum og vídeóleigum falið að meta hvaða myndir þau hafi til sýn- inga. Sjálfstæð- ismennirnir telja að lögin sem ráðherra Sjálfstæðisflokks ins, Tómas Ingi 01- rich, lagði fram á sínum tíma beri öll merki ritskoðunar og standist illa hug- myndir um tjáning- arfrelsi. Þeir vilja þó ijjj áfram að bannað ^ verði að sýna eða afhenda ungmennum und ir sjálfræðisaldri ofbeldis- fullar kvikmyndir. Hækkun raf- orku veldur gremju Hækkun sem Orkubú Vestfjarða setur á raforku- kostnað kemur Ómari Má Jóns- syni, sveitarstjóra í Súðavík, mikið á óvart. Ómar segir að hækkunin sé út í hött miðað við það sem iðnað- arráðherra og aðrir stjórn- málamenn hafi sagt um þær breytingar sem fylgdu nýrri skipan raforkumála. Ómar telur hækkanirnar hafa mikil áhrif til hins verra á samkeppnisstöðu byggðarlaga þar sem hús eru rafhituð. Verði niður- staðan sú að raforkukostn- aður hækki í þá veru sem Orkubú Vestfjarða telji nauðsynlegt verði ríkis- stjórnarflokkarnir að axla pólitískar afleiðingar máls- ins. Líkamsárás á ísafirði Líkamsárás var kærð til lögreglunnar á ísafirði á þriðjudagskvöld. Þrír ölvað- ir menn áttust við fyrir utan heimili eins þeirra í miðbæ ísafjarðar og töldu tveir mannanna þann þriðja hafa ráðist á sig. Sá sem var kærður var á leið í afplánun vararefsingar fyrir að hafa ekki greitt sekt til ríkissjóðs á tilteknum tíma. Hann var því handtekinn og fluttur til Reykjavíkur eftir eina nótt í fangageymslu lögreglunnar á ísafirði. Leiðrétting Fyrir mistök birt- ist mynd af Einari Sigurðssyni fram- kvæmdastjóra Flug- leiða í stað Jóns Torfa Jónassonar prófessors í frétt um framboð til embættis rektors HÍ. Beðist er velvirðingar á mistökunum Carl Bergmann úrsmiður hefur tvívegis orðið fórnarlamb óreglumanna sem ræna úrum og skartgripum. Seinna ránið var framið í fyrradag en hið fyrra um jólin. Lögreglunni í Reykjavík tókst að handsama þjófana sem voru sjö talsins. Carl mun mæta á lögreglustöðina eftir helgi til að bera kennsl á þýfið. Á meðan íhugar hann að setja grindur í gluggana. Carl Bergmann ursmiö- ur Lögreglan hefur upplýst tvö innbrot i verslun hans. m úrsmiö Oreglnmenn ræna „Þeir voru alls ekki gráðugir, þessir þjófar," segir Carl Bergmann úrsmiður á Laugavegi. Lögreglunni í Reykjavík hefur tekist að upplýsa tvö innbrot sem framin voru í verslun Carls - annað um jólin og hitt í fyrradag. Sjö menn voru handteknir í tengslum við ránin og tókst lögreglunni að endurheimta hluta þýfisins. „Auðvitað er slæmt að vera rændur tvisvar," segir Carl Berg- mann úrsmiður og hlær. Hann seg- ir þjófana hafa stolið í kringum 50- 60 úrum en skilið annað eins eftir. Ástæðan fyrir því sé hugsanlega öflugt þjófavarnarkerfi sem fari í gang um leið og gluggar eru brotn- ir. „Maður fer samt að íhuga að setja grindur fyrir gluggana. Það heldur kannski aftur af þessum þjófum," segir Carl. Sjö handteknir Ómar Smári Ármansson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að í fyrra ráninu hafi tveir menn brot- ið rúðu í útihurð og stolið skartgrip- um. Þeir hafi verið handteknir dag- inn eftir og annar þeirra játað að hafa brotist inn. Innbrotið í fyrradag var mun viða- meira. Ómar Smári segir sjö menn hafa verið handtekna í tengslum við mál; þrír voru handteknir í miðjum klíðum við að selja hluta ránsfengs- ins og aðrir þrír við húsleit sem gerð var í ffamhaldinu. Sá sjöundi hafi svo verið handtekinn vegna tengsla hans við hina sakbomingana. Óreglumenn Ránsfengur fannst á heimili sjö- unda mannsins auk þess sem stolinn b£U með nýju skráningamúmeri fannst hjá mönnunum sjö . Að sögn Ómars Smára er ekki um skipulagðan glæpahring þrátt fyrir umfang innbrotanna. „Nei, þetta em bara óreglumenn," segir Ómar. Glæpaalda Carl Bergmann úrsmiður ætlar að fara niður á lögreglustöð á mánudag- inn til að bera kennsl á ránsfenginn. Hann segist vegna áhyggjufullur vegna þessarar glæpaöldu; úrsmiðir á Laugaveginum séu ekki ömggir. „Maður fer samt að íhuga aðsetja grindur fyrir gluggana. Það heldur kannski aftur af þessum þjófum/' „Við vorum reyndar nýbúin að breyta útstillingunni í glugganum þegar seinna ránið var framið. Gera hana flotta og gimilega. „Hún var kannski bara of flott því svo fær maður þetta yfir sig,“ segir Carl. „Ef þessir glæpamenn em líka orðnir áskrifendur að búðinni hljóta trygg- ingarfélögin að fara að hugsa betur um okkur. Þetta var nú samt ekki svo mikið tjón sem ég varð fyrir. Það var engum Rolexum stolið." simon@dv.is Stjórnandi gullnámu biðlar til viðskipta- og iðnaðarráðherra Valgerði Þingmönnum á Alþingi barst nú fyrir helgina bréf frá afrískum manni, Durban Adams í Suður-Afríku. Bréf- ið, sem var stflað á viðskipta- og iðnað- arráðherrann Valgerði Sverrisdóttur, lofaði ráðherranum miklum auð- æfum gegn lítilsháttar greiða. Mað- urinn áttar sig boðin auðæfi í Afríku greinilega ekki á því að Valgerður er frú þar sem hann stílar bréfið á herra Valgerði. Hann segist vera stjórnandi gullnámu í Suður Affíku sem heitir Anglo Gold mining. Adams biður Valgerði um að hjálpa sér við að flytja fjármuni, sem hann segist hafa komist yfir í gegn- um samning við þýskt fyrirtæki í jan- úar í fyrra, á múli reikninga. Hann vill leggja tíu mflljónir dollara inn á reikning ráðherrans til geymslu eða ijárfestinga á íslandi. Þetta vill Ad- ams gera þar sem stjórnvöld í landi hans meini honum að eiga svo mik- inn pening á meðan hann gegnir því starfi sem hann sinnir í dag. Hann biður Valgerði um að sýna sér trúnað en segist ætla að hafa samband við einn af æðstu yfir- mönnum seðlabanka Suður Afríku og sá muni flytja peninginn inn á reikning Valgerðar um leið og hún fallist á að hjálpa honum. Adams segist munu semja við Valgerði um þóknun fyrir þetta viðvik og biður um símanúmer og faxnúmer til að geta verið í betra sambandi. Eina sem hún þurfi að gera sé að vinsamlegast svara tölvupóstinum. Tölvupóstur þessi frá Durban Ad- ams, sem gefur upp netfangið dur- banadams3@yahoo.com ber öll einkenni nígerískrar svikamyllu þar sem boðnir eru miklir peningar fýrir lítilsháttar greiða. Margir íslendingar hafa farið flatt á því að falla fyrir slíkum brögðum en öðrum hefur tekist að snúa á Nígeríumennina, eins og sást í viðureign Tvíhöfðamanna við Nígeríumanninn Mustapha. Mustapha Afrlku- maður sem reyndi að plata Tvlhöfða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.