Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Page 59

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Page 59
störfeystra Sterk staða krón- unnar vegna álvers- framkvæmda á Aust- fjörðum veldur því að Samherji íhugar alvarlega að leggja niður landvinnslu á Stöðvarfirði. Öll 35 stöðugildin á Stöðvarfirði gætu tapast vegna þessa. Sem kurmugt er veldur sterk staða krónunnar því að ís- lensk sjávarútvegsfyrirtæki fá lægra verð fyrir afurðir sínar erlendis. Þetta útskýrði Gestur Geirsson, fram- kvæmdastjóri landvinnslu Samherja, iyrir trúnaðar- mönnum, starfsmönnum og verkalýðsleiðtogum fyrir austan í fyrradag. Reiknað er með að breytingar verði í sumar, en þá opna jarðgöng fyrir austan. Síðan verður starfsmönnum boðið að vinna á öðrum stöðum hjá Samherja. Fjórar milljón- iríatvinnu- fulltrúa Gera á gangskör í að bæta atvinnumál kvenna og ungs fólks áAkranesi. íþeim tilgangi hefur bæjar- ráðið samþykkt að verja 4 milljónum króna til að ráða sér- stakan starfsmann sem vinni að því verkefhi og öðrum á sviði atvinnumála. Starfsmaðurinn verður ráð- inn til eins árs. Verður hon- um meðal annars ætlað að ná settu marki með því að kanna hvort unnt sé að fá fyrirtæki til Akraness. r > i; Sívarfærekki bætur Síbrotamaðurinn Sívar Sturla Sigurðsson fær ekki bætur frá íslenska ríkinu vegna ólögmætrar hand- töku, samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar. Sívar var hand- tekinn 4. ágúst 2002 eftir að synir hans tveir börðu annan mann nærri til ólífis á heim- ili sínu við Skeljagranda 4 og köstuðu honum síðan yfir grindverk. Hann sat í gæslu- varðhaldi til 13. september vegna gruns um að hann ætti aðild að árásinni, enda var hann á heimilinu þegar hún átti sér stað. Hæstiréttur taldi fangelsunina réttlætan- lega og að honum hafi ekki verið sleppt of seint. Jórdana vísað úr landi Jórdanskur karl- maðm var í morgun fluttm frá íslandi með flugi til Amsterdam hafi áform lögreglu gengið eftir. Jórdan- inn, sem er 23 ára gamall, kvæntist ís- lenskri konu í júh' í fýrra. Hann á þess utan bam með annarri íslenskri konu. Svokölluð 24 ára regla sem dómsmálaráðherra inn- leiddi í fyrra varð til þess að Jórdaninn var handtekinn í fyrradag og vísað úr landi þrátt fyrir hjúskaparstöðu sína. Hann hefur haft dval- arleyfi hér en ekki atvinnu- leyfi. ' '■ V - ‘ 1 ' 1&GMDAGW22.JAltóÁR:%05;!:Sj:z '; *;“:•>••• ■ .<*'• Jón Ingvarsson, Stgurður Helgason og fleiri sém tíafa Þverá IBorgarfirði á leigu standa í vegi fyrir staðfestingu á endumýjuðu samkomulagi um upptöku netalagna laxveiðibænda í Hvítá. Jón og Sigurður vilja ekki að heildagreiðslan til netabænda hækki úr 14,7 milljónum króna á ári í 16,5 milljónir. Óðinn Sigþórsson, formaður Veiðifélags Hvítár, segir koma til greina að veiða í net undan Þverá en semja við aðra. Reyna á til þrautar um helgina að ná samningum um upptöku netalagna í Hvítá næsta sumar eftir að tíu ára samningur þess efnis rann út í haust. Leigutaki Þverár vill ekki að greiðslan til netabænda hækki um 12 prósent. „Við teljum þessa hækkun vera afar hóflega miðað við það sem er gerast í þessari grein,“ segir Óðinn Sigþórsson, formaðm Veiðifélags Hvítár. „Það kemur væntanlega í ljós um helgina hvort samningar nást." Eigendur netalagna í Hvítá vilja fá samtals 16,5 milljónir króna fyrir að leggja ekki net fýrir lax. í fyrra var upphæðin 14,7 milljónir. Til saman- burðar má nefna að greiðslan til bændanna árið 1992 var 12 milljónir. Leigutaki Þverá þverskallast Frá árinu 1991 hafa verið gerðir samningar um upptöku netalagna í Hvítá í Borgarfirði. Síðasti samning- ur rann út í fyrrahaust. Ekki hefur tekist að koma á nýjum samningum fyrir komandi veiðisumar. Hags- munir jarðeigenda og laxveiði- manna í þeim bergvatnsám sem renna í Hvítá eru því í uppnámi. Venju samkvæmt eru meira og minna öll veiðileyfi í ámar þegar seld. í öllum þessum ám, utan Þverár, gildir sú regla að það eru veiðiréttar- eigendurnir sjálfir sem semja við jarðeigendurna á netasvæðinu um greiðslu fyrir upptöku netanna. Hvað Þverá snertir er það liins vegar í höndum leigutakans, Sporðs ehf. að semja við netabænduma. Og það er einmitt Sporður sem ekki hefur viljað staðfesta samkomu- lagið um hækkun heildargreiðslunn- ar. Gera má ráð fyrir að lilutur félags- ins í hækkaðri heildargreiðslu nemi nálægt fimm milljónum króna. „Þó að Þverá skeríst úr leik er ekkert sem segir að ekki sé hægt að semja við aðrar ar. Sérstaða Sporðsmanna Formaður stjórnar Sporðs er Jón Ingvarsson, fyrrverandi stjórnarfor- maður í SÍF og áður forstjóri ísbjarn- arins. Annar þekktur eigandi í Sporði er Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Flugleiða. Einnig em þar innanborðs afkomendur Gísla Ólafs- sonar heitins sem var stjórnarfor- maður í Tryggingamiðstöðinni. Sporðsmenn telja rétt- ara að greiðslan til neta-j bændanna verði lækkuð, en ekki hækkuð. „Ég get staðfest að ■ þeir hafa sérstöðu í þessu máli," segir Óð- inn Sigþórsson um af- stöðu Sporðs- manna. Ekki náð-1 Sigurður Helga- son Gamli Flug- leiðaforstjórinn er einn hluthafa I Sporði. Gunnar bróð- ir Sigurður er líka I eigendahópnum. Gunnar er lögfræð- ingur hjá lcelandair. ist í Jón Ólafsson, framkvæmdastjóra Sporðs. • 170 milljónir á stangveiði- svæðum Góðar laxveiðiár em á umræddu svæði. Þeirra á meðal em Norðurá og Þverá. Einnig Grímsá, Flóká, Reykja- dalsá og Andakílsá. Þess utan em áramótaveiðistaðir eins og Brennan, Straumar, Svarthöfði og Skuggi. Ætla má að réttarhafar til veiði á stangveiðisvæðunum fá allt að 170 milljónir króna fyrir veiðiréttindin næsta sumar. Eins og gefur að skilja nemur andvirði seldra veiðileyfa til sportveiðimanna miklu hærri upp- hæð. Að auki em miklir hagsmunir bundnir í þjónustu við veiðimenn- ina, til dæmis sala gistingar og fæðis. Veiddu 5500 laxa í net Að sögn Óðins Sigþórssonar veiddu bændur að jafnaði um 5500 laxa í net áður en netin í Hvítá vom keypt upp. „Sumir vilja meina að það eigi að greiða eitthvað í námunda við það sem þetta kostar út úr búð. En við bendum á að við erum ekki að selja dauðan lax sem menn geti fengið keyptan hvar sem er. Við erum að selja lifandi lax til að veiða á stöng," segir hann. Óðinn segist vongóður um að sammningar takist um helgina. Ger- ist það ekki séu ýmsar leiðir færar. „Þó að Þverá skerist úr leik er ekk- ert sem segir að ekki sé hægt að semja við aðrar ár, eins og Norðurá og Grímsá, um upp- töku neta við þeirra árósa." gar@idv.is Óöinn Sigþórsson „ Við erum ekki að selja dauðan laxsem menn geti fengið keyptan hvar sem er. Við erum aö selja lifandi laxtilað veiða á stöng, “ segir formaður félagsskapar neta- veiöibænda I Hvltá I Borgarfirði. jón Ingvarsson Stjórnar formaður I Sporði ehf. sem hefur Þverá á leigu.Var áður forstjóri Isbjarnarins og stjórnarformaður ISÍF. K 1 Kveöja formanns Öryrkjabandalagsins Kebab húsið í miðbænum opnar á ný Berst við MS Garðar Sverrisson sagði af sér sem formaður Öryrkjabandalags fs- lands á dögunum. Ástæðan er heilsubrestur, en Garðar er með MS-sjúkdóminn. í bréfi sem Garðar sendi til þeirra 30 landssamtaka sem sameiginlega mynda Öryrkjabanda- lag íslands, formönnum þeirra og fulltrúum I aðal- stjórn ÖBÍ lýsir hann nánar ástæðum uppsagnar sinnar. Garðar Garðar Sverrisson fyrrverandi formaður Öryrkjabandalagsins Berst við illvlgan sjúkdóm. sjúkdóminn veitti DV góðfúslegt leyfi til að birta bréfið. Reykjavúc, 20. janúar 2005. Kæru félagar og vinir. Eins ogykkur flestum mun kunn- ugt vera hef ég átt viö erfiöan sjúk- dóm að stríöa. Meö stuöningi ykkar og velvilja hafiö þiö gert mér kleift aö gegna starfi formanns mun leng- ur en ella hefði orðið. Á síöasta ári tók sjúkdóm urinn aö þróast á þann veg aö ég hef átt stöðugt erfíðara um vik að leysa mín störfafhendi. Þess vegna vilég, áöur en í óefni verður komið, láta afstarfí formanns. Fyrir mig er þetta eríiö ákvörðun og reynir á strengi tilfínninga. Um- fram allt er ég þó þakklátur ykkur fyriraöhafa treystmér til forystu svo lengi sem raun ber vitni. Meö kærri kveðju og þakklæti Garðar Sverrisson. Sjokk að sjá staðinn brenna Um fimm vikur er síðan Kebab húsið við Lækjartorg brann. Síðan þá hafa verkamenn unnið hörðum höndum við að gera staðinn tilbú- inn á nýjan leik. Staðurinn var opn- aður aftur í gær. Murat Serdar, fram- kvæmdastjóri Kebab hússins, segir að það hafi verið sjokk á sjá staðinn brenna en þeim mun ánægjulegra að opna hann á ný. Murat segir að eldurinn hafi kviknað út frá eldhúsinu og trygg- ingarnar hafi borgað tjónið. „Við erum búnir að setja upp nýtt brunavarnarkerfi og breyta innrétt- ingunni," segir Murat sem er tyrk- neskur og segir gaman að sjá hvað íslendingar hafi tekið þessum þjóð- arrétti Tyrkja vel. Reyndar er Kebab Murat Serdar Framkvæmdastjóri Kebab hússins segir Islendinga elska kebab. á leið með að verða einn vinsælasti skyndibiti Evrópu. í Þýskalandi er kebab vinsælli en hin gamalgróna Þýska pylsa. „íslendingar elska að borða kebab," segir Murat og hlær. „Og við erum eini staðurinn sem býður upp á þessa tegund af mat. Þetta er fljót- , legt, gott og hollt. Ætli það sé ekki málið."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.