Bræðrabandið - 01.05.1978, Blaðsíða 5
fyrri trúarreynslu, hvort sem sú
reynsla hefur verið upplyftandi eða
niðurdragandi. Þeir eiga ekki að rifja
upp misklíðarefni milli sín og með-
bræðra sinna. Undirbúningsþjónustan
hefur leitt allt slíkt til lykta.
Sjálfsprófunin, syndajátningin, sætt-
irnar, allt er þetta um garð gengið.
NÚ koma þeir til fundar við Krist.
Þeir eiga ekki að standa í skugga
krossins, heldur í frelsandi birtu hans.
Þeir eiga að opna sálina fyrir björtum
geisliim réttlætissólarinnar. Með
hjörtu þvegin úr óviðjafnanlegu blóði
Krists og fullvitandi tm nálægð hans
þó að hann sjáist ekki, eiga þeir að
hlýða á orð hans: "Frið læt ég eftir
hjá yður, minn frið gef ég yður; ekki
gef ég yður eins og heimurinn gefur."
Jóh.14,27.
Drottinn vor segir: 1 sannfæringu um
syndina minnist þess að ég dó fyrir
ykkur. Þegar þið eruð þjakaðir og
ofsóttir vegna mín og fagnaðarerindis-
ins, minnist þá kærleika míns sem er
svo mikill að ég gaf líf mitt ykkar
vegna. Þegar skyldur ykkar virðast
þungar og erfiðar og byrðar ykkar
óbærilegar, minnist þá að ykkar vegna
leið ég á krossinum og fyrirleit
smánina. Þegar ykkur hrýs hugur við
þeim raunum semáykkur verða lagðar,
minnist þess þá að frelsari ykkar
lifir og er málsvari ykkar.
Sakramentisþjónustan bendir fram
til síðari komu Krists. Til hennar
var stofnað í því skyni að vonin
héldist vakandi í hugvim lærisvein-
anna. Hvenær sem þeir komu saman til
að minnast dauða hans, minntust þeir
þess að "hann tók bikar, gjörði þakkir
og gaf þeim og sagði: Drekkið af honum
allir; því að þetta er sáttmálablóð
mitt sem úthellt er fyrir marga til
syndafyrirgefningar. En ég segi yður
að héðan í frá mun ég alls ekki drekka
af þessum ávexti vínviðarins til þess
dags er ég drekk hann ásamt yður nýjan
í ríki föður míns." 1 sorgum sínum
fundu þeir huggun í voninni um endur-
komu Drottins síns. Óumræðilega dýrmæt
var þeim hugsunin: "Því að svo oft
sem þér etið þetta brauð og drekkið
af bikarnum boðið þér dauða Drottins
þangað til hann kemru." l.Kor.11,26.
Þetta eru hlutir sem við eigum
aldrei að gleyma. Kærleiki Jesú með
sínum sigrandi mætti á að haldast
ferskur okkur í minni. Kristur hefur
stofnað til þessarar þjónustu til þess
að hún tali til skilnings okkar um
kærleik Guðs sem okkur hefur verið
látinn i té. Engin tengsl milli sálna
okkar og Guðs eru hugsanleg nema fyrir
Krist. Samband og kærleikur bróður
við bróður verður að staðfesta og gefa
eilíft gildi með kærleik Jesú. Og
ekkert minna en dauði Krists gat gert
kærleik hans virkan í okkar þágu. Það
er einungis fyrir dauða hans að við
getum með fögnuði vænst síðari komu
hans. Fóm hans er þungamiðja vonar
okkar. Á það verðum við að festa
trú okkar.
Helgisiði sem benda til auðmýkingar
Drottins vors og þjáninga má ekki líta
of mikið á sem formsatriði. Þeir voru
fyrirskipaðir með ákveðið markmið í
huga. Skilningur okkar þarf á örvun að
halda til að ná tökum á leyndardómi
guðdómsins. Það eru forréttindi allra
að skilja, miklu betur en við gerum,
hinar friðþægjandi þjáningar Krists.
"Eins og Möse hóf upp höggorminn á
eyðimörkinni," þannig hefur manns-
sonurinn verið upphafinn "til þess að
hver sem trúir hafi í samfélaginu við
hann eilíft líf."Jóh.3,14-15. Við
verðum að beina augum okkar að kross-
inimi á Golgata og deyjandi frelsaranum
á honum. Elíf velferð okkar krefst
þess að við sýnum trú okkar á Krist.
Drottinn hefur sagt: "Ef þér etið
ekki hold manns-sonarins og drekkið
blóð hans, hafið þér ekki líf í yður..
..því að hold mitt er sönn fæða og
blóð mitt er sannur drykkur."JÓh.6,
53-55. Þetta er sannleikur að því er
snertir líkamlegt eðli okkar. Dauða
Krists eigum við jafnvel þetta
jarðneska líf að þakka. Brauðið sem
við etum er goldið með brotnum líkama
hans. Vatnið sem við drekkum er keypt
fyrir úthellt blóð hans. Enginn maður,
hvorki helgur né syndugur, etxir sinn
daglegan verð án þess að nærast á
líkama og blóði Krists. Krossinn á
Golgata er stimplaður á hvern hleif.
Hann endurspeglast í vatni sérhverrar
lindar. Allt þetta hefur Kristur kennt
með því að benda á kennimerki sinnar
miklu fórnar. Ljósið sem skín af
sákramentisþjónustunni í loftsalnum
helgar daglegar lífsnauðsynjar okkar.