Bræðrabandið - 01.05.1978, Blaðsíða 10

Bræðrabandið - 01.05.1978, Blaðsíða 10
Hættur sem vid h< EFTIR KENNETH 1 viðleitni sinni til þess að hafa rétta afstöðu gagnvart reynslum og leyndardómum lífsins verða kristnir menn alltaf að hafa eina staðreynd í huga - Satan hatar Krist. Hann hatar hann svo sterkt að hann élti hann meðan hann lifði hér á jörðinni og deyddi hann að lokum á krossinum. Þegar Kristur reis úr gröfinni og fór til himna gat Satan ekki lengur beint reiði sinni að Kristi persónulega og fór hann því að herja á fylgjendur hans. Árásir Satanas á postulann Pál eru dæmigerðar fyrir árásir Satans almennt. í síðara bréfi sínu til Korintumanna nefndi Páll suma af þeim erfiðleikum, ofsóknum og hættum sem hann varð að þola: "Af Gyðingum hefi ég fimm sinnum fengið fjörutíu fátt í einu; þrisvar verið húðstrýktur, einu sinni verið grýttur, þrisvar liðið skipbrot,verió sólarhring í sjó, - vegna sífeíldra ferðalaga, vegna háskasemda í vatns- föllum, vegna háskasemda af völdum ræningja, vegna háskasemda af völdum samlanda, vegna háskasemda af völdum heiðingja, vegna háskasemda í borgum, vegna háskasemda í óbyggðum, vegna háskasemda á sjó, vegna háskasemda meðal falsbræðra, vegna erfiðis og fyrirhafnar, vegna sífeldrar nætur- vöku, vegna hungurs og þorsta, vegna iðulegra föstuhalda, vegna kulda og klæðleysis." (2.Kor.11,24-17) . Líf Páls sýnir vel hversu langt Satan gengur til þess að draga kjark úr þeim sem stendur fast með sann- leikanum og einnig hvernig kristinn maður ætti að skoða árásir Satans. Pall sagði við vin sinn TÍmóteus: " Fyrirverð þig því ekki fyrir vitnis- Kenneth H.Wood er ritstjóri Reveiw and Herald. Grein úr Review 27.okt.1977. burðinn um Drottin vorn, né fyrir mig, bandingja hans, heldur skalt þú með mér illt þola vegna fagnaðarerindisins, svo sem Guð gefur máttinn til, sem oss hef- ir frelsað og kallað heilagri köllun, ekki eftir verkum vorum, heldur eftir eigin fyrirhugun og náð, sem oss var gefin fyrir Krist Jesúm frá eilífum tímum, en hefir nú birst við opin- berun frelsara vors Krists Jesú, sem dauðann afmáði, en leiddi í ljós líf og óforgengileika með fagnaðarerind- inu, og til að boða það er ég settur prédikari og postuli og kennari. Fyrir þá sök líð ég og þetta, en eigi fyrir- verð ég mig, því að ég veit á hverjum ég hefi fest traust mitt, og ég er sannfærður <jm, að hann er þess megnugur að varðveita það, sem mér er trúað fyrir, til þess dags" (2.TÍm.1,8-12). Páll vissi að vandræði hans stöfuðu af því að hann var fylgjandi Jesú. Hann hafði helgast Kristi algjörlega og sem góður hermaður var hann fús til að hætta öllu fyrir málstað hans jafnvel lífinu sjálfu. Hann bjóst við að verða fyrir árásum óvinarins og því varð hann ekki hissa þegar hann varð fyrir árás. Um allan heim heldur Satan áfram í dag að gera lxfið aumkunarvert fyrir Guðs fólk. í sumum tilfellum vekior hann upp stjórnmálalega andstöðu gegn þeim - kúgar það og sendir það í fangelsi fyrir trú sína. í öðrxm til- vikim leitast hann við að leiða yfir það ógæfu - fjárhagslegt tjón, atvinnu- missi eða missi ástvina - og vonar að geta með því veikt traust þeirra á Guð. ÁTTA HÆTTUR í ellefta kapítula 2.Korintubréfs nefnir Páll 8 hættur sem hann horfðist í augu við og var um líkamlega hættu í 10

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.