Bræðrabandið - 01.05.1978, Blaðsíða 14

Bræðrabandið - 01.05.1978, Blaðsíða 14
Hvernig njóta á elliáranna HÖFUNDURINN SEM HÆTTI RBGLULEGUM STÖRFUM FYRIR 20 ÁRUM SETUR HÉR FRAM LEYNDARDÓM ÞESS HVERSU HAMINGJUSAMUR HANN ER Á ELLIÁRUNUM. EFTIR HAROLD W. CLARK Það eru tuttugu ár síðan ég hætti reglulegum störfum. Fyrir utan það að líkamskraftar mínir eru eitthvað minni en þeir voru fyrir tuttugu árum finnst mér ég hafa betri almenna heilsu. Ég sé vel, heyri tiltölulega vel, hef góða meltingu og get unnið í garðinum og fengið góða uppskeru á hverju sumri. Ég fer í langar ferðir í bílnum mínum með hjólhýsið en gæti þess að aka ekki of margar stundir í einu. Blóðþrýst- ingur minn, blóðsykur, kólesteról og starfsemi hjarta og lungna er allt eðlilegt. Sumir sem heyra um allt það sem ég hef gert síðan ég lét af föstum störfum segja: "En þú hlýtur að hafa hætt störfum mjög ungur." Nei það gerði ég ekki. Ég hætti störfum 65 ára gamall. Þegar þeir heyra þetta segja þeir: "En þú hlýtur að hafa afar sterka líkamsbyggingu." Þar hafa þeir á röngu að standa. Sem dreng\ir var ég ekki sterkur. Ég var aldrei fram úr skarandi í íþróttum þó ég gæti unnið hörðvim höndum við land- búnaðarstörf. Ég vann svo mikið á Atlantic Union skólanim (þá South Lancaster skólinn) til að komast i gegnum menntaskóla að ég kom þaðan út farinn á heilsu. Það tók konu mína mörg ár, henni giftist ég árið eftir, að leiða mig aftur til góðrar heilsu. Harold W.Clark veitti í mörg ár for- stöðu líffræðideild Pacific Uninon skólans. Hann býr nú í Calistoga, Kaliforníu. Grein úr Review and Herals World issue,november 1977 Eftir að hafa lokið prófi frá South Lancaster skólanum 1912 fór ég til Saskatchewan í Kanada í 8 ár. Fyrstu fjögur árin kenndi ég í safnaðarskóla og næstu fjögur árin kenndi ég Battle- ford gagnfræðaskólanum í Saskatchewan. Þar sem fjölskylda mín var farin að staskka flutti ég til Pacific Uninon skólans í Kalíforníu og laiok þar há- skólaprófi eftir tveggja ára nám og á sama tíma vann ég í viðhaldi. Eftir að hafa lokið prófi var ég áfram við Pacific Uninon skólann og starfaði við líffræðideild hans og veitti henni for- stöðu í 35 ár. HVATNING FYRIR ÞÁ SEM ERU AÐ HÆTTA STÖRFUM Hver er leyndardómur þess að skeið- ið eftir að almennum störfum er hætt verði okkur farsælt og hamingjusamt? Ég ætla að nefna nokkur atriði og vona með því að geta hvatt þá sem eru að því komnir að hætta venjulegum störfum að halda áfram að vinna eftir að hafa lagt niður byrðar hins reglulega starfs. 1. Hættið störfum áður en þið eruð orðin útslitin Þetta mun gera ykkur kleift að uppskera árangur lífs- starfs ykkar. Einkum ef þið eruð fræði- menn og hafið öðlast hæfni á sérstöku sviði getið þið lagt fram góðan skerf. Síðan 1956 er ég hætti venjulegum störfxm hef ég skrifað 7 bækur og tugi tímaritsgreina fyrir tímarit eins og Signs og the Times og Review. Ég hef marg oft verið beðinn að hálda fyrirlestra og tala þá um efni sem ég hef sérstakan áhuga á, sköpun gegn þróun. Ég tel að ég hafi borið á borð meira af áhugavekjandi efni fyrir almenning síðan ég hætti störfum en meðan ég var við venjuleg störf. 2. Leggðu áhyggjurnar til hliðar. Þegar ég tók nafnspjald mitt af skrif- stofudyrunum á líffræðideildinni sem ég hafði séð vaxa frá deild með einn starfsmann í deild með 5-6 starfs- menn og skellti lásnum i síðasta sinn þá kvaddi ég. Ég ákvað að fara aldrei aftur og segja neitt um það hvernig reka ætti þessa deild. Þar sem ég taldi það vera ábyrgð eftir- manns míns að reka deildina slakaði ég á og sneri mér að öðrum málefnum. Ég hóf að gera ýmislegt sem mig hafði 14

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.