Bræðrabandið - 01.05.1978, Blaðsíða 9

Bræðrabandið - 01.05.1978, Blaðsíða 9
Slíkar gjafir eru tilbúningur karla og kvenna sem blekkingameistarinn mikli hefur ýtt undir.Ofstæki,fölsk æsing, falskt tungutal og hávaðasamar athafnir hafa verið taldar gjafir sem Guð hefur gefið söfnuðinvm. Sumir^afa verið blekktir í þessu efni." Færir tungumálasérfræðingar hafa athugað margar segulbandsupptökur af tungutali og hafa þeir komist að þeirri niðurstöðu að þessar tvingur séu ekki tungumál og ekki byggðar upp sem tungu- mál.I4 Þær vantar einkenni tungumáls. Atkvæðabygging og atkvæðaröð eru frum- stæðari og fábrotnari en í ensku. Auk þess eru hinar svokölluðu "túlkanir" ekki i samræmi við tunguna sjálfa. Orð sem endurtekin eru í tungunni eru oft ekki endurtekin, ekki einu sinni sem samheiti í þýðingunni og mismun- andi persónur gefa mismunandi túlkanir á sömu tjáningunni.^ Þegar Watson E.Mill ritar í Christian Century segir hann að "reynd- ar sé tungutalið ekki einvörðungu kristilegt fyrirbæri. Spámenn trúar- bragða í Austurlöndum nær iðka það. Þegar tungutalið sé skoðað í víðara sanihengi hinna svokölluðu hrifninga fyrirbæra er það einn hlekkur í langri keðju trúarlegra fyrirbæra þar sem viðkomandi maður fellur í trans en á eftir kemur dans, hróp, rykkir og s.frv."*6 Hin heiðnu trúarbrögð í Nýja testamentinu töldu tjáningar í hrifningarástandi vera tungxomál guðanna og sem slíkar voru þær taldar vera vé- fréttir.l^ siíkar tjáningar voru al- mennt iðkaðar í trúarathöfnum þeirra tíma. Véfrétt Apollosar í Delfí og Zeusar í Dódóna eru athyglisverð dæmi. í l.Kor.14,5 segir Páll: "Ég vildi að þið allir töluðuð tungxim, " en hann vildi heldur að þeir gætu "spáð því að sá er meiri sem spáir heldur en sá sem talar tungum." Hann hafði ekkert á móti tungutali í réttu formi sem einni af minni gjöfum Andans sé því haldið í vissum skorðum -"sómasamlega og með reglu." Það eru engin bilíuleg rök fyrir þeirri fullyrðingu andagáfumanna að sá sem talar ekki tungum hafi ekki hlotið skírn Heilags anda og sé því ekki endurfæddur. Páll segir hvergi að tungutal sé próf um kristilega reynslu. Reyndar hefur hann tungutal neðst á lista yfir andlegar gjafir. í tólfta kapítula vekur hann athygli á því að sumt fólk hljóti eina gjöf og sumir aðra. Eins og limir líkamans hafi hver meðlimur ólíku hlutverki að gegna en samt heyra þeir til samræmdri heild. Reyndar má segja að í fjölda tilvika í Biblíunni þar sem tekið er á móti Heilögum anda er tungutalsgáfan alls ekki nefnd. Guð gaf postulunum hina sönnu tungutalsgáfu á hvítasunnudeginum. Guð getur veitt söfnuði sínum tungu- talsgáfuna þegar það á við og Andinn telur nauðsynlegt. En hver slík birt- ing gáfunnar hlýtur að verða í samræmi við Ritninguna - en það er nútíma anda- gáfuhreyfingin ekki. % Heimildaskrá: 1 Postulasagan 2,1-4 2 Frank Stagg,et al.,Glossolalia,bls.51 3 Sama bók bls. 51.52 4 Morton T.Kelsey,Tongue Speaking, an Experiment in Spiritual Experience bls.39 5 Stagg,bls.56 6 Anthony A.Hoekeman,What About Tongue Speaking? bls.23 7 Stagg,bls.60 8 Hoekema bls.21 9 Stagg bls.51 10 Klaude Kendrick,"Pentecostal Churches" Colliers Encyclopedia 11 Roland R.Hegstad."The New Tongues," Insight,IV bindi,8.max 1973 bl.6 1973 12 Sama 13 Ellen G.White,Testimonies,1.bindi • bls.412 14 Roland R.Hegstad,"Tongues Are for Talking" Insight, Vol.IV Special Issue, June 5,1973 15 Sama bls.8 16 Walter E.Mills "Glossolaia," Christian Centixry,27.sept. 1972 ,bls.949-951. 17 Earle Hilgert,"The Gift of Tongues" The Ministry for World-Wide Evange- lism 28.Ág.1955,bls.13 18 l.Kor.14,40 19 12.kap.28. 9

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.