Bræðrabandið - 01.05.1978, Blaðsíða 7

Bræðrabandið - 01.05.1978, Blaðsíða 7
HVERNIG LITI PÁLL Á NÚTÍMA TUNGUTAL EF HANN VÆRI Á LÍFI í DAG? is/ og fyllti allt húsið, sem þeir sátu í; og þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og sett- ust á einn og sérhvern þeirra; og þeir urðu allir fullir af Heilögum anda og tóku að tala öðrimi tungum^ eins og andinn gaf þeim að mæla." Þá voru saman komnir í Jerúsalem EFTIR VALERIE BROOKS Á síðari árvim hefur komið fram vax- andi áhugi á því sem almennt er kallað andagáfuhreyfingin (charismatic move- ment) sem einkennist af lækningvim, spá- dómum, kraftaverkum og - því sem skipt- astar skoðanir eru um - tungutali. Fyrsta dæmið um tungutal sem nefnt er í Biblíunni er í 2.kap.Postulasög- unnar. Jesús hafði sagt lærisveinum sínvim að bíða komu Heilags anda sem mundi veita þeim mikinn kraft og gera þeim kleift að vitna til ystu endi- marka jarðarinnar. "Og er nú var kominn hvítasunnu- dagurinn, voru þeir allir saman komnir á einum stað; og skyndilega varð gnýr af himni, eins og aðdynjanda sterkviðr- margir Gyðingar og fólk frá öðrum löndum sem snúist hafði til Gyðinga- trúar og talaði önnur tungumál. Af frásögninni má ræða að tungutalsgáfan var ætluð lærisveinunum til að gera þeim kleift að boða þessu fólki fagnaðarerindið. Tungutalsgáfan var augsýnilega frekar algengt fyrirbæri í frumsöfn- iðinum. í lO.kap.postulasögunnar segir frá því að Petur fór heim til Kornelíusar, heiðingja, sem ásamt öðrum fjölskylduliðum sinvim tók á móti Heilögum anda eins og lærisvein- arnir höfðu gert á hvítasunnudeginum og talaði tungum. 1 postulasögunni 19,6 lagði Páll hendur sínar á trúaða í Efesus sem hlutu Heilagan anda og töluðu tungum. Tungutal er aftur nefnt í fyrra bréfi Páls til Korintumanna. Sumir fræðimenn telja að tungutalið í Korintu hafi verið annars konar en á hvítasunnu- deginum og líka öðru vísi en það sem nefnt er á öðrum stöðum í Biblíunni. í 1.Korintubréfi 12. og 14.kafla telur Páll spádóma ofar tungutali í lista sínum yfir andlegar gjafir. Hann segir 7

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.