Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.08.1978, Qupperneq 10

Bræðrabandið - 01.08.1978, Qupperneq 10
Er ekki að undra, þó að menn væru for- viða r Jerúsalem. Dag einn, er þeir Pétur og Johannes voru á leið til musterisins, sáu þeir lamaðan mann, sem vinir hans báru að hliði þar sem hann var vanur að sitja tímúnum saman og biðjast beininga af vegfarendum. • Þeir höfðu oft séð hann þarna áður og kennt í brjósti um hann. NÚ gátu þeir liðsinnt honum. "Líttu á okkur," sagði Pétur til þess að vekja athygli lama mannsins. Beiningamaðurinn leit upp í von \am gjöf, en postularnir áttu annað og betra handa honum en peninga. "Silfur og gull á ég ekki, en það sem ég hef, það gef ég þér: í nafni 0 Jesú Krists frá Nazaret, þá gakk þú," sagði Pétior. Pétjjr tók í hönd mannsins og reisti hann á fætur. Jafnskjótt urðu fætur hans og’ökkl'ar styrkir. "Og hann sþratt’upp, stóð og„ gekk og fór með þeim ipn í helgidóminh og gekk um kring og hljóp og lofaði Guð." Nærri má geta hvað næst gerðist. Þegar hinn læknaði maður hélt sig fast hjá Pétri og Johannesi, fagnandi og þakklátur, hópuðust menn imíhverfis þá "og furðuðu sig stórlega." Tróðust þeir hver um annan þveran til þess að sjá 'þessi “stórmerki. Allir könnuðust við þennan vesaling. Höfðu þeir séð hann biðjast beininga Viðo musterishliðið árum saman - frá blautu barnsbeini. Því að bæklaður hafði hann verið í meira en 40 ár. Engu afð síður gekk hann nú og hljóp um, svo að furðu vakti. Hvilíkt kraftaverk. Þegar fólkið flykktist að, sá Pétur sér annað tækifæri til þess að segja því frá Jesú. Hann hrópaði svo hátt, að það yfirgnæfði þysinn: "Þér ísraelsmenn, hví furðar yður á þessu? Eða' hví starið þér á okkur eins og við hefðum af eigin mætti eða guðhræðslu komið því til leiðar, að hann gegnur? Síðan hélt hann áfram að segja frá hversu það hefði í raun réttri verið Jesús, sem hefði gert þetta: "Og við trúna á nafn hans hefur nafn hans gert þennan mann ... styrkan og ... gefið honum þennan albata, fyrir augiam yðar allra." Þá hvatti hann fólkið ákaft til að iðrast synda sinna og gefa Jesú hjarta sitt. Meðan hann talaði bættust fleiri og fleiri í hópinn, þar til nær allir í musterinu voru þar saman komnir. Margir prestanna komu líka til að hlýða á, en þeir urðu síður en svo fegnir - einkoom er þeir heyrðu Pétur segja: "En þér afneituðuð hinum heilaga og réttláta og beiddust að manndrápari yrði gefinn eftir, en líflétuð höfðingja lífsins, sem Guð uppvakti frá dauðum." Þetta var einmitt það, sem prestarn- ir höfðu óttast. Lærisveinar Jesú héldu því nú fram, að meistari þeirra hefði risið upp frá dauðum. Þetta varð að stöðva þegar í stað. Þeir kölluðu á musterisverðina, en Pétur hélt áfram hvergi smeykur. Ofur blíðlega sagði hann: "Og nú veit ég, bræður, aó þér gerðuð það af vanþekkingu, eins og höfðingjar yðar; en Guð lét þannig rætast það, sem hann hafði boðað fyrir fram fyrir munn allra spámannanna, að hans smurði skyldi pín- ast. Gerið því iðrun og snúið yðxrr, að syndir yðar verði afmáðar, til þess að endurlífgunartímar komi frá augliti Drottins, og hann sendi Krist, sem yður var fyrirhugaður, Jesú. Við honum á himinninn að taka allt til endurreisnar- tíma allra hluta, sem Guð hefur talað um fyrir munn sinna heilögu spámanna frá upphafi... Þér eruð synir spámannanna og sátt- málans, sem Guð gerði við feður yðar, en hann sagði við Abraham: Og af þrnu afkvæmi skulu allar ættkvrslir jarðar- innar blessun hljóta. Fyrir yður heforr Guð fyrst uppvakið þjón sinn, og hefur sent hann til þess að blessa yður, með þvr að hver og einn yðar snúi sér frá illverkum sínum." 1 sömu andrá ruddist varðforingi musterisins gegnum mannþröngina, hand- tók Pétur og Jóhannes og færði þá r varðhald. En það var um seinan. FÓlkið hafði heyrt boðskapinn. Þegar menn héldu heim til srn um kvöldið, höfðu enn fleiri en áður sannfærst \om að Jesús frá Nazaret væri sannarlega Kristur, frelsari heimsins. (ZZl ^ & Q ÍO

x

Bræðrabandið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.