Bræðrabandið - 01.08.1978, Page 13

Bræðrabandið - 01.08.1978, Page 13
A. P RODA Kristilegur fögnuður er mögulegur bæði í sorg og í gleði, í sælu og vansælu. Ef við blöðuðum í gegnum Biblíuna hlyti það að vekja athygli okkar hversu oft koma fyrir orð eins og gleði, fagnið, hamingja og sælir. Ályktunin er eðlileg - fögnuður er atriði sem ávallt er til staðar x Biblíulegri trú. Samkvæmt höfundi Biblíunnar er skortur á fögnuði afleiðing af aðskilnaði mannsins frá Guði og núverandi fögnuður hans er afleiðing af sambandi hans við Guð. En margir kristnir menn eru ekki hamingjusamir. Þeir sinna daglegum störfum sxnum og eru þungir á brá eins og þeir hefðu misst síðasta vin sinn eða væru án vonar. Auk þess eru kristnir menn ásakaðir fyrir það að eyða fögnuðinum í lífinu. Er ástæða fyrir slíkri gagnrýni? Sýna ekki margir kristnir menn í lífi sínu - þar með taldir prestar, kennarar, nemendxir, já, margir verka- menn í víngarði Guðs - að líf hins kristna er ekki eingöngu hamingja og fögnuður? Einhver hefvir sagt: "Þið kristnir menn athyllist trú sem gerir ykkur svo eymdarleg. Þið eruð eins og maður með höfuðverk - hann vill ekki losna við höfuðið en hann finnur til í því." Hvað sýnir þetta varðandi kristindóm- inn? Trúin á Krist ætti að vera - og var ætluð að vera - þeim sem hana að- hyllast ekki eitthvað sem gerir okkur eymdarleg, heldur eitthvað sem gerir okkur hamingjusöm og sæl. Gleðiríkt líf er ófrávíkjanlegur réttur kristins Dr. A.P.Roda er skólastjóri Philippine Union skóla á Manila, á Filippseyjxun. Grein úr Review ll.ma'í 1978 manns. Það er gjöf frá Kristi. Kristnir menn ættu að vera glaðastir allra manna. Jesús sagði: "Þetta hefi ég talað til yðar, til þess að fögnuður minn sé hjá yður og fögnuður yðar fullkomnist"(Jóh.15,11). Auk þess sagði hann: "Eins eruð þér nú hryggir í lund, en ég mun sjá yður aftur, og hjarta yðar mim fagna, og enginn mun taka fögnuð yðar frá yður"(JÓh.16,22) Páll postuli nefnir ávexti andans og einn af þeim er gleði (Gal.5,22). i bréfi sínu til Filippímanna áminnir hann þá stöðugt um að gleðjast. Takið til dæmis eftir áminningunni: "Verið ávalt glaðir vegna samfélagsins við Drottin; ég segi aftur:verið glaðir" (Fil.4,4.). Enginn kristinn maður ætti því að trúa þeirri ásökun að kristindómurinn sér gleðisnauð trú. Spurningin sem við hbrfumst í augu við er þessi: Eru þeir kristnir menn sem skortir fögnuð í lífi sínu gleðisnauðir sökum þess að þeir eru kristnir? Gæti ástæðan verið sú að þeir hafa ekki algjörlega gefist Kristi eða þeir hafa ekki eignast þá reynslu í kristindómnxim sem Jesús ætlaðist til og fræddi lærisveina sína og postula um? Telja þeir kristna trú felast í því að fylgja reglum og boðum? Eða hafa þeir náð lifandi og kærleiksríku sambandi við Jesúm, gjafara gleðinnar? EINKENNI FAGNAÐAR Hver eru einkenni kristilegs fagn- aðar? Ef þið spyrjið ungmenni hvers vegna þau gangi kristindómi á hönd munu þau svara: "Fyrst vil ég njóta ánægju lífsins. Kristindómurinn virðist vera gleðisnauður." Er skemmtun slæm? Sagði ekki sálmaskáldið "Kunnan gerir þú mér veg lífsins. Gleðignótt er fyrir augliti þínu,yndi í hægri hendi þinni að eilífuV?(Sálm 16,11) Nei skemmtun þarf ekki að vera slæm. En gleðignótt og skemmtxm þurfa ekki nauðsynlega að vera eitt og það sama. Gleði kann að fela í sér skemmtun en skemmtun þarf ekki að fela í sér gleði. Við ættum ekki að leita skemmtunar skemmtunarinnar vegna. Á hinn bóginn ættum við ekki að hafna skemmtun af því að hún er skemmtileg.

x

Bræðrabandið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.