Bræðrabandið - 01.10.1978, Blaðsíða 3

Bræðrabandið - 01.10.1978, Blaðsíða 3
Hvíldardagur 28. október Guð er kærleikur Eftir Ellen G. White. Ekki er hægt að fyiirskipa kærleika, ekki er hægt að ávinna hann með þvingun eða valdi. Kærleika er aðeins hægt að vekja með kærleika. „Guð er kærleikur“ (Jóh. 4, 16.). Eðli hans og lögmál hans er kærleikur. Þannig hefur það ávallt verið og þannig mun það ávallt verða. „Hinn hái og háleiti, sá sem býr á háum og helgum stað“ og gengur „vegi eih'fðarinnar," hann breytist ekki. Hjá honum er „engin umbreyting, eða umhverfingarskuggi“ (Jes. 57, 15; Hab. 3, 6; Jak. 1, 17). í hvert skipti sem sköpunar- máttur Guðs birtist kemur óendanlegur kærleikur í ljós. Alveldi Guðs felur í sér fyllingu allra blessana til handa sköpuðum verum... Saga deilunnar miklu milli góðs og ills allt frá upphafi vega á himnum til lokakafla uppreisnarinnar og upprætingu syndarinnar er einnig birting á óum- breytanlegum kærleika Guðs... Þar sem lögmál kærleikans er undirstaða Guðsríkis er hamingja allra skyni borinna vera undir því komin að þær séu í fullkomnu samræmi við hina miklu meginreglu réttlætisins... Svo lengi sem allar skapaðar verur viðurkenndu hollustu við kærleikann var fullkomið samræmi um allan alheim Guðs. Það var gleðiefni fyrir hinar himnesku hersveitir að uppfylla tilgang skaparans. Þær höfðu yndi af því að endurspegla dýrð hans og tjá honum lof. Og meðan þær elskuðu Guð mest allra var kærleikurinn hvers til annars sannur og óeigingjarn. Það var engin ósamræmistónn til þess að setja blett á samræmi himnanna.1 í upphafi var maðurinn gæddur háleitum hæfileik- um og heilbrigðri sál. Hann var fullkominn og í samræmi við vilja Guðs. Hugarfar hans var hreint, markmið hans heilagt. En fyrir óhlýðni slævðist máttur hans og eigingirnin steypti kærleika hans af stóli. Eðh hans veiklaðist svo við afbrotin að honum var ókleift að standast mátt hins illa af eigin ramm- leik. Hann var ánauðugur Satan og hefði orðið að verða á valdi hans um alla eilífð ef Guð hefði ekki skorist í leikinn. 2 Satan blekkti mennina til þess að ímynda sér Guð þannig að eiginleikar hans væru öðru fremur dóm- harka og smásmygli í skuldheímtum. Hann útmálaði skapara sinn sem veru er án afláts vekti með öfunds- sjúkum augum yfir ávirðingum og yfirsjónum mann- anna svo að hann geti reitt yfir þeim refsivöndinn.3 Myrkt var á jörðinni vegna misskilnings á eðli Guðs. Brjóta þurfti á bak aftur blekkingarafl Satans til þess að hægt væri að lyfta skuggunum og leiða heiminn aftur til Guðs. Það er gegn meginreglum Guðs ríkis að beita valdi. Hann þráir einungis þjónustu kærleikans og kærleika er ekki hægt að fyrirskipa. Hann er ekki hægt að ávinna með þvingun eða valdi. Kærleika er aðeins hægt að vekja með kærleika. Að þekkja Guð er að elska hann. Birta verður lunderni hans í andstöðu við lunderni Satans. Slíkt gat aðeins ein vera í öllum alheiminum gert. Aðeins sá sem þekkti hæð og dýpt kærleika Guðs gat kynnt hann fyrir öðrum.4 Gjöf Krists opinberar hjartalag föðurins. Hún ber vitni um hugsanir Guðs gagnvart okkur sem eru „fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju“ (Jer. 29, 11). Hún sýnir það að þó að hatur Guðs á syndinni sé eins sterkt og dauðinn er kærleikur hans til syndarans sterkari en dauðinn. Þar sem hann tókst á hendur að endurleysa okkur mun hann láta einskis ófreistað sem nauðsynlegt er til þess að ljúka verki sínu. Enginn sá sannleikur sem nauðsynlegur er hjálpræði okkar er látinn liggja í þagnargildi og ekkert náðarverk van- rækt, ekkert tæki ónotað. Gjöf er bætt ofan á gjöf í þessu sambandi. öll fjárhirsla himinsins er opin þeim sem hann leitast við að bjarga. Eftir að hafa safnað saman allri auðlegð alheimsins og opnað fjár- sjóði óendanlegs máttar leggur hann þá í hendur Krists og segir: Allt þetta getur þú fengið handa manninum. Notaðu þessar gjafir til þess að sannfæra hann um að enginn kærleikur er til meiri en minn á jörðu eða himni. Hann mun öðlast mesta hamingju með því að elska mig. Á krossinum á Golgata stóð kærleikurinn og eigin- girnin og horfðust í augu. Þar birtust þau í réttri mynd. Kristur hafði lifað til þess að hugga og blessa og með því að leiða hann til dauða birti Satan illsku sína og hatur gegn Guði. Hann gerði það lýðum Ijóst að hinn raunverulegi tilgangur uppreisnar hans var að varpa Guði af stól og að eyða þeim sem átti að sýna kærleika Guðs. 5 Endurlausnari heimsins sópaði í burtu því svarta myrkri sem Satan hafði leitast við að umlykja hásæti guðdómsins og faðirinn kom aftur í ljós fyrir augliti manna sem ljós lífsins. Þegar Filippus kom til Jesú með beiðnina: „Sýn oss föðurinn og það mun nægja oss,“ svaraði frelsarinn 3

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.