Bræðrabandið - 01.10.1978, Blaðsíða 18

Bræðrabandið - 01.10.1978, Blaðsíða 18
vandamálum og leitt til þess að þeir hafa unnið sigur í reynslum sínum? Það er kærleikur Guðs! Kærleikur- inn varir við jafnvel þegar erfitt er að skilja kringum- stæðurnar. Þegar við þurfum á að halda algjörri trú og engu öðru heldur kærleikurinn það út. Það er ekki alltaf auðveldur vegur. Það er vegur algjörrar trúar á Guð og kærleika til hans. Hvernig geturn viö kynnst kœrleika sem varir? Helsta dæmið um kærleika sem varir er sá kærleik- ur sem birtist hjá Jesú Kristi. Ein ástæða fyrir því að Jesús kom var að sýna okkur að Guð er kærleikur og að þjáningar, sjúkdómar, eymd og dauði eru afleiðing- ar af verki Satans. í Getsemanegarðinum, þegar Jesús horfðist í augu við kvalir krossins og syndabyrðin hvíldi á honum, hrópaði hann til Guðs: „Ef mögulegt er þá víki þessi bikar frá mér“ (Matt. 26, 39). Jesús þurfti ekki að deyja. Það var engin synd hjá honum. Hann þurfti ekki að líða kvöld og hneisu krossfesting- arinnar. Það var mögulegt fyrir hann að láta bikarinn fara framhjá. Hann hefði með einu orði getað slegið ákærendur sína. En Jesús kom til þess að sanna í eitt skipti fyrir öll að kærleikurinn heldur það út og jafnvel þó að maðurinn hafi reikað frá Guði svo að mynd Guðs hafði verið næstum því þurrkuð út var kærleikur hans til mannsins aldrei á þrotum. Allt frá því að maðurinn syndgaði og á öllum flótta mannsins frá Guði og í djúpum spillingar hans sagði Guð við hann: „Ég elska þig enn.“ Og Jesús Kristur kom til þess að sanna það! Svo að Jesús fór á Golgata kraminn og kvalinn með þyrnikórónu á höfðinu. Grimmir menn ráku nagla í gegnum hold hans. Lýðurinn við krossinn hrópaði á blóð hans. Þeir gerðu gys að honum, hlógu að því að hann segðist vera Messías. Á því augnabliki sem grimmd mannsins náði hátindi sínum hrópaði Jesús: „Faðir fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra“ (Lúk. 23, 34). Hví bað hann slíkrar bænar undir slíkum kringumstæðum? Vegna þess að kærleikur hans til okkar varaði við. Það er þetta dæmi um óviðjafnanlegan kærleika Guðs sem fær þig og mig til þess að treysta Guði. Við trúum því að ef við treystum honum fyrir öllu mun hann sjá um að allt endi vel. Það var þetta fordæmi Jesú Krists sem fékk fyrstu lærisveinana til þess að standast alls konar erfiðleika. Það var hægt að varpa þeim fyrir Ijón, brenna þá við píslarstaurinn, drekkja þeim í ám og láta þá þola alls konar hrylling af því að þeir elskuðu Drottin og kærleikur þeirra varaði við! Ekki missa kjarkinn þegar þú horfist í augu við vandamál dagsins í dag. Þetta er höfuðvopn óvinarins sem hann notar með svo góðum árangri gegn fólki Guðs. Hann hvíslar í eyru okkar að Guð elski okkur ekki meira því við verðum fyrir vandræðum og reynslu. Ekki missa kjarkinn eða draga kærleika Guðs í efa þó að framhjá þér sé gengið við stöðuhækkun eða þú náir ekki kjöri í ákveðna stöðu eða þó að safnaðar- fólkið hafi ekki nefnt nafn þitt í sambandi við velgengni ákveðinnar áætlunar sem þú áttir hlut í. Kærleikur hans heldur það út. Vonbrigði er það svefnlyf sem óvinurinn dælir inn í æðar þínar rétt áður en hann fjarlægir hjartað úr þér. 18 Óvinurinn er yfirunninn óvinur. Jesús hitti hann í Getsemanegarðinum og sigraði hann þar og síðan fór hann til krossins og dó sigrihrósandi. Hróp Jesú: „Það er fullkomnað“ var í raun og veru sigurhróp (Sjá Desire of Ages bls. 758). Það óp hljómaði sem líkbjalla óvinarins. Á hinum dýrðlega upprisumorgni hrópaði Jesús og sagði: „Ég er hinn fyrsti og hinn síðasti og hinn lifandi. Og ég var dauður, en sjá lifandi er ég um aldir alda og ég hefi lykla dauðans og heljar.“ (Op. 1, 18). Hver sá sem treystir Jesúm mun sigra. Dragðu það aldrei í efa. Gefstu aldrei upp. Trúðu aldrei lygum óvinarins heldur teygðu þig fram og treystu Guði. Taktu hann á orðinu og einn dýrlegan daginn munu það vera forréttindi þín að líta upp og segja: „Sjá þessi er vor Guð, vér vonuðum á hann að hann mundi frelsa oss, þetta er Drottinn, fögnum og gleðjumst yfir hjálpræði hans“ (Jes. 25, 9). Það verður sigurstund. Þá mun trú okkar víkja fyrir því sem við sjáum. Þjáning okkar og sorg mun víkja fyrir hamingju og fögnuði því að kærleikurinn mun þá hafa sigrað allt. Spurningar til umrœðu: 1) Gerði ástríkur Guð slæman óvin? Hvers vegna eyddi Guð ekki Lúsifer á því augnabliki sem hann syndgaði. 2) Hvers vegna verður gott fólk sem Guð elskar að þjást? Eru þjáningar merki um það að Guði mislíkar við okkur? 3) Hvaða lexíu getum við lært af reynslu Jobs? 4) Hvað er sambandið milli freistingar og syndar? 5) Hví er kærleikur svo mikið grundvallaratriði í því að horfast í augu við vandamál lífsins? 6) Ræðið setninguna: „Ef þið viljið vita hvernig Guð er þá skulið þið líta til Krists.“ 7) Hvernig er sambandið á milli þess að vera trúr Guði og þess að sýna kærleika og þolgæði? 8) Hvernig túlkar þú Rómverjabréfið 8, 28? 9) Hvernig mega kristnir menn vera bjartsýnir þrátt fýrir reynslur og vonbrigði?

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.