Bræðrabandið - 01.10.1978, Blaðsíða 14

Bræðrabandið - 01.10.1978, Blaðsíða 14
Miðvikudagur 1. nóvember Kærleikurinn hugsar EftirEthel Young. Hinn kristni einstaklingur verður að læra að §tjórna hugsunum sínum. Það sem maðurinn Kugsar er hann. Kærleikurinn dvelur aldrei við neitt ósiðlegt. Kær- leikurinn vill ekki særa neinn, ekki valda kvöl, erfið- leikum, sársauka né ógæfu. Kærleikurinn hugsar aldrei um neitt illt. (Sjá 1. Kor. 13,15). Sá sem hefir góða stjórn á hugsunum sínum. Samlíkingin er einföld: vondar hugsanir gera vonda manneskju; kærleiksríkar hugsanir tygja mann fyrir himininn. Sá einstaklingur sem stefnir hátt þarf að læra að stjórna hugsunum sínum. í aldingarðinum Eden ræddi Guð við Adam og Evu augliti til auglitis og kenndi þeim. Kærleikurinn var undirstöðuatriði í námsefninu í Eden. Og sá skóli átti að vera fyrirmynd í aldanna rás. Adam og Eva elskuðu Guð af öllu hjarta, sál og huga. Hver hugsun þeirra miðaði að þroska allrar veru þeirra. Þegar þau syndguðu rofnaði þetta sam- band. Og aðeins með uppeldi og menntun sem næði til líkamlegra, vitsmunalegra og andlegra krafta, gæti þetta samband endurnýjast. Sönn menntun stuðlar að þroska líkama, hugar og sálar, svo að hið guðdóm- lega áform sköpunarinnar verði að veruleika. Þetta er verk frelsunarinnar og hlutverk menntunarinnar. (Sjá Ed. bls. 13—16) Endurnýjun Orðið menntun felur oft í sér æfingu í lestri, skrift og reikningi. En fyrir aðventista felur menntun meira í sér: endurnýjun, endurreisn og endurlausn. Postulinn Páll sagði: „Hegðið yður eigi eftir öld þessari; heldur takið háttaskipti með endurnýjungu hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna." (Róm. 12, 2) Ellen White skrifaði: „Þegar móðirin kennir börn- um sínum að hlýða sér af því þau elska hana, er hún að kenna þeim fyrstu lexíuna í hinu kristna lífi. Kærleikur móðurinnar sýnir barninu kærleika Krists, og börn sem elska og treysta móður sinni læra að elska og treysta frelsara sínum.“ (The Desire of Ages, bls. 515) Menntun sem börnum er gefin snemma á lífsleiðinni er mjög mikilvæg. Það er mjög erfitt að innprenta barninu sérstaka skapgerð eftir 3 ára aldur. (Sjá Child Guidance, bls. 194). Ellen White segir ennfremur: „Leyfið sjálfselsku, 14 reiði og eigingirni að festa rætur fyrstu 3 árin í lífi barnsins og mun þá vera erfitt að láta barnið hlýða eftir það. Barnið er þá orðið önugt í lund. Það nýtur þess að fara eigin leiðir; því mislíkar stjómun foreldr- anna Þetta slæma viðhorf vex með barninu þar til ofboðsleg sjálfselska og skortur á sjálfstjórn skipar þessum einstaklingi sem fullvöxnum á bekk með óróaseggjum í þjóðfélaginu.“ (Temperance, bls. 177). Ef fullorðið fólk sem hefur tamið sér illar hugsanir vill breyta til, verður að eiga sér stað endurnýjun hugans. Hugsaðu þér hve saklausir líða oft sársauka, erfiðleika og eymd vegna fólks sem er óendurfætt og hefur ekki beygt illar hugsanir til hlýðni. Mikið af sökinni er hægt að kasta á lélegt uppeldi heima fyrir á yngri ámm. Að endurnýja merkir að færa aftur í samt lag með því að byggja upp aftur eða mynda á ný. Andleg endurreisn felur í sér að ýta burtu gömlum, gagnslausum hugsunum og síðan eru kristilegar hugs- anir settar í staðinn. Að horfa á ósiðlegar myndir í sjónvarpi, lestur bóka sem gefa afskræmda hugmynd af kristilegu lífi, að hlusta á plötur þar sem dýrð er gefin djöflinum meira en Guði, eru ekki leiðir til að endurnýja hugann. Aðeins þegar huga okkar er stjórnað af Heilögum anda geta hugsanir okkar verið hreinar, góðar og sannar. „Starf okkar er endurreisn; og það er áform Guðs að vegna stórkostlegs starfs á menntastofnunum okk- ar muni athygli fólks vera beint að hinum miklu síðustu tilraunum til að bjarga þeim sem eru að glatast.“ 6T 126 Ef maður á að endurnýja huga sinn, verður að byrja á því starfi á heimilinu og það síðan að halda áfram í skólunum. Það dugar ekki bara einhver skóli. „Satan hefur notað hinar hugvitsömustu leiðir til að flétta áformum sínum og meginreglum inn í menntunar- kerfið, og þannig náð sterku taki á hugum barna og unglinga. Það er starf sannra kennara að hindra blekkingu hans. Við erum undir alvarlegum heilögum sáttmála við Guð um að ala börnin okkar upp fyrir hann en ekki fyrir heiminn; að kenna þeim að leggja ekki hendur sínar í hendur heimsins, heldur að elska og óttast Guð og halda boðorð hans.“ Sama, bls. 127. Endurreisn Ellen White tekur skýrt fram hlutverk S.D.A. menntunar: „Að endurreisa í manninum mynd skap- arans, að færa hann aftur til fullkomnunarinnar, eins

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.