Bræðrabandið - 01.10.1978, Blaðsíða 15

Bræðrabandið - 01.10.1978, Blaðsíða 15
og hann var skapaður, að efla þroska líkama, hugar og sálar, svo að hann skilji áform sköpunarinnar — þetta átti að vera starf endurlausnarinnar. Þetta er hlut- verk menntunarinnar, hið mikla hlutverk lífsins. Kærleikur, undirstaða sköpunarinnar og endur- lausnarinnar, er undirstaða sannrar menntunar. Þetta er gert skýrt í lögunum sem Guð hefur gefið okkur til leiðbeiningar í lífinu. Fyrsta og stærsta boðorðið er: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum mætti þínum og af öllum huga þínum.“ Lúk. 10, 27. Að elska hann, hinn óendanlega og alvitra, af öllum mætti, huga og hjarta merkir æðsti þroski hvers kraftar. Það merkir að í manninum í heild, líkama, huga og sál, á að endurreisa mynd Guðs.“ Ed. bls. 15, 16. Eitt af því erfiðasta í endurreisn mannsins til myndar skapara hans er tengt tamningu hugans. „Sérhver mannvera, sköpuð í mynd Guðs býr yfir þeim hæfileikum sem er skyldur krafti Guðs — persónuleika, krafti til að hugsa og framkvæma... Það er starf sannrar menntunar að þroska þennan kraft; að kenna æskunni að vera hugsuðir, en ekki einungis að endurspegla skoðanir annarra manna. í stað þess að takmarka menntun þeirra við það sem menn hafa sagt eða skrifað, skulum við leiðbeina nemendunum til uppsprettu sannleikans, til hinna víðu sviða sem eru til rannsóknar í náttúrunni og opinberuð í orðum. Látum þá íhuga skyldur lífsins og örlög manna og hugur þeirra mun þroskast og styrkj- ast. í stað menntaðra væskilmenna, geta mennta- stofnanir þá sent frá sér menn með skýra hugsun og dugandi framkvæmdamenn, menn sem eru sjálfstæðir en ekki þrælar kringumstæðnanna. Menn sem eru víðsýnir, skýrir í hugsun og hafa hugrekki til að fylgja sannfæringu sinni. „Þannig menntun gefur meira en „vitsmunalegan" aga; hún gefur öllum meira en líkamlega kennslu. Hún styrkir lyndiseinkunnina, svo sannleikanum og heiðarleika er ekki fórnað á altari sjálfselskufullra langana eða heimslegrar metorðagirndar. Hún styrkir hugann gegn illu.“ Sama, bls. 17.18. „Sú menntun sem felst í því að þjálfa minnið á kostnað sjálfstæðrar hugsunar er að vissu leyti var- hugaverð. Þegar nemandinn fórnar mætti til að hugsa og dæma fyrir sjálfan sig, verður hann ófær um að greina í sundur sannleika og villu, og verður auðveld bráð blekkinganna. Hann verður auðveldlega leiddur til að fylgja siðum og venjum.“ Sama, bls. 230. Ef foreldrar og kennarar menntuðu bömin sín „til að vera hugsuðir, en ekki einungis til að endurspegla hugsanir annarra manna," verða þeir að gefa þeim tækifæri til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Það verð- ur að kenna bömum að hugsunin þroskar þann sem hugsar. Fyrst verða þau að læra að gera sér grein fyrir að það er vandamál til staðar og það verður að taka ákvörðun í sambandi við það. I öðm lagi verður að taka bráðabirgðaafstöðu og meta hana með tilliti til þess sem er rétt eða rangt. í þriðja lagi má gera ráð fyrir fleiri en einum möguleika. Loks verður að velja eina lausn. Ef böm eru þannig ahn upp munu þau vera fær um að standa í erfiðleikum eins og Martin Lúter stóð fyrir framan keisarann og fullyrti: „Fyrst yðar hátign og þér, voldugu furstar krefjist að ég svari skýmm, afdráttarlausum orðum, skal ég gera það: Ég get hvorki beygt trú mína undir úrskurð páfa né kirkju- þing, því að það er deginum Ijósra, að hvomgt er óskeikult og hvort tveggja hefur oft farið með rangindi og verið hvort upp á móti öðru. Sannfærist ég ekki af vitnisburði Biblíunnar eða ljósum rökum, sannfærist ég ekki með tilvitnun í þær greinar, sem ég hef lagt fram, og verði samviska mín ekki þannig bundin af Guðs orði, þá hyorki GET ÉG NÉ VIL TAKA AFTUR ORÐ MÍN, því að það er hættulegt fyrir kristinn mann að mæla gegn samvisku sinni. Hér stend ég og get ekki annað, svo hjálpi mér Guð. Amen. „Deilan mikla bls. 157. Endurlausn Frelsun felur í sér framkvæmdina að kaupa aftur, fá aftur, frelsa, bjarga, leysa frá synd og launum hennar. Ellen White skrifaði: „í æðsta skilningi er starf menntunarinnar og frelsunarinnar það sama, því að í menntun, eins og í frelsun, er ekki hægt að leggja neinn grunn nema þann sem þegar hefur verið lagður, sem er Jesús Kristur." Sama, bls. 30. „Vegna syndar var maðurinn útilokaður frá Guði. Án frelsunaráformsins hefði maðurinn verið eilíflega aðskilinn frá Guði og myrkur óendanlegrar nætur hefði umlukið hann. Fyrir fórn frelsarans var sam- band við Guð aftur gert mögulegt. ... Syndin útilokar okkur ekki aðeins frá Guði, heldur eyðileggur hún í hinni mannlegu sál bæði þrána og möguleikann á að þekkja hann. Starf Krists er að afmá allt þetta starf hins illa.“ Sama, bls. 28. 29. Það var kærleikur sem var ástæðan fyrir að Jesús kom í heiminn til að frelsa manninn. Það er kærleikur sem hvetur foreldra og kennara að mennta sig og börn sín eins nákvæmlega eftir upphaflegu fyrirmyndinni og mögulegt er. Ellen White segir: „Þó að við lifum við breytt skilyrði, er sönn menntun enn í samræmi við áform skaparans, áform skólans í Eden... Hin mikla meginregla menntunarinnar er óbreytt. Hún mun standa um alla eilífð (Sálm. 11, 8), af því að hún er meginregla lundernis Guðs.“ Sama, bls. 30. Þar sem þetta er sannleikur er það mögulegt fyrir okkur að elska Guð fullkomlega, algjörlega, svo að hugsanir okkar endurspegli lunderni hans. (Sjá 2. Kor. 1, 3—6). Meginregla kærleikans getur orðið kraftur í lífi okkar og mótað ákvarðanir okkar. Það er hægt að sameinast Kristi og það mun gefa okkur kraft og styrk til að hlýða Guði. Loforðið er: „Og ég mun gefa yður nýtt hjarta og leggja yður nýjan anda í brjóst, og ég mun taka steinhjartað úr líkama yðar og gefa yður hjarta af holdi. Og ég mun leggja yður anda minn í brjóst og koma því til vegar, að þér hlýðið boðorðum mínum ög varðveitið setninga mína og breytið eftir þeim.“ (Esek. 36, 26. 27.) Það er starf aðventheimilisins, safnaðarins og skól- ans og kenna á kærleiksríkan hátt undirstöðuatriði himneskrar menntunar: endurnýjun, endurreisn og 15

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.