Bræðrabandið - 01.10.1978, Blaðsíða 16

Bræðrabandið - 01.10.1978, Blaðsíða 16
endurlausn. Foreldrið, presturinn eða kennarinn sem tekur við þessari áskorun er samverkamaður Krists, hann mótar huga fyrir ríki Guðs. Spurningar til umrœðu: 1) Hvað er átt við með versinu: „Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru því þar eru uppsprettur lífsins" (Orðsk. 4, 23)? 2) Hvernig vill Páll að við „beygjum hverja hugsun til hlýðni við Krist“ (2. Kor. 10, 5)? 3) Ræðið eftirfarandi setningu eftir Ellen White: „Það er í skóla heimilisins sem drengir okkar og stúlkur eru búin undir það að sækja safnaðar- skólann.“ AH. 185. 4) Á hvaða hátt gæti það verið börnum skaðlegt að fara í skóla of snemma? (Sjá CG 302) 5) Hvernig er mögulegt að verka endurlausnarinn- ar og menntunarinnar sé það sama? 6) Hvaða áhrif stjórna hugsunum okkar? 7) Hvað átti Páll við þegar hann sagði: „Þegar ég var barn... hugsaði ég eins og barn“ (1. Kor. 3, 11)? Fimmtudagur Kærleikurinn heldur það út Eftir G. Ralph Thompson. Jesú kom til þess að sýna okkur hvernig Guð er. Hann kom til þess að sanna í eitt skipti fyrir öll að kærleikuinn heldur það út. „Kærleikurinn breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En hvort sem það nú eru spádómsgáfur þá munu þær líða undir lok eða tungur þá munu þær hætta“ (1. Kor. 13, 7. 8.). Alls staðar sjáum við vott þess að þessi heimur okkar er sjúkur, særður, blæðandi og deyjandi. Ómannúðleiki mannsins gagnvart manninum er mesta synd þessa heims. Þegar við lítum á heiminn komumst við að þeirri niðurstöðu að það er eitthvað feykilega rangt að gerast. Hvers vegna þjáist gott fólk undir stjórn kærleika Guðs? Ef sekur maður h'ður vegna syndar hans og heimsku er það auðskiljanlegt. En sú spurning sem mörgum er ráðgáta er þessi: hvers vegna þarf saklaust fólk að líða? Hvers vegna leyfir kærleiksríkur Guð þjáningar, sjúkdóma, kvöl, sorg og allt það hörmulega sem umlykur mannkynið? Ef Guð er til, hví deyðir hann ekki djöfulinn? Faðir einn sem hafði fengið tilkynningu um það að sonur hans hefði dáið í orustu kom til prests síns og hrópaði í djúpri sorg: „Hvar var Guð þegar sonur minn var drepinn?“ Af kærleika og skilningi sneri presturinn sér að honum og sagði: „Vinur, Guð var á sama stað þegar sonur þinn var deyddur og hann var þegar hans eigin sonur var deyddur. Guð skilur sorg þína.“ Hvernig byrjuðu þjáningar? Við skulum spyrja okkur sjálf: „Hvaðan koma þjáningar? Hvernig byrjuðu þær?“ Svar Biblíunnar 16 við þessum spurningum er það að syndin hafi byrjað með óvininum og leiddi það til sorga og þjáninga. Guð kærleikans er ekki höfundur syndar, þjáninga eða dauða. Óvinurinn yrði glaður ef fólk skellti skuldinni á Guð. Þegar ógæfa ber að dyrum svo sem jarðskjálft- ar, eldsvoðar, flóð, sjúkdómar og hræðileg slys vilja margir segja: „Jæja þetta er starf Guðs.“ Oft eru slíldr viðburðir kallaðir verk Guðs. En eru þeir í raun og veru verk Guðs? Vinnur Guð að því að leiða sjúkdóma og dauða yfir fólk? Er það Guði líkt? Það er til ákveðið svar við þessum spurningum og það er: Alls ekki. Það var óvinurinn en ekki sá Guð sem svo „elskaði heiminn að hann gaf‘ (Jóh. 3, 16) sem er höfundur alls þess sem hrjáir mannkynið. Lúsifer var eitt sinn hátt upp hafinn í tign og fegurð. En hin dularfulla stærð sem við köllum synd fékk inngöngu í hjarta hans. Við getum ekki gefið skýringu á henni. Það væri ómögulegt að gefa viðhlít- andi skýringu á henni. Það var engin afsökun fyrir synd í fullkomnum alheimi Guðs. Þar sem Lúsifer varð óánægður með þá stöðu að vera næstur Kristi hóf hann uppreisn. Hví eyddi ekki Guð Satan strax og hann hóf að sá sæðum ósamlyndis meðal englanna? Vissulega virðist heimurinn hafa getað losnað við eymd, vandamál, þjáningar og dauða sem fylgdu á eftir tilkomu syndar- innar. Ég vil nefna þrjár ástæður fyrir því að Guð valdi að deyða ekki óvininn. í fyrsta lagi var lygi Satans svo athyglisverð og sannfærandi að einn þriðji af englun- um héldu að hann hefði á réttu að standa. Guð varð því að leyfa tíma til þess að sanna að kröfur Satans væru falskar. í öðru lagi ef Guð hefði eytt óvininum samstundis hefði ótti orðið grundvöllur laga og reglu. Ófallnar

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.