Bræðrabandið - 01.10.1978, Blaðsíða 9

Bræðrabandið - 01.10.1978, Blaðsíða 9
kærleika er ekki hægt að fela. „Þegar sjálfið er falið í Kristi streymir kærleikurinn fram sjálfkrafa.“ Christ’s Object Lesson bls. 384. Þessi kærleikur hefur sig yfir allar hindranir sem skapast af ólíkum hörundslit, kynstofni eða menningarsvæðum. Hann virðist ávallt hugsa um það sem náunganum er fyrir bestu sem er meira en rétt það að veita nauðsyn- lega fæðu, fatnað og húsaskjól. Kærleikurinn gerir meira en það að annast um líkamlegar og félagslegar þarfir manna. Kærleikurinn gerir allt sem hann getur til þess að leiða aðra í samfélag við Guð en í hans mynd eru þeir skapaðir. Hvötin sem liggur á bak við það að gera gott er hjá sumum kristnum mönnum það að auka meðlimatölu safnaðarins. Ef í þessu felst það að vinna sálir fyrir ríki Guðs er hvötin réttlætanleg. Kristnir menn ættu að vinna góðverk án þess að hugsa um endurgjald hvort sem að þeir eiga þar í hlut sjálfir eða söfnuður- inn. Hinn kristni maður mun vinna sín kærleiksverk vegna kærleika síns til Guðs. Hann mun ekki þurfa á samkeppni að halda eða öðrum uppfinningum manna til að hvetja sig. Milljónum manna finnst auðveldara að gjöra gott heldur en að elska. Að gjöra gott veitir þeim vissa fullnægingu. Það styrkir sjálfsmynd þeirra og eykur orðstír þeirra. Eins og ríka ungmennið segja margir að þeir uppfylli kröfur meistarans með því að halda sér fast við kenningarnar og að framkvæma skyldur sínar. Þegar Jesús benti á skort unga mannsins „fór hann sorgmæddur í burtu“ (sjá Matt. 19, 16—22). „Ungi maðurinn vildi enga frekari fræðslu. Hann hafði alið með sér skurðgoð í sál sinni. Heimurinn var hans guð. Hann þóttist hafa haldið boðorðin en hann skorti þær meginreglur sem er andi og líf þeirra allra Hann átti ekki sannan kærleika til Guðs eða manna. Með því að skorta þetta skorti hann allt sem gerði hann hæfan til að ganga inn í ríki Guðs. Með eigingirni sinni og hugsuninni um heimslegan ávinning var hann kominn úr samræmi við meginreglu himnanna“ Sama bók bls. 392. Þegar við elskum Jesúm höfum við áhuga á því að bjarga öllum þeim sem Jesús elskar. Hver sá sem kemst í snertingu við kristinn mann hlýtur að öðlast vitneskju um þá möguleika sem hann getur öðlast í Kristi. Pickett biskup sem gaf líf sitt í þjónustu í Indlandi segir frá þræh sem leiddi húsbónda sinn sem var Bramatrúar til Jesú. Húsbóndinn barði þræl sinn sinn grimmilega fyrir að neita að taka þátt í að stela ávöxtum frá nágranna. Vegna festu þjónsins varð húsbóndinn æfareiður. Síðar þegar hann heyrði þjón- inn biðja fyrir sér og biðja Guð að fyrirgefa honum dvínaði steigurlæti hans og hann gaf Guði hjarta sitt. Kœrleikur er það að veita öðrum viðtöku Margir hafa veitt athygli því góða sem hlýst af áhuga bóksala sem fylltur er andanum, óeigingjörnu starfi présts, þolinmóðum kærleika kennara eða lækn- andi snertingu kristilegs læknis. Fyrir kærleiksríka þjónustu þeirra vaknaði nýtt líf í brjósti manna sem voru myrkvaðir af synd. Lampi kærleikans sem þeir báru með sér kveikti vonarneista hjá þeim sem töldu sjálfa sig vera vonlausa. Ef aðventistar gætu aðeins komið auga á það sem þeir gætu gert með því að sýna kærleika í verki mundi starfi Guðs verða lokið mjög skjótlega. „Ef við auðmýktum okkur fyrir Guði og yrðum vingjarnleg og kurteis, blíð og full samúðar mundu eitt hundrað snúa sér til sannleikans þar sem nú er bara einn.“ 9T bls. 1089 Þegar ferðast er um heiminn vekur það athygli okkar að kristindómurinn hefur leitt af sér margt sem ljómar vel í augum manna. Það eru frægar byggingar með frábærum listaverkum sem tala til fegurðarskyns mannsins. Það eru lærdómssetur sem hafa mótað líf og örlög þeirra sem þangað hafa sótt nám sitt. Það eru þekktar stofnanir þar sem hefur verið sinnt líkamleg- um sjúkdómum manna. Það eru háleitar hugmyndir um hegðun manna sem hafa haft áhrif á stjórnarskrár margra þjóða. Allt þetta hefur leitt til þess að draga fólk að kristindómnum. En þó að allt þetta hrífi og töfri hungrar heiminn eftir einhverju sem uppfyllir þarfir hjartans. Einhverju sem seður mannssálina. Kœrleikur erþað að vitna fyrir öðrum Mesta þörf safnaðarins er ekki að eignast fleiri og stærri stofnanir, betri tæki eða jafnvel betri aðferðir í vitnisburði sínum. Mesta þörf hans er kærleikur í lífi hvers þess er vitnar. Hugarfar heimshyggju og efnis- hyggju í söfnuðinum hefur herjað gegn vitnisburði safnaðarins svo hann endurspeglar ekki lengur hið óeigingjarna og kærleiksríka þjónsstarf frelsarans. „Það er tómt mál að segjast játast Kristi ef þessi einlægi kærleikur er ekki fyrir hendi, umbúðirnar einberar, þungbær þrældómur," Vegurinn til Krists bls. 52. Fálmkennd viðleitni okkar er sem „hljómandi málmur“ og „hvellandi bjalla," nema því aðeins að athafnir okkar beri vitni um þennan kærleika. Söfn- uðurinn þarf að bera umhyggju fyrir þeim sem eru niðurbrotnir. Hann þarf að vekja hjá mönnum og konum tilfinningu fyrir þörf þeirra á læknandi snert- 9

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.