Bræðrabandið - 01.11.1979, Síða 9

Bræðrabandið - 01.11.1979, Síða 9
SÐBÖTAFRÖMUÐIRMR OG DROTTMN STIGINN UPP TIL HMNA SIÐBÓTARFRÖMUÐURNIR LÖGÐU GRUNDVÖLL AÐ KENNINGUM SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA UM STARF KRISTS 1 HINUM HIMNESKA HELGIDÓMI. V Norskov Olsen í augum siðbótarfrömuða mótmælenda var uppstigning Krists til himins og núverandi starf hans okkar vegna við hægri hönd föðurins sem meðalgöngumaður, málsvari,prestur og æðsti prestur þýð- ingarmiklir þættir í því starfi frels- arans að vinna að friðþægingu milli Guðs og manns. Hugsanir siðbótarfrömuðanna um friðþæginguna voru ekki aðskildar heldur tengdar þeim sannleika sem tjáð- ur er í hinni postulegu trúarjátningu að Kristur "steig upp til himna og situr til hægri handar Guðs föður al- máttugs og kemur þaðan til þess að dæma lifendur og dauða." í samræmi við þetta ritar Marteinn LÚter skýringar sínar við I.JÓh.2,2 á eftirfarandi hátt: "Kristur er fæddur fyrir okkur, liðuir, stígur upp til himins okkar vegna, situr við hægri hönd föðurins okkar vegna og kemur þar fram sem fulltrúi mannsins."1 í ræðum hans sem byggðar eru á Jóhannesarguðspjalli (l.-4.kap.) segir LÚther okkur: "Ég mun hugga sjálf- an mig með því fyrirheiti að Kristur Drottinn lifir, að hann reis upp frá dauðum og steig upp til himins og situr þar við hægri hönd Guðs, ekki til þess að vera aðgerðarlaus og láta bara tímann líða þar heldur til þess að bjarga okkur frá allri synd, dauða og mætti djöfulsins."2 Lúther játar að þegar hann kemur "fram fyrir dómarann vegna lög- málsins er ég fordæmdur og glataður," en "sem veslings fordæmdur maður sem viðurkennir synd sína hleypur hann yfir að náðarstólnum og heldur sér fast við Krist sem er hreinn og hefur enga synd, um hann segja ritningarnar: "Sá sem trúir á hann mun ekki verða sér til skammar," af því aó hann stendur þar og biður fyrir mér. Auk þess veitir hann mér allan sinn hreinleika og heilag- leika til þess að ég geti komið fram fyrir Guð íklæddur honum og mun þá öll reiðin verða fjarlægð og í stað þess mun mér veitast kærleikur og náð." Hinn kristni "er þá fullviss þess að hann sé öruggur vegna meðalgöngu Krists."3 1 fyrirlestri sínum um pistilinn til Títusar hvetur LÚther hina kristnu til að segja: "jafnvel þótt ég geri mér grein fyrir syndum mínum biður Jesús Kristur fyrir mér og hann ákærir okkur ekki. Þessa meðalgöngu verðum við að skilja í trú."^ í skýringum sínum við Hebreabréfið íhugar LÚther aftur og aftur boðskap þessa pistils, sem er: "að Kristur birtist fyrir augliti Guðs okkar vegna. Þess vegna verður kristinn maður að vera viss um það, já algjör- lega viss um að Kristur birtist frammi fyrir Guði okkar vegna sem prestur."5 Hið nána samband milli Krists á krossinum, sem friðþægingu, meðalgöngu- manns og prests kemur skýrt fram í eftirfarandi setningu: "Kristur er meðalgöngumaður á milli okkar og Guðs og sýnir því í starfi sínu okkur vesl- ings syndurum sífellt hinn ómælanlega kærleika föðurins til okkar svo að við getum skilið að allt það sem við sjáum og heyrum af honum (Kristi) getum við skilið að streymir einnig til okkar frá hjarta föðurins." LÚther líkir Kristi sem konunglegum presti og segir: "þetta eru orð lífsins að Jesús Kristur æðsti prestur minn og konungur, sem fórnaði blóði sínu min vegna vinnur að því að sætta mig við Guð og biður fyrir mér."^ Sú staðreynd að Kristur hafi farið til Guðs föður á himnum er í augum LÚthers óviðjafnanleg. Á líkan hátt er núverandi og framtíðar endurlausn okkar háð því að hann fór til himins, "ekki til þess að hafast ekkert að." 9

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.