Bræðrabandið - 01.11.1979, Blaðsíða 11

Bræðrabandið - 01.11.1979, Blaðsíða 11
siðbótamanna finnum við sömu hugsan- irnar tjáðar sem hjá LÚther og Kalvín William Tyndale (1492-1536) þýddi ekki aðeins Biblxxina heldur sendi hann úr útlegð sinni mörg rit aftur til Englands. í svari sínu við ritverkinu Dialogue eftir Sir Thomas More lagði hann áherslu á þá kenningu Páls að trúin sé næg til að réttlæta og segir: "Kristur sem fyrirheitið er gefið fyrir, hafði hlotið allt vald á himni og jörðu. Hann hefur einnig eilífan .prest- dóm og er því stöðugt fær um að bjarga. Og það er aðeins einn meðalgöngumaður, Kristur eins og Páll segir. Og í því orði felst það að hann friðþægir,veitir frið og 'náð og hefur fullan mátt til þess að gjöra það. Og að Kristur sé meðalgöngumaður er fullsannað. "1^ Heinrich Bullinger (1504-1575).kom á eftir Zwingli sem leiðtogi siðbótar- innar í Zurich. Þeir sem hann átti í bréfaskriftum við voru auk leiðtoga ensku siðbótarinnar, Henry VIII, Játvarður VI og Elizabeth. Margar af ræðum hans voru þýddar á ensku undir titlinum The Decades. * einni ræðunni segir hann:"Ritningarnar setja fram Krist sem hinn eina meðalgöngxmiann og lausnara... í báð-um þáttum felst sáttar- gjörð(eða friðþæging)." Hann leggur einnig að jöfnu sáttar- gjörð og friðþægingu í eftirfarandi orð- um:"Hann sem er meðalgöngumaður hlýtur einnig að vinna að sáttargjörð eða friði..."14 Siðbótarmenn mótmælenda á !6.öld voru biblíulegir guðfræðingar sem leit- uðust við að varðveita í öllum fræði- legum umræðum endurlausnarboðskap Bibliunnar í heild sinni. Þessi endur- lausnarboðskapur með öllum guðfræði- legum flötum sínum var í augum siðbóta- mannanna tengdur starfi Krists sem prests i hinum himneska helgidómi. □ Tilvitnanir: 1 Luther's Works, vol. 30, p. 236. 5 lbid„ vol. 22. p. 416. » Ibid.. vol. 51, pp. 281, 283. 4 Ibid., vol. 2$. p. 11. 8 Ibid., p. 217. • Luther's Selected Works, vol. 46, p. 94; vol. 41, p. 195; vol. 20, p. 634. 7 Commentary on 1 Tim. 2:6. ■ Commentary on Heb. 10:19. 9 John Calvin, Institutes of the Christian Religion, Vol. III, chap. 20, p. 28. 10 Commcntary on John 5:23. 11 Institutes, Vol. III, chap. 16, p. 16. 12 Commentary on Rom. 8:25; 3:25. 13 Parker Society, pp. 274, 275. 14 The Fourth Decade, Parker Society, p. 214. Öllum þeim sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum, skeytiom og símtölum á 75 ára afmæli mínu í sept. s.l. flyt ég alúðar þakkir. Það er svo hressandi fyrir hina öldnu, þegar munað er eftir þeim. "Og þú mundir eftir mér". Hvatningin: "Huggið, huggið lýð minn, segir Drottinn", á við um hina ungu og þá er náð hafa manndómsárum, svo og hina, sem komnir eru á efri ár. Umhyggja og nærgætni veitir vonarríJca framtíð, þeim er veita og hinum,sem þiggja. Með hugheilu þakklæti og bestu óskum. Sigfús Hallgrxmsson. 16 444444444444** AÐSTOÐ VIÐ MIÐ-AMERÍKURÍKI Vegna fellibyls nýlega í Mið- Ameríku ákvað Norður-Evrópudeildin að leggja fram um 2 milljónir ísl.króna til hjálparstarfsins. Systrafélögin hér lögðu fram í þessa upphæð kr. 100.000 sem er margfalt meira en hlutfall okkar að meðlimatölu. Er þetta bara eitt lítið dæmi um hið stöðuga hjálparstarf sem fram fer allan ársins hring víða um heim.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.