Bræðrabandið - 01.11.1987, Síða 2
I IPPSKERA
Hvíldardagur, 7. nóvember ' J « <~j V « » 90 Þýðandi: Sigurður Bjarnason
UPPSKERA 90
Hlutverk safnaðarins er að vinna sálir
"Segirt þér ekki: Enn eru fjórir
mánuðir, þá kemur uppskeran? En ég
segi yður: Lítið upp og horfið á
akrana, þeir eru hvítir til uppskeru."
Jóh. 4,35.
Enn einu sinni njótum við sjöunda
dags aðventistar um heim allan þess að
sameinast í bæn og helgum hugsunum í
bænaviku.
í ár er efnið "að snerta við hinum
ósnortnu fyrir Guð." í gegnum tíðina
hefur efni bænavikunnar oftast varðað
einhverja þætti persónulegs þroska og
undirbúnings - Biblíunám, bænalíf,
árvekni við að leita ríkis Guðs.
Þessi svið kristilegrar reynslu eru
áríðandi er við störfum með Heilögum
anda í þeirri viðleitni hans að gera
okkur "einhuga í trúnni og þekkingunni
á syni Guðs, (að við) verðum
fullþroska og náum vaxtar takmarki
Krists fyllingar" (Efes. 4,13).
En hið kristna líf tekur ekki
eingöngu til þess að líta inn á við.
Sé Kristur í hjartanu verður það til
þess að við lítum einnig út á við, til
að finna marga aðra sem enn hafa ekki
viðurkennt tilkall Krists til lífs
þeirra.
Á öndverðum starfsferli Jesú flutti
hann lærisveinum sínum myndrænan
boðskap, þar sem hann kenndi þeim að
sannleikanum um guðsríki, sem hafði
vermt hjörtu þeirra, ætti að deila með
öllum - áhrifamönnum og auðugum jafnt
sem fátækum og úrhraki samfélagsins.
Því að svo elskaði Guð...
í þriðja kafla Oóhannesarguðspjalls
lesum við um það, hvernig Nikódemus,
einn af auðmönnum samfélags hans og
áhrifamaður, opnaði hjarta sitt til að
meðtaka orð lífsins. Við hann sagði
Jesú hin vel þekktu orð: "Því að svo
elskaði Guð heiminn, að hann gaf son
sinn eingetinn til að hver sem á hann
trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft
líf"(3óh. 3,16). Guð elskar heiminn.
Ekki bara Gyðinga, ekki bara
Galíleumenn, ekki bara öldungaráðið,
ekki bara þá sem lifa af því að vera
trúræknir eða þá sem nú á dögum
tilheyra vestrænni menningu. Hann
elskar allan heiminn.
í næsta kafla dregur Jóhannes upp
mynd af Jesú þar sem hann nemur staðar
til að hvíla sig við brunn í Samaríu
meðan lærisveinar hans fara inn í
borgina til að kaupa sér mat. Þegar
þeir komu til baka urðu þeir furðu
lostnir þegar þeir fundu Jesú á tali
við Samverja - og það konu meira að
segja! 3esú er samt ekki bara að drepa
tímann. Hann er að veita henni sama
tækifæri og hann gaf Nikódemusi. Það
hlýtur að vera að Guð í sannleika
elski heiminn.
En meðan lærisveinarnir enn eru utan
gátta og reyna að halda ró sinni,
NEALC.WILSON
2