Bræðrabandið - 01.11.1987, Síða 4

Bræðrabandið - 01.11.1987, Síða 4
SÉ KRISTUR í HJARTANU, VERÐUR ÞAÐ TIL ÞESS AÐ FYLGJENDUR HANS LÍTA ÚT Á VIÐ söfnuðinn. í fjórtánda kafla Opinberunarbókar er boðskapur okkar settur fram. Við eigum að prédika hinn eilífa fagnaðarboðskap 3esú Krists, vekja athygli á honum sem skapara og aðvara þá sem afneita forsjón náðar hans um að rannsóknardómurinn standi yfir. Við eigum að kunngera að endurkoma Krists sé nærri, þann boðskap sem er hugstola heimi vonarneisti. Við eigum að boða boðskap englanna þriggja, sem snýst um réttlæti fyrir trú og tekur til réttlætingar og helgunar. Boðskapur okkar er tímabær, hann er sannleikur fyrir þessa tíma og er knýjandi og brýnn. Takmark okkar er ekki bara að bæta nýjum meðlimum á skrá. Okkur er eins innilega umhugað um þá sem eru x söfnuðinum og voru þar, af því við gerum okkur ljóst að óvinur sálnanna lætur einskis ófreistað í viðleitni sinni að hindra frelsunaráform Guðs. Við verðum samfara bæn að sýna umhyggju okkar fyrir þeim sem eitt sinn fögnuðu yfir þeim boðskap sem okkur er svo kær en fylgja okkur ekki framar. Þeir gerðust hálfvolgir, síðan kaldir og hugdeigir, létu oft ginnast af munaði heimsins og áhyggjum. Svo eru þeir sem ekki hafa formlega rofið sambandið við söfnuðinn - þeir sem sennilega finnst þeir vera góðir og gildir meðlimir en vanrækja samt að stunda Biblíunám með andlegum bræðrum sínum og systrum og að hafa samneyti við þau. Sjaldan sækja þeir guðsþjónustu eða hvíldardagsskóla. Við verðum að koma aftur á sambandi við þessa óvirku meðlimi, svo að þeir tilheyri aftur líkama Krists. Við munum þurfa að leggja lykkju á leið okkar til að vinna þá. Hvernig við erum ólík Auk þess sem við prédikum sérstakan boðskap erum við kölluð til að vera sérstakt fólk, "eignarlýður. " Við eigum ekki að vera sérstök í merkingunni skrýtin, heldur sem sérstæð, aðskilin. Við kjósum ekki að vera öðruvísi en aðrir fyrir sérvisku sakir, heldur vegna þess að við kjósum að fylgja Kristi. Þegar heimurinn víkur frá hinni guðlegu fyrirmynd, er það heimurinn sem er úr takti. Þannig er yfirlýst markmið átaksins Uppskera 90 að staðfesta á ný meginreglur og staðal safnaðarins. Þessar meginreglur ummyndast í lífsstíl. Þó að trú okkar snúist ekki um hvað við snæðum, hverju við klæðumst eða hvað við gerum okkur til upplyftingar, getum við ekki neitað því að trú okkar ákvarðar hvernig við breytum á þessum sviðum sem öðrum. Ef við heiðrum Guð sem skapara okkar og óskum að samstarfa með honum að því guðlega markmiði hans að endurreisa í okkur mynd hans, munum við fyrir fyrirheit hans, sem okkur öflug gjörir, megna að halda okkur frá öllum áfengum drykkjum, tóbaki, te, kaffi og öðrum skaðlegum efnum. Sé Heilagur andi, sem í okkur býr, okkur mikils virði, munum við þroska með okkur skart hógværs anda, fremur en að bera ytra skraut úr gulli og silfri, svo sem gimsteinum sett úr, eyrnalokka, hálsfestar , skrauthringa og önnur mannanna verk sem eru til þess gerð að draga athygli að sjálfinu fremur en Kristi. Sé endurkoma 3esú Krists okkur mikils virði, tel ég að við munum verja fjármunum okkar til að flýta fyrir þeim degi, fremur en að nota efni okkar fyrir tímanlegan munað. Loks er það tilgangur Uppskeru 90 að "snerta við hinum ósnortnu fyrir Guð." Þetta er sennilega auðsæjasta markmið Uppskeru 90, þó að það sé ekki endilega hið mikilvægasta. Það er auðmælanlegast. Hin markmiðin voru ekki sett fram bara til að hjálpa til við að snerta við hinum ósnortnu, en þau munu vissulega leiða til þess. Eftir því sem fylgd okkar við Drottin okkar og meistara verður ákveðnari, mun vitnisburður okkar verða æ víðtækari og áhrifameiri. 4

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.