Bræðrabandið - 01.11.1987, Qupperneq 5
Brœðrabandið 11. 1987
UPPSKERA 90 KALLAR Á ENDURVAKNINGU
TRÚARIÐKUNAR Á HEIMILINU OG LIFANDI
SAMBAND INNAN FJÖLSKYLDUNNAR
Þegar við ræðum um hina "ósnortnu",
lítum við lengra en til hinna
nafnkristnu, sem við gjarnan vildum
sjá veita viðtöku öllu fagnaðarerindi
3esú Krists, að meðtöldum boðskap
englanna þriggja í 14. kafla
Opinberunarbókar. Við skynjum ábyrgð
okkar gagnvart milljónum, réttara sagt
milljörðum manna, sem þekkja Krist alls
ekki.
Heimsvíðtækt áform
Þetta er ástæðan fyrir því að við af
festu og einurð erum að þróa
heimsvíðtækt áform, sem við vonum að
geta kynnt heimsfjölskyldu trúaðra
innan tveggja eða þriggja ára. Við
verðum með einhverju móti að finna
leið eða leiðir til að prédika
fagnaðarerindið "öllum heiminum til
vitnisburðar öllum þjóðum", "hverri
kynkvísl, tungu og lýð."
Það er ánægjulegt að sjá hvernig fólk
okkar hefur brugðist við átakinu
Uppskera 90. Ég get ekki flutt ykkur
nýjustu tölur, því að myndin breytist
frá degi til dags. En ég get gefið
ykkur dæmi.
Lítil Samtök í Norður-Ameríku hafa
sett sér það markmið að stofna 30 nýja
•söfnuði og skíra 2000 nýja meðlimi á
fimm ára tímabili Uppskeru 90.
Einungis á sex fyrstu mánuðunum gátu
þau glaðst yfir því að sjá 300 nýja
meðlimi skírða og 10 nýja söfnuði
stofnaða. Samtök í Suður-Ameríku sáu
30 prósent af takmarki fyrsta árs
verða að raunveruleika fyrsta
mánuðinn.
Frá eyjum Suður-Kyrrahafsins berast
fregnir um hvern sigur eftir annan í
sálnavinnandi starfi, sem staðfesta þá
staðreynd, að þetta er sannarlega sú
stund, sem Guð hefur valið til að sýna
kraftaverkamátt sinn og uppfylla
fyrirheitið um haustregnið.
Nýlegar skýrslur frá Lundúnum,
Munchen, La Paz, Kinshasa - stórum
alþjóðlegum miðstöðvum viðskipta,
menningar, bankamála, iðnaðar og
stjórnmálaáhrifa - flytja okkur
fregnir af náð Guðs og mætti, sem
birtist við opinbera prédikun orðsins.
Sú staðreynd að Mið-Ameríkudeildin
hefur nú komist yfir einnar milljónar
markið í meðlimatölu er vottur þess að
armleggur Guðs er voldugur til að
frelsa. Sjúkrahús okkar vildu ekki
verða útundan og þróuðu sérstæðar
aðferðir til að snerta við lífi þeirra
þúsunda sem koma á stofnanir okkar.
Þessar heilbrigðisstofnanir draga úr
fordómum og skapa velvilja og kynna
þannig lækninn mikla sem græðara
hjartnanna. Fyrstu viðbrögð við boðun
frelsandi kærleika Krists í
útvarpsstöð okkar á Guam eyju bera
vott um að Heilagur andi hefur verið
að verki og leitt til þess að viðtækin
hafa verið stillt á rétta bylgjulengd á
réttum tíma.
Sumir söfnuðir vinna að því að
dreifa Veginum til Krists og/eða
Deilunni miklu um heimaborgir sínar.
Aðrir eru að sjá til þess að hvert
heimili fái boð um að hlýða á útvarp
aðventista eða horfa á
aðalsjónvarpsdagskrár okkar, ásamt
áformum um að fylgja á eftir með
opinberum samkomum og fá tækifæri til
að taka ákvörðun. Unga fólkið okkar og
margar af menntastofnunum okkar eru að
skipuleggja eigin útbreiðsluherferðir.
Enn aðrir útbreiða trú sína á opinberan
hátt með sönghópum.
Við þráum daginn þegar "fyrir nafni
3esú, hvert hné beygir sig á himni,
jörðu og undir jörðu og sérhver tunga
játa Guði föður til dýrðar: Oesús
Kristur er Drottinn" (Fil. 2, 10.11).
Hver og einn á sína náðargjöf og
Uppskera 90 skapar aðstæður til að
beina þessum náðargjöfum í einn
höfuðfarveg fyrir Guð. Postulinn Páll
hvatti hinn unga Tímóteus til að
"glæða (með sér) þá náðargjöf", sem
Guð gaf honum (2. Tím. 1,6). Það er
áskorun mín til þín! Skoðaðu akrana
vandlega. Taktu höndum saman með herra
uppskerunnar í ánægjulegustu viðleitni
5