Bræðrabandið - 01.11.1987, Page 8

Bræðrabandið - 01.11.1987, Page 8
Að hafa samneyti við fólk Oesús undirbjó jarðveginn til upp- skerunnar með því að hafa samneyti við fólk, ræða við það um það, sem það þekkti best, borða með því, sofa undir sama þaki og það. Með því að ganga um rykuga vegina í Palestínu og gera sig tiltækan alls konar fólki, ræktaði hann jarðveginn til að fá uppskorið fyrir fagnaðarerindið síðar meir. Hinir ríku voru ánægðir yfir því að geta boðið honum í veislur sínar. Hinum fátæku fannst sér heiður gerður að fá að deila með honum brauði og fiski af því litla sem þeir áttu. 3esús lét sér ekki duga að undirbúa jarðveginn hjá Gyðingum. Hann færði út kvíarnar og hóf að erja jörðina á erlendri grund. Nokkrir útlendingar komu til hans - hundraðshöfðingi, sem átti þjón að dauða kominn (Lúk. 7,1- 10) og Grikkirnir sem vildu hitta meistarann (3óh. 12,20-33). Og til annarra fór Oesús. Hann fór með lærisveinana til Samaríu og vingaðist við fólkið eins og sjá má af sögunni um samversku konuna og sam- ræðurnar í Síkar (Oóh. 4,1-42). Hann fór út fyrir norðurlandamæri ísraels til að veita fönikísku konunni og dóttur hennar von og lækningu (Mark. 7,24-30). Starf hans, sem hófst með vináttu og óx til að vera þjónusta og prédikun, átti sér engin mörk. Þegar Ellen G. White ræddi um aðferð Krists við að flytja gleðitíðindin, sagði hún: "Einungis aðferð Krists mun hafa sannan árangur í för með sér við að ná til fólksins. Frelsarinn hafði samneyti við fólk eins og sá sem vildi því vel. Hann sýndi því samúð, sinnti þörfum þess og vann traust þess. Síðan bauð hann því: "Fylgdu mér" (MH 143). Hve langur tími leið frá því að jarðvegurinn var undirbúinn og þar til er að uppskeru kom, var undir mörgu komið. Sumir þeirra sem Kristur komst í snertingu við tóku ákvörðun með fagnaðarerindinu nær samstundis. Faðir hrjáða sonarins hrópaði: "Ég trúi, hjálpa þú vantrú minni" (Mark. 9,24). Aðrir slógu málinu á frest. Nikódem- us, sem hitti Oesú að næturlagi, gerðist kristinn nógu snemma til að geta boðið fram þjónustu sína við greftrun Oesú (Jóh. 19,39). Margir í viðbót tóku í sig kjark til að taka á móti Kristi opinberlega á hvítasunn- unni, þegar 3000 manns voru skírðir á einum degi (Post. 2,41). Nokkrir þeirra sem 3esús komst í samband við völdu aldrei veginn. Hugsið bara um 3údas. Eitt er samt víst. Ef við væntum uppskeru, verður að fara á undan markvís undirbúningur jarðvegsins. Ef koma á mönnum í lifandi samband við Krist, verður að leggja tíma og áreynslu í að búa þá undir að fagn- aðarerindinu sé sáð í hjörtu þeirra. Líkt og hrísgrjónaplönturnar á hrís- grjónaökrunum, sem bændurnir leggja mikla vinnu og erfiði í að byggja upp, veita vatni á, bera á og plægja. Fáir einstaklingar munu taka ákvörðun með Kristi og söfnuði hans ef jarðveg- urinn er undirbúinn með svipuðu sniði og gert er fyrir kassava. Þegar Oesús var að þýða fyrir lærisveina sína dæmisöguna um ill- gresið á akrinum, sagði hann: "akurinn er heimurinn" (Matt. 13,38). Oesús gaf út starfsskipan sína, Leiðbeiningar um að flytja "öllum heiminum" (Mark. 16,15; sbr. Matt. 28,19) boðskap kærleika og hjálpræðis. Hann til- greindi meira að segja landfræðileg mörk: Oerúsalem, Oúdeu, Samaríu og ystu endimörk jarðarinnar (Post. 1,8). Jóhannesi var sýnt, að fagnaðar- erindið yrði prédikað "hverri þjóð, kynkvísl, tungu og lýð" (Op. 14,6). Það þýðir að okkar, sem höfum tekið í arf tilskipun Krists, bíður mikill jarðvegur - og margs konar - til að undirbúa svo að við fáum fullnað hlutverk okkar að færa inn kornknippin við uppskeruna. Fjöldi múslíma í heiminum er í dag talinn að vera meira en 800 milljónir. Naumast er hægt að segja, að Kínverj- ar, sem eru um 1 milljarður, hafi komist í snertingu við fagnaðarerind- ið. Að ná til ættbálkanna í Amason dalnum, sem eiga ekki ritmál og hafa gildi gerólík kenningu Krists, mun kosta mikið erfiði og fjármagn. í daglegu lífi hefur samt hver safnaðarmeðlimur margvísleg tækifæri til að undirbúa jarðveginn fyrir sáningu fagnaðarerindisins. Ungir sem gamlir, menntaðir sem ómenntaðir, vel efnaðir sem fátækir - eru allir umkringdir fólki, sem þarf að undirbúa 8

x

Bræðrabandið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.