Bræðrabandið - 01.11.1987, Síða 11

Bræðrabandið - 01.11.1987, Síða 11
Brœðrabandið 11. 1987 berjast við að halda efnahagslífinu á réttum kili. Fjölskyldulífinu er ógnað. Og svo hangir auðvitað alltaf yfir hættan af kjarnorkuvá. Þannig getum við haldið áfram að telja upp. í dag þarfnast Guð frekar en nokkru sinni fyrr, helgaðra fylgjenda til að útbreiða boðskap englanna þriggja. Um aldamótin sagði Ellen White: "Heimur- inn þarfnast starfsmanna sem eru reiðubúnir til að starfa eins og Kristur starfaði fyrir þjáða og synduga. Það þarf sannarlega að ná til mannfjöldans. Heimurinn er fullur af sjúkdómum, þjáningum, böli og synd. Hann er fullur af þeim sem þarfnast þjónustu - hinum veiku, hjálparvana, fáfróðu og siðspilltu" (sama bók). Guð hvetur hvern fylgjanda sinn til að taka persónulega þátt í því að deila fagnaðarerindinu með öðrum og vitna, í því að sá sæðinu fyrir uppskeruna! Þó að marga langi til þess er oft spurt: Hvernig get ég gert það? Hvernig get ég á' virkan hátt aðstoðað við að sá sæðinu og uppskera sálir? Svarið? Fylgið fordæmi hins mesta mannaveiðara sem heimurinn hefur þekkt - 3esú Krists. í Matt. 9,35-38 setti 3esús fram þrjár eilífar meginreglur varðandi það að sá sæðinu fyrir uppskeruna og sálnavinnandi starf, sem eru í fullu gildi í dag, rétt eins og nýjustu rannsóknir varðandi safnaðar- vöxt. Reyndar eru meginreglur þessar grundvöllur allra sannra aðferða. Við getum orðið virkir vottar og manna- •veiðarar fylltir Andanum. 1. Með þvx að biðja Oesús sagði lærisveinum sínum að biðja um verkamenn. Guð hefur kosið að hefjast handa sem svar við bæn. Kristur vissi einnig að hver sem biður einlæglega um uppskeru og verkamenn, mun vera til taks að uppfylla þörfina sjálfur. Nýja testamentið sýnir að bæn er nátengd sálnavinnandi starfi og umhyggju fyrir sálum. Kirkjan bað fyrir trúboðum sínum (Post. 13,3) og trúboðarnir báðu fyrir kirkju sinni (Róm. 1,9; Efes. 1,16). Vissar blessanir og árangur veitist aðeins fyrir einlæga og sérstaka bæn. Þetta er vel skýrt í sögunni um Bartímeus blinda (sjá Mark. 10,46-52). Kristur spurði hann: "Hvað vilt þú að ég gjöri fyrir þig?" Bartímeus svaraði: "Rabbúní, að ég fái aftur sjón" (51. vers). Eftir að hafa beðið, hlaut Bartímeus lækningu. Oft hljótum við ekki þann árangur, sem við væntum, í sálnavinnandi starfi, af því að við biðjum ekki um hann (sjá 3ak. 4,2). Við ættum að fara fram á uppfyllingu á fyrirheiti Guðs og biðja daglega fyrir einhverjum í fjölskyldunni, ættingja, vini eða kunningja. Biðjið Guð að endurfæða þann einstakling fyrir kraft Heilags anda og með ykkar samvinnu. Hvað sem til þarf - tíma, peninga, áhrif - þá verðum við að vera fús að láta það í té, ef við viljum að bænir okkar séu kröftugar. 3. Oswald Sanders setti það vel fram: "Það er ljóst að sönn bæn er erfið andleg iðkun, sem krefst rækilegrar andlegrar ögunar og einbeitingar." Auk þess að vera forréttindi, er bænin vinna. Og við verðum að vera öll í henni, ef við viljum vænta árangurs. Þegar við því biðjum um verkamenn og uppskeru, ættum við einnig að biðja fyrir okkur sjálfum, að Guð geri okkur hæf ker til vitnisburðar. 3esú sagði eitt sinn við konu eina: "Hver sem drekkur vatnið, sem ég gef honum, mun aldrei þyrsta, heldur mun vatnið, sem ég gef honum verða í honum að lind, sem sprettur upp til eilífs lífs" (3óh. 4,14). 2. Með því að tala Þeir sem starfa við uppskeruna verða að vera fúsir til að segja gleðitíð- indin um það sem Guð gaf í Kristi. Og málið er alger vitnisburður sem tekur bæði til orða og athafna. Að segja eitt og gera annað er hræsni. Sagt hefur verið að vitnisburður sé það að "einn betlari segi öðrum betlara hvar brauð sé að finna." Rétt er það. En það er líka rétt að vitnis- burður betlarans verður áhrifaríkastur þegar hann er vel nærður sjálfur. Bruce Larson segir frá því, hvernig hann skýrir fyrir öðrum frelsandi náð Krists í lífi sínu: "í mörg ár starfaði ég í New York borg á skrifstofu minni við ráðgjöf fyrir fólk sem glímdi við ákvörðun, já eða nei. Oft stakk ég upp á því við ráðþega mína, að við gengjum 11

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.