Bræðrabandið - 01.11.1987, Side 12
saman frá skrifstofu minni niður að RCA
byggingunni á fimmtu tröð. í fordyri
þeirrar byggingar er risastór stytta
af Atlasi, fallegum manni sem sam-
svarar sér vel, með alla vöðva spennta
og heldur heiminum á öxlum sér. Þarna
er hann, sterkbyggðasti maður heims, og
hann getur naumast staðið undir þessari
byrði. 'Þetta er ein leið til að lifa,'
var ég vanur að segja við félaga minn,
' að reyna að bera heiminn á herðunum.
En komdu nú yfir götuna með mér.'
Hinum megin fimmtu traðar er dóm-
kirkja heilags Patreks og þar á bak við
háaltarið er lítil stytta af Desú sem
dreng, sennilega 8 eða 9 ára gömlum,
þar sem hann heldur á heiminum áreyn-
slulítið með annarri hendi. Þar með er
fengið skýrt dæmi um það sem ég vildi
taka fram."
Vitnisburður okkar ætti að líða fram
frá daglegri reynslu okkar með Kristi
en hvorki að vera þvingaður fram né
uppspunninn. Starfandi söfnuður er
vaxandi söfnuður. Og það að hjálpa
öðrum er einmitt það sem við þörfnumst
til að vaxa sjálf andlega.
í Post. 1,8 er vikið að ábyrgð hins
kristna varðandi það að vitna og í 1.
Pét. 3,15 er þess enn fremur getið að
við ættum að vera vel að okkur og
skynsamleg í vitnisburði okkar: "En
helgið Krist sem Drottin í hjörtum
yðar. Verið ætíð reiðubúnir að svara
hverjum manni sem krefst raka hjá yður
fyrir voninni, sem í yður er. En
gjörið það með hógværð og virðingu".
Auk þess að vera stefnuföst í því að
bera vitnisburð okkar fram í mæltu
máli, sem við getum gert heima, í
vinnunni, á samfélagsstundum og í
kirkjunni, skulum við einnig ganga enn
lengra með máli okkar. Við skulum
einnig kenna orð Guðs (sjá Matt.
28,19.20; Kól. 3,16) auk þess sem við
hjálpum öðrum að hlýða því.
3. Með því að fara
Kristur sagði, að við ættum að biðja
Drottin "að senda" verkamenn (Matt.
9,38). Bókstaflegri þýðing væri að
"þrýsta út" verkamönnum. Orðið gefur
til kynna eitthvað knýjandi, sem rekið
sé sterklega á eftir. Með þörf mannkyns
í huga og hve áliðið er, ættu verka-
mennirnir að ganga fram með atorku.
Þessi hugsun er enn fremur sett fram
af Kristi í starfsskipuninni miklu
(Matt. 28,19.20). í gríska textanum er
sögnin sem þýdd er "farið" í lýsingar-
hætti, "farandi", eða "um leið og þið
farið." Með öðrum orðum eigum við að
vera í því að vitna og vinna sálir
hvar sem við erum í heiminum. Við
eigum ekki bara að vitna öðru hvoru,
heldur eigum við að vera að hafa áhrif
á aðra, hvað svo sem við annars erum
að gera og hvar sem við erum.
Svo að áskorunin sem bíður lærisveina
Krists er ekki endilega sú að fara
erlendis til trúboðsstarfa. Frekar er
það að leiða aðra til Krists. Við ættum
að fylgja Páli: "Verið eftirbreytendur
mínir eins og ég er ef tirbreytandi
Krists" (1. Kor. 11,1).
Hver trúaður maður verður að svara
óhjákvæmilegri spurningu. Er ég vegna
kærleika Krists fús að helga mig á ný
því að frelsa sálir með því að biðja,
tala og með því að fara?
Spurningar til umræðu
1. Hvaða tvö dæmi tók Oesú til að sýna
fram á trúarlega þörf fólksins á hans
tímum?
2. Kemur ykkur til hugar nokkurt dæmi
úr samtímanum, sem sýnir þörf manna og
kvenna í dag?
3. Er það mögulegt að svarið við bænum
okkar nái einnig til okkar? Hvernig?
4. Hvað felur það i sér "að tala"
fyrir Krist?
5. Hvernig "förum" við fyrir Krist?
12