Bræðrabandið - 01.11.1987, Side 17
Brœðrabandið 11. 1987
ÓSKYNSAMLEGT VÆRI AÐ FARA AÐ HIRÐA, ÁÐUR
EN ÁVÖXTURINN ER KOMINN í LJÓS, ÞVÍ AÐ
ÞÁ ER UPPSKERAN EKKI FULLÞROSKA
lesum skýrslur um það að vaxandi
fjöldi ungbarna í Kristi hverfur frá,
stundum allt að því 40 eða 50 af
hundraði. Hví skyldi nokkur vilja
fara? Hvað fór úrskeiðis? Getum við
gert eitthvað í málinu? Er undir-
búningur ónógur?
í kærleika sínum hefur Guð gefið
okkur leiðbeiningar um það hvernig búa
megi einstaklinginn undir þennan
mikilsverða atburð sem skírnin er.
Hugleiðum hið sanna hlutverk fólks
hans.
Sem byggingarlóð
Nýja testamentið skoðar söfnuð Guðs
sem byggingu, musteri. Grunnur þess er
verk spámanna og postula, en Oesús
Kristur, bjarg aldanna er aðalhyrn-
ingarsteinninn. Guðs fólk vinnur að
því að byggja á þessum grunni. Sérhver
meðlimur safnaðar Krists verður steinn
í þessu vaxandi musteri. (sjá Efes.
2,20-22.)
Steinarnir í musteri Guðs eru hver
öðrum ólíkir og dýrmætir. Þeir eru
"lifandi steinar" (1. Pét. 2,5). Þeir
eru ekki aðeins hluti musterisins
heldur eru þeir einnig hjálplegir við
að leiða inn nýja steina í þetta
stórkostlega musteri. Nýju steinarnir
eru nýkristnir menn höggnir út úr
steinnámu heims í uppreisn.
Bygging musterisins er ekki handa-
hófsverk. Til að tryggja að vel gangi
hefur Guð sett byggingarreglur. Hvert
frávik frá ráðleggingum hans mun leiða
til vonbrigða.
Byggingameistar inn segir: "Gætið að
hvernig þið byggið og hvaða efni þið
notið. Fyrr eða síðar munu það koma í
ljós, hversu gott verk þið hafið
unnið. Það hefur mest að segja að
leggja til musterisbyggingarinnar
efni, sem stenst eldsins tönn-
raunir, freistingar, átök, erfiðleika
og vonbrigði - sem óvinur sálnanna
færir með sér."
Við getum verið þess fullviss, að
"hinn kristni maður, sem setur trúlega
fram orð lífsins, leiðir menn og konur
á veg heilagleika og friðar, kemur með
í grunninn efni, sem mun standast og í
guðsríki mun honum hlotnast heiður sem
vitur byggingamaður" (AA598).
Texti okkar í dag upplýsir okkur svo
að við getum metið, hvort byggingar-
efni okkar er í samræmi við byggingar-
staðal Guðs. Með því að nota enn aðra
líkingu, dæmisöguna um uppskeruna,
bendir Oesús á hvenær efnið, kornið,
hefur náð réttum gæðum.
Þýðingarmikil spurning
Hér er þýðingarmesta spurningin
þessi: "Hvenær er kornið tilbúið til
uppskeru?" Svar Biblíunnar er einfalt:
"Þegar kornið er fullþroskað." Þá kemur
sjálfsögð spurning: "Hvernig vitum við,
hvenær það er fullþroskað eða hvernig
má meta þroska þess?" Drottinn gefur
okkur viðmiðun til að skera úr um
gæði byggingarefnisins, hversu þroska
uppskerunnar er háttað eða hvort
nýkristnir eru tilbúnir til að láta
skírast.
í fagnaðarerindinu kemur í ljós að
kornið þroskast fyrir sameiginleg
áhrif þess að hlýða á orðið, veita því
viðtöku og bera ávöxt (Mark. 4,20).
Þessi þríþætta reynsla, viðmiðunin um
þroskann, ætti að vera til staðar áður
en skírn fer fram. Oft er það að menn
hlýða á orðið og jafnvel veita því
viðtöku. En það væri óskynsamlegt að
fara að hirða, áður en ávöxturinn
kemur í ljós, því að þá er uppskeran
ekki fullþroskuð. Hjartað þarf að koma
til skjalanna. "Þegar hjartað hefur
veitt sannleikanum viðtöku sem sann-
leika, hefur samviskan tekið hann til
athugunar og hann hrifið sálina með
hinum hreinu meginreglum sínum.
Heilagur andi gróðursetur hann í
hjartanu og opinberar huganum fegurð
hans, svo að ummyndandi máttur hans
megi koma í ljós í lunderninu" (Ev291).
Skortur' á að búa fólk nægilega vel
undir skírn hefur verið orsök veikleika
og fráhvarfs í söfnuðinum.
17