Bræðrabandið - 01.11.1987, Side 28

Bræðrabandið - 01.11.1987, Side 28
FÓLK GUÐS VERÐUR AÐ LEITAST VIÐ AÐ VERA SAMHUGA vera samhuga, hafa sama kærleika, einn hug og eina sál. Gjörið ekkert af eigingirni eða hégómagirnd. Verið lítillátir og metið aðra meir en sjálfa yður. Lítið ekki aðeins á eigin hag, heldur einnig annarra. Verið með sama hugarfari sem Oesús Kristur var" (Fil. 2,1-5).... Hér eru dyggilega dregnar upp trúarlegar skyldur okkar, hvers til annars. Prófið og mælisnúran á sanna trúarreynslu og helgun fyrir sann- leikann er skilgreind skýrum stöfum. Athafnir okkar verða við öll tækifæri að vera mótaðar eftir hinni guðlegu fyrirmynd. Kenning orðsins er skýr og skilmerkileg varðandi þann kærleika, sem við ættum að rækta með okkur hvert til annars. Kærleikur Krists í hjartanu verður sem himinninn. Hin mikilfenglegu sannindi Biblíunnar eiga að vera brauð fyrir okkar andlega líf. Fyrir hinn lífgefandi mátt sinn leiðir súrdeig sannleikans allan huga okkar, sál og kraft til fullkomins samræmis við hið guðlega líf. Það eru mikilfenglegar meginreglur settar okkur fyrir sjónir í orði Guðs. En ekki á að skoða þær svo hreinar og heilagar, að ekki megi færa þær inn í dagleg störf. Með því að veita Kristi viðtöku sem persónulegum frelsara verða hinir dýrmætu gimsteinar, sem orð Guðs hefur að geyma, okkur gull- strengir, sem tengja okkur við Krist og við hvert annað. Með því að elska hvert annað eins og Kristur hefur elskað mannkynið, hljótum við helgun sálar- innar og öðlumst þá trú, sem starfar í kærleika og hreinsar sálina. Þegar súrdeig sannleikans er sett í hjartað, tekur það til sín alla hæfileika huga og sálar. Það kemur nýju eðli inn í mannshjartað, svo að náð Krists vex æ meir. Við ættum að læra utanbókar tólfta og þrettánda kafla fyrra Korintubréfs, rita þá í huga og hjarta. Guð hefur, fyrir þjón sinn, Pál, lagt fyrir okkur þetta efni okkur til íhugunar og þeir sem njóta þeirra forréttinda að vera leiddir saman í söfnuð munu vera sameinaðir af skilningi og skynsemi • • • • Súrdeigið í hjartanu Þegar súrdeig sannleikans er fólgið í hjartanu, verður það mikilvægur gerjunarkraftur, sem færir til samræmis við sig alla hæfileika mannverunnar. Huga, tilfinningum, hvötum - öllum hæfileikum - verður snúið til Guðs fyrir sannleikann. Og sami Andinn verkar á alla. Því að Guð er ekki Guð sundrungar, heldur friðar. Sannindi Guðs orðs miða öll að einni mikil- fenglegri og hagnýtri þörf - aftur- hvarfi sálarinnar fyrir trú. Þegar hinn trúaði er sameinaður Kristi, birtist sú trú í heilögu lunderni, í því að hlýtt er staðfast- lega hverju orði sem fram gengur af munni Guðs. Sannindi þau, sem við meðtökum í orði Guðs, eru sannindi sem ná til himins og umlykja eilífðina og samt má vefa þessi mikilvægu sannindi inn í mannlegt líf. Áhrif orðs Guðs eiga að verka helgandi á ræðu okkar, athafnir og samband við hvern einstak- ling £ fjölskyldunni og við ókunnuga. Súrdeig sannleikans verður að ná tökum á skapi okkar og röddu. Á heimili okkar og í söfnuðinum eru mál sem talin eru "smámunir", en allir þessir smámunir hafa miklar afleiðingar í för með sér. Það eru "smámunirnir", sem aga sálina og búa menn undir að koma fram af hógværð við mikil ábyrgðarstörf. Sem meðlimir hinnar konunglegu fjölskyldu erum við bundin alvarlegum sáttmála við Guð til að upphefja og stuðla að guðhræðslu í söfnuðinum. Illar hugsanir og illt umtal, sem er iðkað, er illgresið, sem sáð var meðal hveitisins. Það eru einstaklingar, sem eru orðnir safnaðarmeðlimir, sem eru stöðugt við það heygarðshornið að vega og meta skapgerð manna. Þeir halda að þeir geti mælt réttilega hvatir annarra og sjá margt sem er ósatt. Þeir fella dóm sinn en þeir eru nærsýnir og sjá ekki rétt. Þeir eru algerlega fákunn- 28

x

Bræðrabandið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.