Bræðrabandið - 01.11.1987, Blaðsíða 33

Bræðrabandið - 01.11.1987, Blaðsíða 33
því að sýna hann í lífi þínu. Hvar sem þú ert getur þú verið eftirbreytandi Oesú Krists, undirbúið veginn svo að aðrir geti kynnst honum og lært að elska hann eins og þú gerir. * Mánudagur, 9. nóvember JÓHAJNNESOG FÓLKTOÍ TRJÁNUM Oóhannes arkaði eftir stígnum, sem aldrei virtist ætla að enda. "Þorpið hlýtur að vera nærri," sagði hann með sjálfum sér. "Ég hef verið á gangi klukkustundum saman. Hversu mörg fjöll hef ég farið yfir?" Oóhannes var orðinn dauðþreyttur, þyrstur og svangur. Hvar var þorpið? Og áfram hélt hann. Það var heitt og mollulegt. Oóhannes var rennsveittur. Laufin bærðust ekki á trjánum. Litskrúðugir fuglar kölluðu hver á annan. Þegar Oóhannes kom fyrir beygju á veginum kom þorpið loks í ljós. En hvað það var skrýtið. Allir kofar voru byggðir uppi í trjám! Hvers konar fólk er þetta? hugsaði hann með sjálfum sér. Mun ég geta talað við þau? Munu þau bjóða mig velkominn eða reka mig á brott? "Kæri Oesús," bað hann. "Ég er kominn þessa löngu leið til að kenna þessu fólki. Viltu hjálpa þeim að bjóða mig velkominn." Oóhannes gekk inn í þorpið. Allt var hljótt. "Selamat Sore!" kallaði hann sem kveðju. Það heyrðist ekkert svar, svo að hann kallaði aftur. Enn kom ekkert svar. Þá tók Oóhannes eftir hreyfingu bak við tré. Tvö lítil andlit gægðust fram sitt hvoru megin við tréð og horfðu á Oóhannes. Hann talaði til þeirra en þau gátu ekki skilið hann. Hvað gat hann gert? Oóhannes brosti breitt til drengjanna Brœðrabandið 11. 1987 tveggja. Það skildu þeir og brostu breitt til baka. Þeir störðu hvor á annan, brosandi. Loks sneri annar drengjanna sér við og hljóp inn í skóginn. Hinn drengurinn færði sig nær. Honum fannst Oóhannes vera undarlegur útlits. Hann klæddist skrýtnum fötum. Ungi drengurinn kom nógu nærri til að geta snert föt Oóhannesar. Þau voru undarleg viðkomu. Hann hafði aldrei séð neitt því líkt. Brátt heyrði Oóhannes í þorpsbúum þegar þeir komu heim af ökrunum. Hvernig skyldu þeir taka á móti honum? hugsaði hann sér. Mundu þau vera vingjarnleg við hann? Á morgun munum við ljúka við söguna um Oóhannes, indónesískan nemendatrú- boða frá Mount Klabat skóla og hvernig hann svaraði kalli Guðs um að "senda verkamenn" til uppskerunnar (Lúk. 10,2) með því að segja trjábúum á eyjunni Sulawesi í Indónesíu frá Oesú. * Þriðjudagur, 10. nóvember VERÐA ÞORPSBÚAR VEVSAMLEGIR? Við skildum í gær við Oóhannes einmitt þegar hann var að hitta trjáfólkið í Sulawesi. (Við köllum þau trjáfólkið af því að þau byggja kofa sína hátt í trjánum til að halda sig frá öndum jarðarinnar.) Þorpsbúar voru nýkomnir af ökrunum til að heilsa nýja kennaranum sínum. Skyldu þeir verða vinsamlegir? hugsaði hann með sér. Þeir töluðu allir samtímis. Oóhannes gat ekki skilið orð af því sem þeir sögðu. Þá kom gamall tannlaus afi til Oóhannesar og brosti breitt til hans. Hvílík huggun, hugsaði Oóhannes. Hann er vinsamlegur. En Oóhannes gat ekki T 33

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.