Bræðrabandið - 01.11.1987, Blaðsíða 35

Bræðrabandið - 01.11.1987, Blaðsíða 35
Brœðrabandið 11. 1987 Stefán sá að dagskrá hvíldardagsskóla unglinga var öðruvísi en hann hafði búist við. Þegar kennarinn kynnti hann fyrir deildinni, var hann feiminn. En unglingarnir í deildinni voru vingjarn- legir og það fannst Stefáni gott. Á5ur en dagskránni lauk, bauð deildin Stefáni að koma aftur næsta hvíldardag. Hann var feginn af því að honum fannst söngvarnir skemmtilegir og langaði til að læra fleiri. Dag einn spurði Villi frændi: "Stefán, vilt þú læra við aðventskóla?" Þá varð Stefán mjög feginn. Þá gæti hann farið í kirkju á hvíldardögum og vinir hans mundu ekki hlæja að honum. Mörgum dögum síðar fór Villi frændi með Stefán í aðventskólann og hjálpaði honum að koma sér fyrir á heimavist- inni. í skólanum lærði Stefán margt um Biblíuna, sem hann hafði ekki vitað áður. Hann lærði um hvíldardaginn, um það að halda líkama sínum hreinum og heilbrigðum og líka um Anda spádóms- ins. Stefán hélt áfram að læra mikið og þar kom að hann ákvað að láta skírast inn í aðventsöfnuðinn. Stefán ákvað að gerast prestur. Hann varð að ferðast langan veg að heiman til að læra við Mount Klabat skólann í Indónesíu. í maí 1986 lauk Stefán prófi frá skólanum. Hann hafði ekki séð foreldra sína í sex ár og hann var spenntur að komast heim. Hann langaði að segja fjölskyldu sinni frá Oesú svo að þau yrðu líka sjöunda dags aðvent- istar. Saga Stefáns sýnir okkur að það að vitna um Oesú tekur aldrei enda. Það gengur frá einu stiginu til annars- að undirbúa jarðveginn, sá sæðinu, vökva það og uppfóstra og að lokum kemur uppskeran. Þá byrjar hringferðin aftur, hringurinn endar aldrei. * Fimmtudagur, 12. nóvember AÐ BIRTA KÆRLEIKANN í seinna heimsstríði sigldi stórt herskip inn í hina fallegu Kyrrahafs- höfn eyjunnar Guam. Um borð í skipinu ■ var lyfjafræðingur í þjónustu sjóhers- ins, aðventisti að nafni Henry Metzker. Fyrsta hvíldardagsmorguninn í höfn fór Henry í gönguferð ásamt nokkrum vinum sínum. Henry var að leita að kirkju eða að minnsta kosti einhverjum aðventistum. Þeir spurðust fyrir þar til þeir fundu einhvern sem stakk upp á því að þeir töluðu við þingmann Guam eyju, Manual Ulloa. Brátt voru þeir komnir að heimili Ulloa. Frú Ulloa svaraði þegar þeir börðu að dyrum og þeir spurðu hana hvort hún vissi hvar finna mætti sjöunda dags aðventista. Hún hafði aldrei heyrt aðventista getið, en hún virtist hafa áhuga á að heyra meira um þá. Svo að Henry fór að útskýra Biblíuna og trúarskoðanir aðventista. Það leið ekki á löngu þar til þau voru farin að lesa Biblíuna saman í hverri viku. Dag einn veiktist eitt barn Ulloa hjónanna. Þar sem Henry vann á her- sjúkrahúsi, gat hann nýtt þekkingu sína og þjálfun til að hjálpa barninu til að ná sér aftur. A5rir í fjöl- skyldunni reyndust ekki sérlega heilsugóðir heldur, svo að Henry tók til við að fræða þau um heilsusamlegt líferni. Sumir af vinum frú Ulloa fóru að taka eftir breytingu á fjölskyldunni og fengu áhuga á að vita hvað ylli breytingunni í lífi þeirra. Það leið ekki á löngu þar til Biblíunámshópur- inn tók að stækka. Henry stofnaði, ásamt vinum sínum, litla heilsugæslu- stöð til að hjálpa eyjafólkinu að lifa heilsusamlegar. Fólkið kunni að meta umhyggju þá sem þessir sjóliðar sýndu því. Þar kom að því að Ulloa fjölskyldan vildi hljóta skírn sem sjöunda dags aðventistar. En það var enginn prestur á Guam til að skíra þau og þar sem stríðið var í algleymingi virtist ekki vera líkur til að svo yrði. Um það leyti fékk Henry að vita að hann yrði sendur frá Guam. En hann vildi ekki fara fyrr en Ulloa fjöl- skyldan hefði hlotið skírn. Hann fór að 35

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.