Bræðrabandið - 01.11.1987, Síða 36

Bræðrabandið - 01.11.1987, Síða 36
biðja þess innilega að prestur kæmi áður en hann hyrfi á braut. Þau tíðindi bárust að prestar tveir, sem ynnu fyrir bandarísk stjórnvöld, væru á leið til 3apan og áformuðu að stansa á Guam eyju. Allir voru spenntir. Nú yrði hægt að hafa skírn. Dagurinn rann upp þegar flugvélin átti að koma. Þarna kom hún og bjó sig til Lendingar. Þegar hún var lent, gekk flugmaðurinn inn í farþegarýmið og sagði farþegunum að stansað yrði í tvær klukkustundir til að taka eldsneyti. Tvær stundir! Prestarnir urðu fyrir vonbrigðum. Henry yrði vonsvikinn. Ulloa fjölskyldan yrði vonsvikin. Það yrði enginn tími fyrir skírn. Meðan farþegar stöldruðu við í flugvélinni, bárust fréttir af hvirfil- vindi, svo að vélin þurfti að bíða á Guam þar til hann væri farinn hjá. Prestarnir voru fegnir. Þeir fóru að svipast um eftir Henry og Ulloas fólkinu og fóru að leggja áform fyrir skírnina. Ulloa hjónin, fimm börn og frændi þeirra voru skírð þennan dag. f dag eru á Guam eyju 10 söfnuðir með 1833 meðlimum. Stór heilsugæslustöð og tannlæknastofa þjóna eyjaskeggjum. í Lúk. 19,10 segir að Oesús hafi komið að leita að hinu týnda og frelsa það. Hann hafði samúð með þeim sem þekktu hann ekki. Oesús hafði alltaf áhuga á allri mannverunni. Hann annaðist um sjúka og vildi gefa þeim heilsuna aftur. Henry Metzker þekkti Krist og hann lét kærleika hans birtast i lifi smu. * Föstudagur, 13. nóvember ÞÚGETUR BREYTT UMHVERFI ÞÍNU Eins Lengi og ég get munað hef ég verið kailaður Eiríkur sLæmi. Nei, ég heiti nú ekki slæmi en ég er bara kallaður það. Ég heiti nú samt tveim nöfnum en seinna nafnið er nú eigin- Lega 3ón. En enginn virtist vita að ég héti annað en siæmi. Ég var nefniiega hrekkjusvín. Ég var aiitaf skítugur í framan, í rifnum fötum, viðhafði ljótt orðbragð og var jafnan neikvæður. Engin af mæðrum krakkanna í hverfinu gat þoiað mig. Þær Leyfðu mér ekki að koma inn á lóðina hjá sér. Ég mátti ekki leika mér við krakkana þeirra. En sumar kenndu í brjósti um mig. Stundum var mér meinilla við meðaumkun þeirra. Gat fólk ekki skilið, að ég hafði tilfinningar? Gat það ekki skilið að ég var persóna? Við vorum bara tvö, ég og mamma. Pabbi hafði farið frá okkur, áður en ég gat munað eftir mér. Einu sinni átti ég lítinn bróður en hann hafði verið tekinn í fóstur af öðrum og ég sá hann aldrei eftir það. Það var því bara ég og mamma. Það var alveg sama hvað ég reyndi að vera ekki fyrir henni, þá virtist ég alltaf vekja hana þegar ég var að reyna að finna til eitthvað að borða eða þegar ég var að kveikja á sjón- varpinu. Þá var hún vön að arga á mig eða berja mig. Það var sko þannig að mamma drakk heilmikið. En mér þótti afar vænt um hana. Þegar ég byrjaði í skólanum varð ég að sækja sérkennslutíma. Ég tók ekki sérlega vel eftir og lærði aldrei undir þá. Einu sinni fékk ég glóðar- auga og ég vissi að allir mundu hlæja að mér, svo að ég fór ekki í skólann. Mamma ýtti mér út um útidyrnar en ég hljóp aftur fyrir hús og beið þar til hún var komin upp í rúm aftur. Þá skreið ég aftur upp á loft í herbergið mitt. Ég hefði sennilega komist upp með þetta ef skólastjórinn hefði ekki farið að undrast um mig og hringt í mömmu. Næsta morgun fór hún því með mig í skólann. Ég reyndi að streitast á móti en hún tók í eyrað á mér og var nærri búin að slíta það af. Henni var alveg sama þótt við værum klukkustund 36

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.