Bræðrabandið - 01.11.1987, Page 37
Brœðrabandið 11. 1987
of snemma.
Ég varð að bíða úti á leikvelli og
mér var orðið hrollkalt. Ég var bara í
þunnri skyrtu og buxum. Ég fékk slæmt
kvef þennan morgun. Ég varð sárlasinn.
Tveim dögum síðar sendi kennarinn mig
heim með 39 stiga hita.
Þegar ég var búinn að ná mér aftur
var mamma búin að gleyma því að ég
hafði skrópað í skóla og fór ekki með
mér lengur. Hvað sem því leið, þá
komst ég að þeirri niðurstöðu að betra
væri að að fara í skólann en vera heima
og þurfa að hlusta á allt rausið og
rifrildið í henni eða að horfa upp á
hana liggja í sófanum með vínflösku
sér við hlið.
Einhvern veginn lifði ég af þessi
erfiðu ár. Þegar ég eltist lærði ég
hvernig ætti að halda sér hreinum og
að vita hvort ég væri búinn að þvo
mér í framan og greiða mér. Ég lærði
meira að segja hvernig nota á þvotta-
vél svo að ég gæti haldið buxunum mínum
og skyrtunni hreinni. Sumt var nú
krumpað en það var að minnsta kosti
hreint.
Þú gerir allan gæfurauninn
Þannig er saga Eiríks. Það er
sennilega ekki svona heima hjá þér. En
það er samt sennilega eitthvað sem þú
vildir hafa öðruvísi en það er. Hvaða
breytingar heldur þú að sköpuðu meira
ástríki, meiri umhyggju heima hjá þér
og gerðu heimili þitt líkara því sem
Guð ætlaðist til að það væri?
Þegar þú ert búinn að hugsa þér
hvaða breytingar þyrfti að gera,
skaltu hefjast handa að koma þeim í
kring. 3á þú, ekki mamma, ekki pabbi,
heldur þú. Þú getur gert allan gæfumun-
inn.
Karl hafði doktorspróf í enskum
bókmenntum. Hann vildi ekki kenna
ensku svo að hann hætti því og gerðist
póstmaður, fór að bera út póst. Vinur
hans einn var að tala við hann um starf
sitt þegar Karl kom með undarlega
athugasemd. "Ég er ömurlegur póst-
maður," sagði hann við vin sinn.
Vinur hans var yfir sig kominn af
undrun. "Af hverju," spurði hann.
"Allir eru búnir klukkan eitt,"
sagði Karl við hann. "Ég klára klukkan
hálf sex."
"Af hverju?" spurði vinur hans.
"Ég heimsæki fólkið," svaraði Karl.
Karl afhenti póstinn á þann hátt að
um gagngera breytingu var að ræða
fyrir fólkið í hverfinu. Hann heim-
sótti einmana ekkjur, veitti ráð
unglingum í vanda og gerði að gamni
sínu við gamla menn.
Og vegna þess að Karl var óvenju-
legur póstmaður gerði fólkið nokkuð
óvenjulegt fyrir hann. Það tók leik-
fimissal á leigu og hélt honum afmælis-
veislu. Vinir Karls höfðu aldrei heyrt
um neinn annan póstmann eins og Karl
sem var jafn elskaður af fólkinu sem
hann vann fyrir.
Karl var að breyta umhverfi sínu, að
breyta lífi fólks, snerta við lífi
þess þar sem það var, hafa eitthvað að
segja í lífi þess. Sá maður sem bar út
póst eins og desús hefði gert það, var
verkfæri Guðs. Og hann var að breyta
umhverfi sínu. Þú getur það líka. *
37