Bræðrabandið - 01.11.1987, Page 38
Hvíldardagur, 14. nóvember
SÖNGUR
ENGLAVÆNGS
Litla kirkjan ómaði af kröftugum
söng:
Viltu lifa og líða með 3esú?
Viltu leiða frá glötun og neyð
þá sem ráfa í syndanna sorta,
benda sálum á friðarins leið?
Englavængur sat hugsi. Hvað merkja
þessi orð, hugsaði hann.
Og söngurinn hélt áfram:
Viltu hrópa til heimsins með 3esú:
Guð vill hjálpa þeim sálum er þjást,
inn í frelsið og ljósið og lífið
vilL þær leiða hans guðdómleg ást.
Ó, Englavængur hugsaði með sér, þetta
er einmitt það sem við höfum verið að
hugsa um í vikunni. Margir menn um heim
allan þrá að heyra um 3esú. 3á, ég man
söguna sem ég heyrði um daginn um Owkwa
höfðingja.
Owkwa var leiðtogi margra manna sem
áttu heima í frumskógi. Hann var
sterkur maður sem elskaði fólk sitt og
annaðist vel um það. En hann hafði
áhyggjur af því hvernig þau lifðu og
eitthvað hið innra með honum sagði að
þau þyrftu að gera breytingu á. Dag
einn lyfti Owkwa höfðingi höndum til
himins og hrópaði: "Hver sem þú ert,
sanni andi heimsins, sýndu mér þá
hvernig hægt er að gera fólk mitt
gott."
Hótt eina, þegar Owkwa lá sofandi,
birtist honum björt vera. Owkwa var
hræddur. Þá talaði engillinn til hans
og þar með var hann ekki lengur
hræddur. Engillinn sagði, að hann ætti
að segja fólki sínu að fara og baða sig
í ánni og halda sér hreinu. EngiLlinn
sagði, að þau ættu að hætta að tyggja
betelhnetur og tóbak og borða eingöngu
grænmeti, ávexti og hnetur. Engiiiinn
sagði Owkwa Líka að iáta fóik sitt
hreinsa tii í þorpinu og vera vingjarn-
legt og heiðarlegt við hvert annað.
Næsta morgun safnaði Owkwa fólki
sínu saman og sagði þeim hvað engill-
inn hafði sagt. Þau hlustuðu á hann og
fóru síðan að gera allt sem engillinn
hafði sagt.
Nótt eina kom engillinn aftur. Næsta
morgun kallaði Owkwa fólk sitt saman og
sagði að engillinn hefði sagt að hinn
sanni Guð væri á himnum og þau ættu að
tilbiðja hann og biðja til hans.
Engillinn talaði einnig um sérstakan
dag sem þau ættu að halda heilagan og
nota til að tilbiðja Guð.
"Hvaða dagur er það?" spurði fólkið.
"Hinn sjöundi," svaraði Owkwa.
"Engillinn sýndi mér hvernig við gætum
vitað hvaða dag við ættum að tilbiðja
nýja Guðinn okkar." Owkwa sagði fólki
sínu að hnýta sjö hnúta á band - sex
litla hnúta og einn stóran fyrir
hvíldardaginn.
Á hverjum degi settu þau merki á
bandið til að vita hvenær þau ættu að
tilbiðja Guð og ekki vinna. Svo inn í
myrkviði skógarins byrjaði fólk að
halda helgan híldardag. Enginn trúboði
hafði komið á staðinn, þegar Owkwa
dreymdi þennan draum. Guð sendi engil
til að kenna þeim.
Nú var farið að syngja annan sálm.
Heyr, nú kallar herrann 3esús:
"Hver vill fara að vinna mér?
Akrar hvítir allir standa,
uppskeran í hönd því fer."
Senda hvern hugsaði Englavængur. Hér
er talað um uppskeruna, sem við höfum
verið að tala um í vikunni. Við förum
út, við sáum sæðinu, við deilum
kærleika Guðs með öðrum. Þetta gerum
við öll - þú og ég, og líka fólkið sem
við sögðum frá 3esú og fólkið sem þau
sögðu frá 3esú. Þetta er eins og
hringur sem engan endi hefur.
Þegar söngurinn var á enda, gerði
Englavængur sér ljóst að hann yrði
líka að vera með. Hann yrði að segja
öðrum frá 3esú, einkum núna meðan á
Uppskeru 90 stendur. Viltu vera með
honum í þessu? *
*
* *
38