Bræðrabandið - 01.11.1987, Blaðsíða 40

Bræðrabandið - 01.11.1987, Blaðsíða 40
r KNYJANDI KALL TILBÆNA Kæru bræður og systur. Kallið til bæna í þessari bænaviku virðist vera einkar knýjandi. Við stöndum í miðri Uppskeru 90 - mesta átaki safnaðarins til að ná til hinna ósnortnu. Fólk Guðs er að fá nýja innsýn í hlutverk sitt, að það spannar allan heiminn. Við þráum að sjá endalokin renna upp - að endir sé bundinn á yfirráð syndar og dauða. Sú sannfæring nær tökum á æ fleiri hjörtum að uppskerutíðin sé þegar runnin upp og "kornskurðurinn er endir veraldar" (Matt. 13,39). Auk þess má nú vænta úthellingar Heilags anda, hinu fyrirheitna haustregni, að 3óel 3,1.2 uppfyllist algerlega. "En síðar meir mun ég úthella anda mínum yfir allt hold" (1. vers). Skoðið því ekki þessa bænaviku aðeins sem enn eina kynninguna í kirkjuárinu. Samkvæmt forsjón Guðs er í þessari viku tækifæri til að meðtaka Heilagan anda, að verða vitni að og fá sjálf að reyna, hvað endurvakning sannrar guðrækni er, sú sem gerði hina fyrstu trúuðu slíkan mátt fyrir Guð í heiminum. "Hinar helgu stundir safnaðarins ... eru tækifæri sem Guð gefur okkur til að meðtaka vorregnið og haustregnið. (TM 508). Áformið að vera viðstödd hverja samkomu, sem haldin verður. Lesið þessa lestra vandlega - hver þeirra hefur að geyma sérstakan boðskap fyrir ykkur. Biðjið presta ykkar og safnaðarformenn að kalla söfnuðinn saman til sameiginlegra bænastunda. Sjáið til þess að séð sé fyrir börnunum. Slíkar einlægar bænir samfara iðrun og syndajátningu munu blása vind í seglin fyrir útbreiðslustarfsemi Uppskeru 90. Dyrum mun verða lokið upp fyrir boðun sannleikans, hindrunum rutt úr vegi og sterk vígi að velli lögð. Minnist þess að bænir ykkar eru "sem hvassar sigðir á kornskurðarakrinum." (2T642). C.E.Bradford varaforseti Heimssambands sjöunda dags aðventista og forseti Norður-Ameríkudeildar.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.