Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2005, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 Fréttir DV Móastjóri ákærður Ríkislögreglustjórinn hefur gefið út ákæru á hendur Ólafi Jóni Guðjóns- syni sem var framkvæmda- stjóri kjúklingafyrirtækisins Móa. Hann sat þar einnig í stjóm en fyr- irtækið varð gjald- þrota í nóvember 2003. Hann er ákærður fyrir að hafa haldið eftir 37 millj- ónum af launum starfsmanna á árinu 2002. Fyrirtækið dró peningana af starfsfólki en borgaði ekki til Tollstjórans í Reykjavík, samkvæmt ákæmnni. Jón H. Snorra- son saksóknari hjá Rflds- lögreglustjóra krefst þess að Ólafur fái refsingu. Skólanemar á hótelfæði Nemendur í gmnnskól- anum á Húsavík munu í framtíðinni fá mat frá Hótel Húsavík er fyrirætlan fræðslunefndar bæjarins gengur eftir. Meirihluti fræðsluráðsins hefur sam- þykkt gegn vilja minnihlutans að mælast til þess við bæjarráð að það samþykki samningi sem gerður hefur verið við hótelið. Fulltrúar minnihlut- ans lýstu í fyrradag yfir óá- nægju sinni með að ekki skuli frekar reynt að fella mötuneyti kennara inn í mötuneyti nemenda fyrst verið sé að gera nýjan samning um skólamáltíðir. Ekki lægra hundagjald Kona í Bessastaðahreppi fær ekki endurgreiddan hluta eftirlitsgjalda sem hún hafði Tölvupóstur meö klámmyndum af íslenskum skólastelpum gengur nú manna á milli á netinu. Stúlkurnar sem eru á myndunum ætluðu þær ekki til almennrar dreifingar. Móðir einnar stúlkunnar segir hana hafa verið 15 ára þegar myndin var tekin. Ein stúlk- an segir lögregluna ráðalausa. Myndir af henni hafa verið á netinu í meira en ár. Klámmyndum af íslenskum skólastelpum drailt á nednu „Mér finnst andstyggilegt af fólki að gera þetta,“ segir móðir 18 ára stúlku, nemenda í menntaskóla á höfuðborgarsvæðinu. Klámmyndir af stúlkunni og vinkonu hennar, teknar þegar þær voru 15 ára gamlar, ganga nú manna á milli í tölvupóstum á internetinu. I póstinum eru einnig fleiri myndir af íslenskum skólastelpum sem allar eiga það sameiginlegt að myndunum var dreift án þeirra leyfis. í póstínum sem nú er dreift á net- inu má sjá myndir af ungum stúlkum í klámfengnum stellingum. Stúlk- umar sem getíð var um hér fyrir ofan sjást „leika" hvor við aðra í sófa í heimahúsi, á öðrum myndum halda stúlkur um brjóstin á sér, og á síðustu myndunum liggur stúlka nakin í baðkari í erótí'skum stellingum. „Stelpurnar voru bara fimmtán ára þegar þetta var tekið," segir móð- irin sem vildi ekki koma fram undir nafni. Sagði stúlkumar hafa beðið nægan sálrænan skaða af þessu máli nú þegar. „Lögreglan komst að þessu og sendi málið til bamavemdarstofu. Þangað vom stúlkumar kailaðar enda það ungar að myndirnar flokk- ast sem bamaklám.“ Skammaðist sín Dóttirin, sem á myndunum sést nakin upp í sófa með vinkonu sinni, segir að kærasti hennar hafi tekið myndimar. Þau hafi bara verið að leflca sér og þetta hafi aldrei átt að fara lengra. „Svo sendir vinkona mín myndimar til vinar síns sem dreifir þeim svo út um allt. Það er ekkert grín að lenda í þessu. Það er meira en helmingurinn af skólanum búinn að sjá þetta og sumir hafa hengt mynd- imar upp á vegg.“ Að sögn stúlkunnar hafa þessi rúmu tvö ár síðan myndimar komust í umferð verið erfið. „Fyrst skamm- aðist ég mín geðveikt. Ég var bara fimmtán ára gömul og þurftí að fara í viðtöl á bamavemdarstofu. Svo komst mamma að þessu en hún sýndi mér sem betur fer skilning. Hún hefur hjálpað mér í gegnum þetta." Átti að vera prívat Myndunum sem um ræðir er bæði dreift á tölvupóstí, á spjall- veflum eins og MSN og Ircinu og svo á svokölluðum myndabönkum. DV ræddi við aðra stúlku sem sést á þessum myndum - nakin í baði í eró- tískum stellingum. Hún býr norður á landi og er rúmlega tvítug. „Þessar myndir hafa verið á ferð- inni síðan síðasta vetur. Þetta áttí að vera algjörlega prívat. Ekki fýrir neinn nema mig og kærastann," segir stúlkan sem telur að myndimar hafi komist í umferð þegar kærastinn sendi henni þær á spjallfomtínu MSN. Hún hafi gleymt að þurrka þær út úr minninu og einhver hafi komist í þær. „Þetta hefur ekki farið vel með sál- ina í mér. Mamma mín og tengdapabbi fengu bæði myndimar sendar. Þetta er búið að vera ömur- legt. Myndimar hafa verið hengdar upp í fyrirtækjum í bænum, í skól- anum, það er eins og allir hafi séð þær. Maður veit hreinlega ekki hvað maður á að gera.“ Stúlkan segist hafa hringt í lög- regluna um leið og hún hafi fattað hvað hefði gerst. „Löggan sagði að það væri h'tið sem þeir gætu gert ef þeir hefðu ekki nafnið á þeim sem byrjaði að dreifa myndunum. En hvemig áttí ég að vita það? Á lög- reglan ekki að rannsaka mál en ekki maður sjálfur. Ég skil hreinlega ekki þetta kerfi.“ Alvarlegt mál Móðir yngri stúlkunnar, sem rætt var við í upphafi greinarinnar, tekur undir með þessari gagnrýni. Hún segir að tölva drengsins, sem dreifði myndunum af dóttín hennar hafi verið gerð upptæk, en svo hafi ekkert gerst. „Maður er algjörlega réttlaus. Það er ekki hægt að lýsa því hvemig það er fyrir móður að lenda í þessari að- stöðu. Og hvað þá fyrir stúlkur á við- kvæmasta aldri að þurfa að ganga í gegnum þetta. Sjálfstraustíð fer alveg í mola,“ segir móðirin. „Dóttir mín er líka örlítíð misþroska og vissi kannski ekki alveg hvað hún var að gera. Þetta er bara bamaskapur en svona er þessi nýja tækni. Það er ailt svo opið og svo auðvelt að nálgast klám.“ Móðirin segir að herða þurfi refs- ingar fyrir athæfi af þessum toga. „Það mættí alveg gera það. Lögreglan þarf líka að aðlaga sig að breyttum tímum. Þeir segjast bara ekkert geta gert og það getur almenningur varla sætt sig við. Eg er ekki viss um að fólk áttí sig á alvarleika þessara mála.“ simon@dv.is „Það átti enginn að sjá þessar myndir" „Svona lagað gleymist aldrei" tíkursinnar 2000 til 2003. JPL Konan segist .svo ^om jff á að hún hafi getað fengið að borga lægra gjald þar sem hundur hennar hefði sótt viðurkennd námskeið. Henni hafi þá verið sagt að ekki væri hægt að endur- greiða mismun hunda- gjaldsins aftur í tímann. Urskurðarnefnd sagði að þótt sveitarfélagið hefði mátt kynna reglumar betur hafi sveitarfélaginu ekki borið að samþykkja endur- greiðslu. á nýrri bensínstöð við Sprengisand, “ segir Hugi Hreiöarsson markaðsstjóri Atlantsolíu. „Þetta er búin að vera þrettán mánaöa með- ganga sem er að nú loks að líta dagsins nær. Það er næst- um þvíjafn langt og hjá fíl- um. Hjá mér persónulega var sonurminn að byrja aö labba um helgina og það var mikil gleði að sjá það. Hon- um liggur á að verða stór. “ í sumar fjallaði DV um tvítuga stúlku sem var miður sín eftír að erótískar myndir af henni og kærast- anum bámst á netíð. Myndirnar tóku hún og kærastinn og ætluðu engum nema hvort öðm. Hins vegar bámst myndimar á netíð eftir að fartölvu stúlkunnar var stolið og vom fljótlega komnar í almenna dreifingu. Stúlkan, sem stundar nám í Háskólanum, sagði ráðalaus; myndirnar væm út um allt og h'tíð sem hún gætí gert. „Það áttí enginn að sjá þessar myndir," sagði stúlkan í viðtali við DV. „f sumar var fartölvunni minni stolið. Ég kærði stuldinn en hef ekki fengið tölvuna aftur. Myndimar vom inni á tölvunni og þjófarnir hafa komist í þær." Stúlkan bættí við að þetta væri hræðilegt. „Maður veit hreinlega ekki hvað maður á að gera. Hvort ég getí ^ kært eða eitthvað s annað. Ég vildi bara * aðfólkhættíaðsenda p þessar myndir á net- ■ inu. Að mitt einkalíf fái að vera í friði.“ fi Þann 26. janúar sagði DV frá því þegar maður klifraði yfir skilrúm á salemi kvenna á skemmtistaönum Traffic og tók mynd af tveimur vin- konum í ástarleikjum með mynda- vélasíma. Myndina setti maðurinn á netíð og sagði önnur stúlkan, setn DV ræddi við, að slík árás á einka- h'fið hefði slæmar afleiðingar. „Þetta er stærra en fólk gerir sér grem fyrir. Löngu eftir þetta atvik er maður minntur á þetta. Svona lagað gleymist aldrei," sagði stúlkan sem ákvað að kæra ekki málið. Sagðist ekki vilja gera meira úr því en þegar væri orðið en trúði því þó að maðurinn sem tók mynd- ina ætti eftir að fá þetta í bak- ið síðar meir. á „What goes: aroimd, comes arotmd," sagði stúlkan. Myndirnar af fslensku skólastelpunum „Löggan sagöi að það væri lltið sem þeir gætu gert efþeir hefðu ekki nafnið á þeim sem byrjaði að dreifa myndunum, ‘segir ein af stúlkunum á myndunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.