Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2005, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2005, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 Lífiö eftir vinnu DV Ári eftir dauða Helmut Newton Áttu mynd eftir þýska Ijósmyndar- ann Helmut Newton? Þann sem dó fyrir réttu ári - þann 5. febrúar upp á dag þegar hann klessukeyrði bíl í Los Angeles? Hann varoröinn 83 ára gamall en var einn virtasti Ijósmynd- ari í heimi - nýbuinn að gefa Berlínar- borg Ijósmyndasafn sitt, borginni sem hann hafði kvatt ungur maður á flótta undan strlði og sulti. Þar er nú risið safn helgað verkum hans. Newton er frægastur fyrir frábærar stúdíur sínar af föngulegum nöktum stúlkum. Hann færði nektarstúdluna á nýtt plan, hættulegt og fullt af val- kyrjulegum stll. Verk hans jaðra við pornógrafíu, sýna stælta kvenllkama sem Ikon, helgigrip;sumirhafa ásak- að hann um fasíska dýrkun á kvenlík- amanum. Nú þegar menn nálgast dánar- dægur hans er tekið eftir þvl að verð mynda hans hefur hækkað úr öllu valdi. Stærri kopíur afverkum hans seljast I tugþúsundum dala. Minni kopiur, áritaðar og I góðu ástandi hafa verið að seljast á innan við tvö hundruð þúsund krónur hjá Christie 's og Sotheby. Fróðir segja að vetð- hækkun á verkum Newton sé til marks um að Ijósmyndin styrkist enn sem listgripur. Verðþróun á verkum Newtons hefur verið hröð. Hann hefur hækkaö grlðarlega I verði: myndir hans þrefaldast á fáeinum árum, enda verða góðarkópíur afmyndum hans æ fágætari. Enn eru fslenskir áhugamenn um myndlist blindir á verk íslenskra Ijós- myndara. Veistu hvort það leynist hjá þér árituð kópía eftir Loft, Kaldal eða Leif Þorsteinsson? St. Jean Cap Ferrat frá 1978 8650 dalir kostarhún. DV-mynd Helmut Newton Tilkynnt var í gær að Hrafnhildur Sigurðardóttir fengi Norrænu textílverðlaunin í ár, en þau eru stærsta viðurkenning sem listamanni í þessari fornu listgrein getur hlotnast. Verðlaunin eru 250 þúsund sænskar eða rúmar tvær miljónir og tvö hundruð þúsundum betur. Verðlaunin eru veitt Hrafnhildi fyrir framlag hennar til listgreinar- innar og hvemig hún hefur stillt kon- unni í miðju sinnar listsköpunar. Hrafnhildur fagnar að feminísk list skuli verðlaunuð með þessum hætti og þykir sómi af viðurkenningunni. Hrafnhildur er fædd 1959 og er búsett í Reykjavík. Hún segist hafa byrjað ung að föndra við listir. Sem kraícki tók hún til við leirinn, á ung- lingsárum sneið hún sín eigin föt og svo lagðist hún í prjónaskap. Tvítug hafði hún sett saman mynstur í yfir hundrað peysur. Hún stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskólann frá 1982 og sótti síðan ffamhaldsnám í Arrow- mont School of Arts and Crafts í Tennessee og síðar kynnti hún sér höggmyndalist við háskólann í Colorado. Kvennalist Hrafnhildur segir að erindi sé ekki síður mikilvægt en útlit. Hún vill segja eitthvað með list sinni, ekki bara skapa sjónræna gripi. Hún er femínisti. List hennar beinist að kon- unni og hlutverki hennar, hvemig samfélagið höndli með konur. Hún leggur ríka áherslu á að gefa verkum sínum nafn, heitið leiði njótanda verksins inn í það. Gáski og gleði skipta hana miklu máli og því gerir hún tilraunir með ólík efni. Hún hefur sýnt mikið erlendis og starfar í sýningarhópnum Distill sem er net listamanna sem starfar á al- þjóðlegum vettvangi. „Það er ekki hægt að lifa sem textíllistamaður á íslandi," segir hún. Framundan em sýningar hennar í Chicago, Florida, kölluð handíð og gætti þess heitis lengst í nafni skólans sem menntaði Hrafnhildi. Textíivakning List í hinum borgaralega skilningi ing á verkum hennar í Boras, leiði til frekari viðurkenningar á textíl sem listgrein hér heima. Árang- ur hennar er ánægjulegur og hvam- ing fyrir hvem þann hér á landi sem vinnur með textíl, til nytja og lystisemda. Kalifomiu og Helsing- fors. Árið 2006 er hún bókuð með sýningu í Quito í Equador. Forn listgrein Vinna með textíl hefur fylgt okk- ur frá upphafi. Vefurinn sem brúks- hlutur var notaður í föt. Vinna með önnur efni eins og skinn og þráð tíðkaðist ekki síður, en flestir fornir hlutir úr textíl hafa glatast í tímans rás, þótt stöku sinnum finnist hér leifar af textíl. Þegar prjón kom til sögunnar fyrir nær fimm hundmð árum var hér kunn margskonar ísaumslist, en það hefur blindað síðari tíma menn hversu fátt varð- veittist af vef og tóverki af hvaða tagi sem var. Elstu minjar um textíl- gripi á íslandi er rétt tveggja alda gamlar og því miður allt of fáar. Textíll í þeim skilningi sem nú er lagður í orðið er frekar ungt fyrir- bæri. Fram til þessa var þessi list- er því afar ung í textil eins og mörg- um öðrum greinum. Og þróun hefur orðið sú að á tíma var öUum grunn- greinum handíða hent úr grunn- skóla, einkum þeim sem tengdust hefðbundinni kvennaiðju. Hér á landi eins og víðar um vesturálfú er uppi vakning í almannafræðslu um handíðir, ekki síst sem grunn fyrir tómstundaiðju fyrir karla, konur og böm. Er nýlegt prjónaæði í Ameriku til merkis um það. Hrafnhildur gerir sér vonir um að verðlaunin sem hún mun veita við- töku í haust en þá verð- ur opnuð Enn skal myrkri úthýst á músíkdögum: hetjukviður, sólför, vinarminning, ástríðuhljómar og brú frá fornu til hins nýja eru yrkisefni tónskáldanna sem eiga verk á tónleikum Sinfóniunnar í kvöld. Ljósið kemur hægt og hljótt I kvöld verður veisluhöldum Myrkra músíkdaga haldið áfram. Eftir smærri konserta frá þvi á sunnudag mætir Sinfóniuhljómsveit íslands til leiks og flytur verk eftir fjögur virt íslensk tónskáld, allt karla:Jón Nordal, Atia Heimi Sveinsson, Hauk Tómasson og Kjartan Ólafsson. Hljómsveitarstjóri er Esa Heikkila, en hann er jafnframt leiðari annar- ar fiðlu Sinfóniuhijómsveitarinnar i Lahti. Einleikari í verki Atla Heimis er Una Sveinbjarnardóttir. Skólakór Kársness kemur einnig fram undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur i verki Jóns Nordal: Venita ad me. Verk Jóns er nú flutt i fyrsta sinn hér á landi. Jón tileinkar verkið minningu æskuvinar síns Halldórs Hansen, barnalækni sem nú er lát- inn. Halldór var þjóðþekktur maður fyrir störfsín að umönnun og heilsugæslu barna og var auk þess ástríðufullur aðdáandi tónlistar. verk sitt Fjórði söngur Guðrúnar, en það er einmitt á dagskrá tónleik- anna. Það er Gildran - Brot úr Fjórða söng Guðrúnar frá 1996 sem er útsett að nýju fyrir þennan flutn- ing. Gildran er hljómsveitarkafli úr óperunni Fjórði söngur Guðrúnar. Atli, sem nú er giftur Guðrúnu, hefur boðið bræðrum hennar I heimsókn. Þeir þiggja boðið en ganga þar með i gildru sem Atli hefur búið þeim og láta báðir lífið. Þá verður einnig flutt Ardente eftir Hauk frá 2004 og er það fyrsti flutningur hér heima. Ardente var pantað af Orkester Norden og frumflutt afþeirri hijómsveit i Kaupmannahöfn. Verkið samanstendur afþremur hlutum. Sá fyrsti er bjartur með tréblásara og slagverk i aðalhlut- verki. Annar hlutinn er fljótandi og látlaus, án andstæðna. Málmblást- urshijóðfærin leiða þann þriðja sem endar i þykkum syndandi hljómum sem deyja fljótt út. Ardente er ítalska og merkir að verkið skuli leikið af ástríðu. Yngstur þeirra skálda sem eiga verk á tónleikunum er Kjartan Ólafsson en hans framlag til veisl- unnar er Sólófónia frá 2004 og er þetta frumflutningur. Um verkið segir Kjartan:„í verkinu er notast við mismunandi tónefnivið allt frá heimasmiðuðu tónefni að aldar- gömlum lagstefjum úr íslenskum þjóðlögum. Tónefnið varsiðan unnið með tónsmiðakerfinu CAL- MUS sem er sérhannað fyrir nútima tónsmiðatækni. Með notkun á hinu mismunandi tónefni frá hinum ýmsu tímum- i samsettu og marg- þættu tónsmíðakerfi - blandast saman tónlistararfleifð íslands og nútima tónsmiðaaðferðir- sem til samans mynda tengingu frá gam- alli tíð yfir inútimann." Efnisskráin spannar því tima okkar frá örófi fornar sagnmenningar til okkar dags. Haukur Tómasson Kjartan Ólafsson leiðing um myndJóns Gunnars Árn- assonar af Sólfarinu við Skúlagötu. Þetta sólfar sem ég sagði alltafað væri draumaskip okkar allra og það stefnir inn i sólarlagið. Verkið er í einum þætti. Eftirfarandi orð eru sett í raddskrána: Við siglum.... / á draumnökkva.../ í tímanum... / fljót- andi... /gegnum miðnætti.../ bjartr- ar nætur... /í sólarátt... /og einmana vindur djúpsins... /syngur... Skemmst er að minnast þess er Haukur Tómasson hreppti Tónlist- arverðiaun Norðuriandaráðs fyrir Jón Nordal Atli Heimir Jón segir:„Þessar tvær hliðar vinar míns höfðu bæði áhrifá textaval fyrir verkið og þau litbrigði tónanna sem þar hljóma." Verk Atla, Draumnökkvi var samið samið 1987 fyrir Kammersveit Aust- urbotns, Jari Valo sem frumflutti það undir stjórn Juga Kangas i Kaustinen. Síðar var verkið flutt hér heima í Borgarleikhúsinu sem þá var nýlega komið i gagnið og það var Petri Saakari sem stjórnaði. Þetta er Ijóðrænn og rómantiskur söngur, nætur- og ástarljóð, hug-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.