Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2005, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2005, Blaðsíða 9
DV Fréttir FIMMTUDACUR 3. FEBRÚAR 2005 9 Stúdentar Viðskiptavinur trylltist snemma á útborgunardegi og réðst á starfsmenn og hús- k|ofna muni. Konan grýtti blómapotti í starfsmann og henti niður tölvu. Slitnað hefur upp úr samstarfi námsmanna- hreyfinganna í landinu. Nú verða stúdentar við Há- skóla íslands, þeir sem eru í sérskól- um landsins, iðn- nemar og þeir sem læra í útlöndum, að berjast hver í sínu lagi fyrir sínum hagsmunum. Iðn- nemasambandið, Bandalag íslenskra sérskólanema og SÍNE saka Stúdentaráð Há- skóla íslands, þar sem Vaka ræður ríkjum, um að hafa ekki sýnt vilja til samstarfs og ágreiningurinn komið í ljós á fundi um lánasjóð ís- lenskra námsmanna. Röskvufólk í háskólanum, sem á í kosningabaráttu, segir málið grafalvarlegt. Flogið til Frankfurt Flugfélagið Iceland Ex- press hefur byrjað sölu á ferðum til Frankfurt Hahn í Þýskalandi. Hing- að til hefur félagið aðeins flogið til Kaupmannahafnar og Lundúna, en 21. maí verður fýrsta ferðin til Þýskalands. Flogið verður þrisvar í viku frá Keflavíkurflugvelli. Boð- ið er upp á takmarkað framboð af lægstu fargjöld- um á 6.995 krónur. Frank- furt Hahn er miðja vegu milli borgarinnar Frankfurt og Lúxemborgar. Kona gekk berserksgong í Landsbankaoum „Við höfum ákveðna at- burðaráætlun sem fer í gang efeitthvað svona skyldi ger- ast. Það gekk allt rétt fyrir sig. I fyrradag missti viðskiptavinur Landsbankans við Háskólabíó stjórn á sér og gekk berserksgang. Hún kýldi útibússtjórann. „Hún kýldi mig niður. Við höfðum reynt að vísa henni út, því hún var svo æst,“ segir Sigurlaug Erla Gunnarsdóttir, útibússtjóri Lands- bankans við Hagatorg. Sigurlaug segist ekki geta gefið upp hvers vegna viðskiptavinurinn trylltist. „Við erum haldin algerri bankaleynd," segir hún. Auk þess að kýla niður útibús- stjórann braut konan og bramlaði, meðal annars ruddi hún tölvu í gólfið. Þá grýtti hún tveggja kílóa blómapotti í annan starfsmann bankans. Útibússtjórinn er marinn á kinnbeini og slösuð á öxl eftir árás- ina. Einangrað tiivik Atli Atlason, starfsmannastjóri Landsbankans, segir að bankinn kæri málið fyrir hönd starfsmanna. Hann segir að rétt hafi verið brugð- ist við. „Við höfum ákveðna at- burðaráætlun sem fer í gang ef eitt- hvað svona skyldi gerast. Það gekk allt rétt fyrir sig. Allir brugðust rétt við. Þau höfðu samband við okkur strax og yfirvöld. Við aðstoðum okkar fólk, tölum við lögreglu og ör- yggisvörð bankans," segir Ath. Hann segist ekki kannast við að við- skiptavinur hafi tryllst með slíkum hætti áður. „Sem betur fer er þetta einangrað tilvik." Óstöðug kona Lögreglan var kölluð á staðinn um 10 að morgni í fyrradag, vegna tilkynningar um að viðskiptavinur hefði tryllst. Ekki hafa fengist upplýs- ingar um hvað olli truflun viðskipta- vinarins. Innan Landsbankans er fullyrt að það hafi ekki verið vegna slæmrar þjónustu. Konan hafi verið óstöðug fyrir viðskiptin við banka- starfsmenn þennan morgun. Hún gaf sig fram við lögregluna skömmu eftir árásina og er málið í rannsókn ofbeldisbrotadeildar Lögreglunnar í Reykjavík. Ekki hefur verið tekin formleg ákvörðun um hvort konunni verði vísað frá viðskiptum við Landsbank- ans. jontrausti@dv.is Utibú Landsbankans Ibank- anum trylltist kona og réðst bæði á starfsmenn og húsmuni. LailU3UCIH!\S ■■■ V v r m ii V| |l T - ! ppa a.. I, \m\ « m; Tryggvi og Brynjar Ingólfssynir sendu Qölda fólks með eignir sínar á nauðungarsölu tilboð um kaup án milligöngu fasteignasala. Þeir hafa nú sent út afsökunarbréf til allra sem fengu tilboðsbréfin. Bræöur biðjast afsökunar Afsökunarbréf hafa borist fólkinu sem Tryggvi Ingólfsson og bróðir hans Brynjar reyndu að fá til að selja sér fasteignir án milligöngu fasteignasala. Tryggvi og Brynjar sendu til- boðsbréf til fjölda fólks þar sem þeir hvöttu það til að leita til sín ef þeir vildu losna við fasteignina sína fljótt og vel. Bræðurnir buðu pen- inga beint á borðið fyrir húsnæðin. Eins og DV greindi frá í gær sagði Félag fasteignasala uppátæki bræðranna vera ólöglegt. f afsökun- arbréfinu segja bræðurnir ástæð- una fýrir því að það er sent út, vera vingjarnlegar ábendingar frá Félagi fasteignasala, þess efnis að tilboð þeirra hafi ekki verið við hæfi. Þeir draga tilboð sitt til baka og benda um leið á að besta leið til að selja fasteign hér á landi sé að hafa sam- band við fasteignasala. Bræðurnir segja í afsökunarbréf- ______ „Margir hafa hringt hingað til okkar og verið alveg miðursín." inu ekki hafa neinar aðrar persónu- legar upplýsingar um viðtakanda annað en það sem þeir fengu úr lögbirtingarblaðinu og símaskrá. Þeir segjast vonast til þess að til- boðsbréfin hafi ekki komið neinum í óþægilega stöðu eða að fólk hafi orðið fyrir einhverju tjóni vegna þess. I tilboðsbréfi þeirra bræðra segj- ast þeir fara fyrir hópi fjárfesta. Á þeim bréfum sem DV hefur undir höndum er misjafnt hvor þeirra bræðra er skrifaður undir. Tilboðs- bréfin voru send út til fjölda fólks sem hafði lent með eignir sínar í nauðungarsölu og fengu bræðumir heimilisföng þeirra og nöfn úr lög- birtingablaðinu. Einn viðmælanda DV sem fékk téð bréf segir hafa verið illa bmgð- ið. „Það er forkastanlegt að fólk nýti sér opinberar upplýsingar á þenn- an hátt. Það að vera með einhver gylliboð til fólks sem á í erfiðleikum er siðlaust. Ég vona að enginn hafi látið glepjast af þessu," segir hann. „Þegar eitthvað hljómcU of vel klingja viðvömn- arbjöllurnar. Þó að þessir menn hafi aðgang að pen- ingum hafa þeir Afsökunarbréfiö Bræðurnir biðjast afsökunar á þvíað hafa komið fólki í óþægilega stöðu. Tryggvi Ingólfsson Hann og bróð-irhans Brynjar senduút afsökunarbréf til fólksins sem þeir reyndu að blekkja til að selja sér eignirsinar. ekki rétt á að níðast á fólki í slæmri aðstöðu." „Við lítum þetta mál alvarlegum augum og mundum halda stjórnar- fund um það í dag,“ segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, aðspurður um hvort einhverjir eftirmálar verði vegna sendibréfa bræðranna. Grétar segir tilboðsbréfin hafa komið illa við fólk: „Margir hafa hringt hingað til okkar og verið al- veg miður s£n. Bréfin vom send til fólks sem er kannski í talsverðu ójafnvægi og hefur minna þanþol en aðrir. Því hefur fundist vera komið aftan að sér.“ UTSALA í MÚRBÚÐINNI Allt að 60% afsláttur út þessa viku 2,Slftmr ^ Marmarahvít innimálning, gljástig 7 670kr. < IVerð áður kr. 964,- > A A K É 10% afsláttur af öðrum málningarvörum Stigar og tröppur 30% afslattur Velkomin á Smidiuveg 72 MURBUÐIN Opið mán-fös kl. 8-18 iaugard. kl. 9-15 ^Smiðjuvegur 72 • 200 Kópavogur ■ Sími 544 5470 • Fax 544 5471 • sala@murfaudin.is ■ www.murtiudin.iSy

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.