Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2005, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2005, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 Síöast en ekki síst DV Rétta myndin Líkur sækir líkan heim. DV-mynd DV-Mynd Valli. Freyjuáhlaupið bóndadagsgjöf Framsóknarflokkurinn hefur feng- iö mikla og óumbeðna athygli fyrir átök sem nú geisa innan flokksins. Nýjasti skjálftinn í röðum fram- sóknarmanna er tilkominn vegna áhlaups nokkurra kvenna á kvenna- félag flokksins, Freyju, í Kópavogi. Þar fóru ffemstar í flokki eiginkonur Magnússonanna, Áma og Páls, þær Edda Björg Hákonardóttir og Aðal- heiður Sigursveinsdóttir, sem mættu með fríðan hóp fjörutíu kvenna á fundinn og skelltu sér þar með í stjóm. Hákon Skúlason er ritstjóri á vef ungra framsóknarmanna. Hákon hef- ur eigin kenningu, stjómmálaskýr- ingu, á gjömingi Magnússonfrúnna Ha? og segir í grein á vef ungliðahreyfingar bændaflokksins: „Það er ekki hægt að gera ráð fyrir að bræðurnir stjómi konum sínum eins og strengjabrúð- um. Sumar konur innan Framsóknar- flokksins hafa haldið því fram en ég segi bara við þær konur: „Þær em nú aðeins meiri á manneskjur en svo.““ Hákon gefur líka h'tiðl út á allt tal um annarlegar forsendur svilkvennanna fyrir stjómarkjörinu. Hann segir jafnvel líklegast að bræð- Fengu bóndadagsgjöf Hákon segir I sinni skýringu á Freyju-áhlaupinu að konur bræðranna hafi hreinlega verið að koma heim þæqilega á óvart. i umir hafl ekki haft hugmynd um fyrir- ætlanimar, en þær hafi að sama skapi komið þeim þægilega á óvart. „Það mætti jafnvel vera að Árna og Páli hafi bmgðið við uppátæki eigin- kvenna sinna og kannski höfðu þeir ekki hugmynd um það. Sagt er að það sem gerir gott hjónaband er að kunna að koma maka þínum á , óvart." Með öðrum orðum vill J Hákon meina að áhlaupið r' á Freyjufélaginu hafi í raun og vem verið snemmbúin bóndadags- gjöf til bræðr- i anna tveggja. Hvað veist þú Jón Baldvin um w 1 Hvað heitir sonur hans og hvar starfar hann? 2 Hvað heitir fyrmm tengdasonur hans, sem hef- ur ásakað Jón um barnsrán? 3 Hvaða afmæli konu sinn- ar, Bryndísar, var Jón að halda upp á þegar miklar deilur spunnust um kostun ríkisins á brennivíni til veislunnar? 4 í hvaða borg er Jón Bald- vin heiðursborgari? 5 Hver skrásetti fyrsta bindi ævisögu Jóns Baldvins? Svör neðst á síðunni Hvað segir mamma? „Égerstolt afhenni dóttur minni og hefalltaf veriö/’seg- ir Sigrún Ágústs- dóttir, móðirEvu Maríu Jónsdótt- ur sjónvarpskonu sem hleypti nýj- um sjónvarpsþætti afstokkunum á Stöð 2 á dögunum.„Ég er heppin að eiga hana og hún er llka heppin aö eiga mig. Varðandi nýja þáttinn þá leist mér vel á og var orðin tölu- vert spenntyfír öllum þessum draugagangi enda var Eva Marla ekkert búin að segja mér afinni- haldi þáttarins. Eva Maria hefur alltaf haft þessa útgeisiun sem fólk þykist sjá á skjánum, alla vega gagnvart mér enda er ég móðir hennar. Þegar hún var ung datt mér aldrei í hug að Eva María yrði á þeim stað sem hún er í dag. En maður veit aldrei hvað úr börnun- um manns verður-sem beturfer," segir Sigrún Ágústsdóttir. Sigrún Ágústsdóttir, húsmóðir f Mosfellsbæ, er móðir Evu Marfu Jónsdóttir sem frumsýndi nýjan sjónvarpsþátt sinn á Stöð 2 á dögunum. umframeftirspum eftir tónleikum Eagles I Baitimore. Enginn hafði áhuga fyrr en Björgvin kom aö málinu og nú vilja allir fara. 1. Glúmur, ÍTælandi. 2. Marco Brancaccia 3. Fimmtugsaf- mæli Bryndísar Schram. 4. Vilnius í Lettlandi 5. Kolbrún Bergþórsdóttir. 01 tekjplág typjp hankpna 01 tdqula fyrir fdajsmaliyOrvold „Það nokkuð nöturlegt að þurfa að ganga á veggi hvar sem maður ber niður," segir Iinda Antonsdóttir. Hún er 75% öryrki og tveggja bama móðir sem horfir frarn á að lenda á götunni þar sem kerfið hjálpar henni ekki. Iinda keypti sér húsnæði fyrir rúmu ári og reynir eins og hún getur að borga niður lánin. Hún segir að sér hafi tekist það hingað til en nú herji skuldimar á. „Ég stend ekki undir þessu. Ég þarf styrk eða lán til að koma mér útúr þessu annars missi ég íbúðina," segir Linda sem leitaði til bankanna eftir meiri lánum en fékk ekki vegna van- skila á gömlum lánum auk þess sem hún þykir of tekjulág. „Þá fór ég til fé- lagsþjónustunnar og bað um lán. Þar fékk ég neitun á þeim forsendum að ég væri of tekjuhá." Linda fær rúmar 100 þúsund krón- ur á mánuði með meðlagi og öllu. „Maður bara spyr sig hvað fólk þarf að vera tekjulágt til að geta fengið lán hjá félagsmálayfirvöldum," segir Linda. Linda bjó áður í félagslegum íbúð- um. „Við vomm hvött til þess að kaupa okkur eigin íbúðir. Sem ég og gerði, enda var mér lofað að mér yrði hjálpað ef erfiðleikar steðjuðu að. Ég hef ekki fengið neina hjálp og það h't- ur út fyrir að ég verði að sækja aftur um pláss í félagslegum íbúðum en þar em langir biðlistar," segir hún. Linda segir það skjóta skökku við að fólk sé hvatt til að fá sér eigið húsnæði en ekkert hjálpað neitt frekar. „Ég vil að sjálfsögðu að yngra fólk komist að í þessum íbúðum og við hin fáum möguleika á að standa á eigin fótum. Ég hef alltaf verið reglusöm og rýnt í aurinn. Ég er öll af vilja gerð en get ekki leitað mér hjálpar," segir Linda. „Mig langar bara að eiga mína eigin íbúð og venjulegt líf.“ Linda Antonsdóttir Er öryrki og sér | fram á að lenda á götunni vegna sinnuleysis kerfísins. Lárétt: 1 hár, 4 hlýðni, 7 giskar,8 skökk, 10 svall, 12ferskur, 13 lifandi, 14 sáðland, 15 borðuðu, 16 fals, 18 harma,21 gripir, 22 sefar,23 tarfur. Lóðrétt: 1 sýra, 2 arða, 3 hlífðaföt, 4 uppurin,5 sómi,6 vond,9 pílur, 11 sló, 16 hópur, 17 berg- mála, 19 væta, 20 söng- rödd. Lausn á krossgátu ■1|B qz 'BJá 61 'buj9 i i 'ja6 91 'jsne| 11 'jbajo 6 'II! 9 'ejae s 'u|snejjnc| y 'jndgj|u6aj £ 'u6o z 'Jns i jjajgog •jneu £2 'J69J ZZ 'J|unuj iz 'ejXs 81 ‘doj6 9 l 'njp S t 'Jö>|e > i '>|!A>| £ i 'jáu z L 'l|BJ 0 L '6uoj 8 'Jnja6 l '|Baecj y 'jo>|s \ :jjsjeg Veðrið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.