Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2005, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2005, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2005 Sport DV HM í handbolta m % y Milliriðill 1 Grikkland-Slóvenia 29-37 Túnis-Tékkland 36-25 Frakkland-Rússland 25-22 Russland-Grikkland 24-29 Tékkland-Frakkland 26-31 Slóvenia-Túnis 26-26 Staðan Túnis 4 1 .5 0 11S- 10-1 5 Frakkland -1 2 l l 101 -94 5 Grikkland -12 11 105 107 5 Rússland -1 2 0 2 102 102 4 Slóvenía 4 1 1 2116 114 3 Tékkland 4 1 0 3 100 118 2 Leikir i dag Grikkland-Tekkland kl. 15.15 Túnis-Rússland kl. 17.15 Frakkland-Slóvenía kl. 19.15 Milliriðill 2 Spánn-Þýskaland 32-28 Svíþjoð-Serbia 26~26 Noregur-Króatía 28-25 Þýskalarrd-Króatía 26-29 Serbía-Spánn 28-28 Noregur-Svíþjóð 34-31 Staðan Króatia 4 3 0 1 115 Serbía 4 2 2 0 104 112 6 Spann 4 21 1 124 115 5 Noregur 4 2 11 113- 108 5 Þýskaland 4 0 1 3 105- ■113 1 Sviþjoð 4 0 1 3 110- 121 1 Leikir i dag Þýskaland-Sviþjóð kl. 15.15 Króatía-Serbía kl. 17.15 Noregur-Spánn ki. 19,15 Markahæstu rnenn a HM i Túnis Eduard Kokcharov, Russiam ji 6! Wissem Hrnam, Túnis 48 Kristian Kjelling, Noregi Siarher Rutenka, Slóveníu 46 44 ian Fiiíp, Tékkiandi 43 ] Davíd Juricek, Tékklandi 42 Mirza Dzomba, Kroatiu Biazenko Lackovic, Króatíu 41 37 Juan Garcia, Spárri 36 Floríarv Kehrmann, Þýskatandi 36 I Jonas Káltmann, Sviþjóð 36 Hussein Zaky, Bgyptaiandi Zorari Jovi.cic, Sioveníu 36 33 . Matjaz Brumen, Slóveníu 34 I Nasser Saaci Aí Saad, Katar 33 Marcus Alhrn, Svíþjoð 32 I Torsten Jansen, Þýskaiandi Gudjón Vaiur Sigurðsson, ísl landi 3! Nicoia Karabatic, Frakklandt Ratko Nikoiic, Serbtu 30 Eric Gull, Argentínu Sóren Stryger, Darrmorku 29 : 29 Alen Muratovic, Serbíu 29 1 Meshal Alenzi, Kuveit 28 Stefan Lövgren, Sviþjóð 28 Uros Zorman, Slóveníu 28 Norska stórskyttan Kristian Kjelling hefur heldur betur slegið í gegn á heimsmeist- aramótinu í handbolta í Túnis. Kjelling, sem er aðeins 24 ára gamall, er nú þriðji markahæsti leikmaður mótsins og ein af meginástæðum þess að norska liðið á möguleika á að komast í undanúrslit mótsins. Kristian Kjelling er yngsti leik- maðurinn í norska landsliðs- hdpnum á heimsmeistara- mótinu í Túnis en hann er samt skærasta stjarnan í nor- ska liðinu. Hann þurfti til að mynda að halda sinn eigin blaðamannafund eftir leikinn gegn Þjóðverjum þar sem hann skoraði tólf mörk. „Þegar ég er með boltann þá vil ég að hann endi í fjandans markinu. Ég elska að skora og vil gera það allan tímann," sagði Kjelling í viðtali við norska blaðið Dagbladet á dögunum. Kjelling hefur verið iðinn við kolann á heimsmeistaramótinu í Túnis og er sem stendur í þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn mótsins, með rétt undir sjö mörk að meðaltali í leik. Kjelling vísar því hins vegar alfarið á bug að hann sé eigingjarn leikmaður. Hann hefur ólík hlutverk hjá félagsliði sínu og landsliði því að á Spáni er hans hlutverk að skora mörk og þar er ýtt undir að hann beiti sér sem einstaklingur. Hann á að skjóta og klára flestar sóknir hjá liðinu. Norska liðið treystir frekar á liðsheildina og þar er minna lagt upp úr að einstaklingarnir taki mikið af skarið. Sem dæmi má nefna að mikil ónægja var eftir leikinn gegn Þjóðverjum þar sem Kjelling skoraði tólf mörk og bar liðið á herðum sér. Norðmenn sögðu liðsheildina hafa brugðist og bentu á að ekkert lið gæti farið langt á einum manni. Það gleymdist næstum því að hrósa Kjelling fyrir frábæran leik þar sem einblínt var á að liðsheildin hefði brugðist. Kjelling segir það ekki vera neitt vandamál fyrir sig því hann segir leikstfl sinn passa fyrir bæði. „Ég er einstaklingur sem passa vel inn í liðheildina og get fundið mér farveg innan liðsins. Ég spila boltanum mikið frá mér og er með ágætis yfirsýn. Ég er sammála þeim sem segja að það hafi farið of mikið fyrir mér gegn Þjóðverjum. Liðið verður að spila betur saman og það verða fleiri að taka ábyrgð. Það má ekki verða þannig að ég eigi að skora tólf mörk í hverjum einasta leik. Að ég skyldi skora svo mörg mörk í þessum leik þýðir ekki að ég geri það í þeim næsta," sagði Kjelling. Félagar hans hafa tekið hann á orðinu og hann skoraði aðeins þrjú mörk gegn Svíum á þriðjudaginn. oskar@dv.is Iker Roraero, stúrskytta Rarce- sf*nska landsliðsins. t.A Kieliing tyxir Jeik ™ 1 dJ« N hann hefur ic.igxö að kynnasí hyj af eieln raiiTi hvensrí öflugur leöonaðw NoX maouníin e.r Kjeiimg spllar með Ademar f eon á Spani og hann hehtr haft .M tynr sið að eiga stdrleití gegn hítrcdona i undantornum ánini ..rimin er tOftaf ótrúlega goður gegn okbur. Þetta er samt ekki Ademar Leon hddur Noregur og Romera ^ ÖðmvlSÍ'" Glenn Solberg Sáttur við spila- mennskuna hjá NorÖmönnum þessa dagana. Reuters Glenn Solberg, fýrirliði norska landsliðsins í hand- bolta, er leiðtogi lið- sins inni á vellinum. Hann stýrir leik liðsins og er gífttrlega öflugur varnarmaður. Solberg átti frábæran leik með norska liðinu gegn Svíum á þriðjudagskvöldið, bæði í vörn og sókn, og reif sig upp Glenn Solberg, fyrirliði norska liðsins Eins og ívísindaskáldsögu eftir óvenju slakan dag gegn Króötum. Solberg sagði eftir leikinn gegn Svíum að hann velti sér ekki mikið upp úr eigin frammistöðu, hvort heldur sem það væri þegar hann spilaði vel eða illa. „Ég spái ekkert í sjálfan mig og finnst það í raun ekki skipta máli. Það er liðið sem skiptir öllu máli. f leiknum gegn Króötum var það liðsheildin sem vann leikinn og það sama var uppi á teningnum gegn Svíum," sagði Solberg hógvær. í dag var hann stórkostlegur Gunnar Pettersen, þjálfari norska liðsins, sparaði þó ekki hrósyrðin á Solberg eftir leikinn gegn Svíum. „Ég sagði við hann fýrir leikinn að hann mætti ekki efast um sjálfan sig og ætti að halda áfram að sækja að vöminni af krafti. í dag var Sol- berg stórkostlegur," sagði Pettersen. Fyrsti sigurinn á Svíum Þetta var fyrsti sigur norska liðsins á Svíum á heimsmeistara- móti og Solberg sagði að síðustu tveir dagar hefðu verið ótrúlegir. „Þetta er eins og vísinda- skáldsögu. Hver hefði trúað því að við myndum vinna Króata og Svía á tveimur dögum? Liðið sýndi hvers það er megnugt og hreint frábært að sjá hversu vel við getum spilað," sagði Solberg. Heimingsmöguleikar Norðmenn mæta Spánverjum í dag í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum og Solberg segir Norðmenn eiga góða möguleika. „Ég tel að það séu helmingslflcur að við vinnum þennan leik. Spánverjar hafa góða tækni og spila hraðan handbolta," sagði Solberg sem þekkir vel til spænska handboltans eftir nokkur ár á Spáni með stórliðinu Barcelona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.