Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Blaðsíða 11
DV MAGASÍN FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 11 Prestur„Þú færð að koma aö ítrustu aö- stæöum íllfi fólks, hvort semþaöerí gleöi eða sorg, og þvl er þetta mjög gefandi og nær- andistarf." allt um mingar í tísku að vera trúaður Lena Rós Matthíasdóttir, prestur í Grafarvogskirkju, er í draumastarfinu sínu. Hún segir fermingarbörnin ákaf- lega skemmtileg og áhugasöm um lífið og tilveruna og að prestsstarfið sé afar gefandi og nærandi starf. „Mér lfkar afskaplega vel og þetta er algjör- lega draumastarfið mitt,“ segir Lena Rós Matt- híasdóttir, prestur í Grafavogskirkju. „í þessu starfi er maður að fást við hið mannlega allan daginn. „Þú færð að koma að ítrustu aðstæð- um í h'fi fólks, hvort sem það er í gleði eða sorg, og því er þetta mjög gefandi og nærandi starf," segir Lena Rós og bætir við að hún hafi ekki enn þá upplifað slæma stund og svífi því enn um á rósrauðu skýi, ári eftir vígsluna. Mátti ekki verða of trúuð Lena Rós er 32 ára og útskrifaðist árið 2002. Hún segist hafa gengið með prestsstarfið í maganum síðan hún fermdist en tók endan- lega ákvörðun um að verða prestur þegar hún var 18 ára. Eftir námið liðu tvö ár þar til hún fékk starfið í Grafarvogskirkju þar sem hún vinnur ásamt þremur öðrum prestum. „Ég var alin upp við kristna trú og var alltaf mikið í kirkju sem krakki. Á unglingsárunum höfðu vinkonur mínar áhyggjur af því að ég yrði of trúuð af Biblíulestrinum, en við hlæjum að því í dag,“ segir Lena Rós brosandi og bætir við að þegar maður sé ungur geti maður oft verið hræddur við það sem maður þekkir ekki. „í dag eru þær eldhressar með þetta enda getur verið gott að eiga prest fyrir vin. Þær starfa flestar á sviði hins mannlega og því höfúm við nóg um að ræða þegar við hittumst." Fermingarbörnin rjóminn af samfé- laginu í vetur hefur Lena Rós verið með ferminga- rfræðslu í fullum gangi en nú er komið að lokasamtaiinu milli prests og nemanda. Lenu Rós hst vel á krakkana og segir þá rjómann af samfélaginu. „Það kom mér mjög á óvart hversu mikinn áhuga krakkarnir hafa á trúar- legum og tilvistarlegum spurningum. Þau eru ofsalega virk í samtali um guð enda er þetta yndislegur aldur og að mínu mati besti aldur- inn til að ferma þau. Þau eru svo upptekin af þessu öhu, hver þessi filvera sé, hvað taki við, hvemig manneskur þau vhji vera sem og öðr- um tilvistarspumingum svo það er mjög gam- an að ræða við þau. Þau em opin og gagnrýnin og það skapast oft mjög fjörlegar umræður um það sem sldptir þau máh.“ Fermingin lítið breyst Lena Rós segir krakkana upp th hópa ekki í fermingarfræðslunni vegna gjafanna sem fylg- ja fermingunni. „Þetta er mjögpersónubundið, hvert og eitt þeirra hefur sínar ástæður fyri því að vhja fermast. Sum þeirra hafa htið hugsað út í það af hverju maður fermist i Lena Rós „Ég varalin upp við | kristna trú og var alltafmikið I | kirkju sem krakki. A unglingsdrun- | um höfðu vinkonur mlnar áhyggjur I afþví að égyrði oftrúuð afBiblíu- I lestrinum, en við hlæjum að þvlí | dag, 'segir Lena Rós brosandi. §mmii áður en þau koma th okkar. Öðrum finnst ekki koma th greina annað en að láta ferma sig, af því ahir í fjölskyldunni em fermdir. Svo er ahtaf stór hluti sem fermist eingöngu af trúarlegum ástæð- um. Við þurfum að gæta okkar á því að setja þau ekki öh undir einn hatt. Því þótt þau hafi ekki öh þroskað með sér þá hæfrii að tjá sig um trúmál, þá hafa þau flest öðlast þann andlega þroska sem þarf th að skynja hið hehaga. Þau komast ahtaf á flug í þeim tímum sem fjaha um dulúð trúarinnar, eins og th dæmis hehaga kvöldmáltíð, hinn þrí- eina guð og um eilífa hfið.“ Þar sem Lena Rós er sjálf ung segir hún ekki margt hafa breyst síðan hún fermdist. Hún hafi að vísu verið hjá afar nútímalegum presti sem hafi ver- ið thbúinn að fara nýjar leiðir. „Ferm- ingarfræðslan fer mikið eftir prestin- um. Hér erum við fjögur sem höldum utan um þetta í sameiningu. Og hvert og eitt htar kennsluna með sínum eigin persónuleika og áherslum." Aukinn trúaráhugi Aðspurð segir Lena Rós uppsveiflu í trúará- huga íslendinga. „Ahar kannanir sýna að það er aukin ásókn í kirkjulegt starf enda er mjög margt í boði. Fólk er að koma á bænastundir, kyrrðarstundir og námskeið sem varða trúarhf- ið. Þessa auknu trúarþörf má að hluta th skýra út frá ástandinu í heiminum, hryðjuverkaógn og náttúruhamfarir vekja fólk th trúarvitímdar- innar. Það finnur fyrir þörf fýrir að haha sér upp að einhverju sér æðra og fer þá að leita th guðs." Lena Rós segist jafnvel geta sagt að það sé í tísku að vera trúaður. Hún finni ahavega ahtaf fyrir jákvæðu viðmóti. „Ég finn fyrir mik- ihi jákvæðni í garð trúarinnar og það unga fólk sem er að skíra börnin sín biður undantekningarlaust bænirnar sínar og ætlar að biðja með börnunum sínum." Sérvitri presturinn í Grafarvoginum Lena Rós og eiginmaður hennar, Hannes Páll Víglundsson, koma bæði frá Ólafsfirði en þau eiga saman þrjú börn og er von á því fjórða í sumar. Börnin þrjú bera öll tvö nöfn og mikil pæling liggur á bak við nöfnin. Fyrri nöfnin eru grísk að uppruna en þau síðari he- bresk auk þess sem þau eru öll 12 stafa þar sem lærisveinarnir voru tólf. Matthías Enok fæddist 1992, Kristín Alísa 1999 og Rebekka Tamar 2002 en reyndar eru bæði nöfnin hennar hebresk að uppruna. „Ég er eitthvað einhverf og sérvitur þegar kemur að nafnavali og þegar nýi unginn kemur í júlí verður það nafn örugglega í svipuðum dúr. f fyrstu var stafafjöldinn tilviljun en svo fannst mér bara gaman að þessu. Margir hafa hikstað á nafn- inu Tamar en það er að finna í Gamla testam- entinu og dóttir Davíðs konungs hét þessu nafni. Ætli ég geti samt ekki kahast sérvitur en erum við það ekki öll?“ indiana@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.