Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 MAGASÍN DV Ég var alltaf mjög bráðþroska sem bam. Ég var ekki nema 7 ára þegar ég var farin að skipa eldri syst- kinum mínum fyrir, vildi hafa röð og regiu á öllu og þoldi ekki óslápulag og rusl. Ég var lflca með mikið jafiiað- argeð og tók aldrei nokkum tímann frekjuköst eins og flestir krakkar gera einhvem tímann. Mamma sagði alltaf að ég hefði fæðst fullorðin. Þegar ég var um 11 ára fór ég að finna kenndir sem færast vanalega ekki yfir fyrr en á táningsárum. Eg fann að þessi smáskot sem stelpu- skottur finna fyrir á þessum aldri vom farin að breytast. Þroskaðist líkamlega á undan hinum Ég áttaði mig ekki á því fyrr en seinna hvaða tilfinningar þetta vom. Núna veit ég að ég var þama, 11 ára, farin að hugsa eins og mun eldri stúlka. Ég bældi þessar hugsanir innra með mér því ég vissi að eitt- hvað var ekki eins og það átti að vera. Ég vissi að ég átti ekki að hugsa svona. Ég var lflca bráðþroska lflcamlega, ég byrjaði 9 ára á blæð- ingum og var komin með brjóst og skapahár löngu á undan öllum jafn- öldrum mínum. Það gerði mér held- ur ekki auðvelt fyrir. Eignaðist eldri kærasta Þegar ég var 12 ára fluttum við fjölskyldan í meðalstóran bæ úti á landi og ég hóf nýtt líf. Ég vingaðist strax við eldri krakka og leið í fýrsta sinn í langan tíma vel með sjálfa mig. Þessi vinahópur tók mér eins og ég var, óháð því hversu gömul ég var. Eftir hálft ár á nýja staðnum var ég komin með kærasta sem var 5 árum eldri en ég. Þetta var mjög fallegt samband og varð strax eins og sam- band milli tveggja fúllþroskaðra ein- staklinga því hann var Iflca mjög bráðþroska miðað við aldur. For- eldrar hans vissu ekki hvað ég var gömul, héldu að ég væri jafiigömul honum svo að þau tóku mér ótrú- lega vel. Ég gat ekki sofið heima hjá honum en var hjá honum öllum stundum annars, sagði foreldrum mínum að ég væri hjá vinkonum mínum að læra. Það bimaði samt ekki á náminu hjá mér því ég var það öguð að ég leysti öll heimaverkefni vel af hendi og stóð mig með prýði. Lagðist í ástarsorg Við fórum fljótlega að sofa sam- an. Ég fann aldrei fyrir því að hann væri að nota mig eða þvf að ég væri of ung. Við sóttumst bæði jafhmikið í kynlíf þó að sambandið byggðist að sjálfsögðu ekki bara á því. Við vorum saman í þónokkum tíma, alveg þar til mamma hans komst að því fyrir tilviljun hvað ég var gömul. Hún hafði verið í lflcamsrækt og heyrt út- undan sér að tvær konur voru að tala um þetta ókristilega samband og hneyksluðust á því að nokkur móðir leyfði syni sínum að vera með 13 ára gamalli stúlku. Mamma hans lagöi saman tvo og tvo, kom heim eins og þrumuský og það varð endirinn á okkar sambandi. Ég lagðist í ástar- sorg, hætti að fara út úr húsi en mömmu grunaði ekki hvað gerst hafði, hún hélt að þetta væri bara saklaus vinkonuágreiningur sem myndi fljótlega leysast. Ferming á næsta leiti Nokkrum vikum eftir að við hætt- um saman fór ég að finna fyrir mik- illi lflcamlegri vanlíðan. Ég komst ekki fram úr á morgnana, varð óglatt og var alltaf þreytt. Þetta ár átti ég að fermast og allir krakkamir í bekkn- um mínum voru yfir sig spenntir yfir því, voru famir að tala um veisluna og fötin sem þau ætluðu að vera í snemma um veturinn. Ég fann ekki til nokkurrar gleði yfir þessu, ástar- sorgin og slappleikinn yfirgnæfði alla gleði. Orðin ófrísk Hjúkrunarfræðingurinn f skól- anum tók mig á eintal einn daginn, sagðist sjá á mér einkenni sem henni fannst ekki eiga við stúlku á fermingaraldri. Hún spurði mig beint út hvort ég væri ólétt. Ég fór undan í flæmingi og varð reið og pirruð við hana fyrir að dirfast að spyrja mig að þessu. Hún tók þá utan um mig og sagði mér að ég væri ekki ein, það væri fólk í kring- um mig sem myndi aðstoða mig og ég fengi allan þann stuðning sem ég þyrfti á að halda. Ég grét sáran í fanginu á henni í dágóðan klukku- tíma þangað til ég samþykkti að fara í óléttupróf. Ekki er að því að spyrja að niðurstaðan varð jákvæð. Ég fékk hálfgert taugaáfall en innst inni vissi ég þetta og hafði vitað lengi. Mamma og pabbi voru kölluð upp í skóla til að taka við tíðindunum. Pabbi brotnaði algerlega saman en mamma brást reið og sár við, kall- aði mig lygara og hóru í hita leiks- ins. Hjúlmmarfræðingurinn sendi mig út og náði að ræða við þau og róa þau niður þó að þetta hafi verið stór biti fyrir þau að kyngja. Var hvött til fóstureyðingar Þama var ég, örfáum mánuðum fyrir ferminguna mína, ófrísk. Ég tók þá ákvörðun strax að eiga barn- ið, ég myndi ekki láta einn né neinn þvinga mig til fóstureyðingar. Þótt það hljómi undarlega þá fannst mér ég algerlega reiðubúin að takast á við móðurhlutverkið en það var svosem í stíl við karakterinn. Mamma vildi að ég léti eyða fóstr- inu en pabbi hætti að tala við mig. Ég var alltaf svo mikil pabbastelpa og honum fannst ég hafa brugðist trausti hans. Með tímanum lærðu þau samt að sætta sig við orðinn hlut og pabbi varð aftur eins og hann átti að sér að verða. Mamma hætti lflca að þrýsta á mig með fóst- ureyðinguna, hún sá alveg að mér varð ekki haggað. Þessar fféttir komu samt óneitanlega illa við fjöl- skyldu mína og umtalið sem ég og mfnir nánustu urðum fyrir var ekki fallegt. Enn í dag er ég sár út af því sem sumir létu út úr sér á þessum tíma. Átti að kæra barnsföðurinn Bamsfaðir minn talaði aldrei við mig aftur og grunar mig að foreldrar hans hafi átt einhvem þátt í því. Ég reyndi lflca aldrei að ýta neitt á hann, ég hugsaði með mér að fyrst hann reyndi ekki að hafa samband við mig væri hann ekki þess virði. Það átti að gera mál úr þessu öllu, kæra hann fyrir nauðgun og misnotkun því ég var auðvitað undir aldri en ég og for- eldrar mfliir náðum að kveða það f kútinn. Ég vildi alls ekki að hann lenti í vandræðum því þetta var allan tímann með okkar beggja samþyldd og ekki sanngjamt að hann þyrfti að súpa seyðið af því. Presturinn yndislegur Fermingarundirbúningurinn fór á fullt og ég þtflftí að mæta einu sinni í viku í fermingarfræðslu. Margir hafa spurt mig hvers vegna ég hafi teldð þá ákvörðun að fermast þrátt fyrir þung- unina en ég svara því alltaf tfl að ég var stolt af sjálfri mér og ákvað að bera höfuðið hátt og láta ekki hleypidóma á mig fá. Presturinn, sem var yndis- legur eldri maður, tók mér ótrúlega vel. Hann tók mig margoft á eintal eft- ir fræðsluna og lagði mér lífsreglum- ar. Það hjálpaði mér mikið enda var ég mjög trúuð og er það enn. Þegar ég var komin um 8 mánuði á leið rann fermingardagurinn upp. Hann er í rauninni eins og í móðu hjá mér. Mamma og pabbi héldu smá veislu heima hjá okkur fyrir nánustu ættingja en andrúmsloftíð var dálítíð þvingað allan tímann. Sérstaklega þegar frænka mín færði mér heklaðan gafla á bamið í ferm- ingargjöf, þá fussuðu sumir og svei- uðu og systir pabba og maðurinn hennar gengu svo langt að fara úr veislunni því þeim fannst það ekki við hæfi að færa fermingarbami bamaföt. Mér þótti samt sem áður rosalega vænt um það. Tók próf með barn á brjósti Bamið kom loksins í heiminn á vordögum. Það var gleðidagur í lífi mínu sem ég gleymi aldrei. Mamma og amma vom hjá mér og ég man ekki eftir sársaukanum því að ham- ingjan sem ég fann fyrir þegar ég fékk litlu stelpuna mína í fangið yfir- gnæfði allt. Ég fór heim með litla ljósið mitt og sinnti henni af kost- gæfni undir handleiðslu mömmu og pabba sem dýrkuðu hana frá byrjun. Ég tók síðan prófin í skólanum og gekk bara vel, enda fékk ég svo mikla hjálp heima að ég gat púslað því saman að vera móðir, enn f grunn- skóla. Engin eftirsjá Eg segi ekki að árin á eftir hafi ekki verið erfið, þetta var oftar en ekki hið mesta basl og það féllu mörg tár fyrstu ár dóttur minnar. Ég hef samt aldrei séð eftir að hafa átt hana því gleðin sem hún veitir mér nær yfir allt annað. í dag er hún orðin unglingur sjálf og er sem betur fer ekkert lík móður sinni hvað þrosk- ann varðar. Þó að ég sjái ekki eftir neinu þá myndi ég ekki óska neinum þess að ganga í gegnum það sem ég þurftí að gera. Ég var alla tíð mann- eskja tfl þess að standa undir for- dómum og illu umtali en verst þykir mér hvernig þetta fór með mfna nánustu sem urðu oftar en ég fyrir barðinu á Gróu á Leití þrátt fyrir að þeir gætu ekkert að því gert hvemig manneskja ég er. FERMINGARDAGURlNN MINN 5fcrming.\rv)Aðunnn minn Iwk - 0)ý»Wf 'jkiyti 5ermi<i£.urí>Aguritm n MULALUNDUR VINNUSTOFA SÍBS • Hátúni 10c • Pósthólf 5137 • 125 Reykjavík Gestabók • Myndir • Skeyti FÆST í ÖLLUM HELSTU BÓKAVERSLUNUM LANDSINS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.