Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Blaðsíða 5
DV MAGASÍN FIMMTUDAGUR24. FEBRÚAR 2005 5 MAGASIN mælír meo.. Litríkum og skemmtilegum hippa-pilsum Nú er hægt að fá ótrúlega falleg hippa-pils í verslunum borgarinnar. f versluninni Spútnik í Kringlunni er úr- valið af þessum litrfku og skemmtilegu pilsum mikið. Flægt er að fá pils (mis- munandi stærðum en pilsin kosta ( kringum 4.500 krónurnar.Verslunar- stjórinn var að taka upp helling af nýj- um vörum svo nú er um að gera að skjótast og gera góð kaup. í Spútnik á Klapparstígnum er aftur á móti kílóa- markaður svo þar er hægt að gera frá- bær kaup á fáránlega lágu verði. ðnnu Kristínar „Það er sagt að steingeitur fæðist gamlar en eldist ekki upp frá því. Sam- kvæmt því þarf ég Ktið fyrir því að hafa að vera ungleg," segir Anna Kristín Gunnarsdóttir alþingismaður og bætir við að þetta hljómi eins og hún sé eld- gömul.„En annars held ég að sæmilega heilbrigt líferni, það að hafa gaman af lífinu og líta á hlutina með bjartsýni og jákvæðni hjálpi til við að halda hrukk- unum f burtu því það er alltaf betra að vera með broshrukkur en fýlusvip," segir Anna Kristfn. // Hvað á að gera um helgina Eitthvað skemmtilegt „Það er góð spurning, ég er ekki búin að ákveða það.Ætli ég reyni ekki að gera eitthvað skemmtilegt, skelli mér kannski ( leikhús eða bíó eða fari jafnvel upp ( Fteiðmörk og fái mér góðan göngutúr. Svo ætla ég að skoða handrit- ið af Fioudini- sýningunni sem sýnd verð- ur í Borgarleik- húsinu um pásk- ana og ég mun taka þátt í." Brynja Val- dls Gisladóttir leikkona // fyrsta kærastan mín Sæt og vel 11 staðsett „Ætli það hafi ekki verið Gunnhildur í næsta húsi þótt hún hafi aldrei vitað af því," segir GunnlaugurTorfi Stefánsson kontrabassaleikari þegar hann er spurður um fyrstu kærustuna.J fyrsta lagi var hún ákaflega vel staðsett og svo fannst mér hún sæt auk þess sem hún var eldri en ég. Mig minnir að ég hafi verið skotinn ( henni í næstum ár sem þá var stór hluti af ævinni þar sem ég var aðeins 7 ára. Ég held að ég hafi séð henni bregða fyrir um daginn og hún hefur ekkert breyst." // fyrsta íbúðin Fólk af öllum stærðum og gerðum „Fyrsta íbúðin mín var við Bræðra- borgarstíginn en þangað flutti ég haustið 1992. fbúðin var svona U-laga, nokkuð sérstök í laginu enda hafði þar ábyggilega verið rekin verslun í árdaga. Staðsetningin var mjög góð, stutt í miðbæinn en samt nógu langt frá skarkalanum. í þessu húsi ægði saman allskyns lýð, fólki af öllum stærðum og gerðum sem setti svip sinn á umhverf- ið. Þarna var yfirhöfuð gott að búa og starfa, og hefur mér alltaf þótt svoldið vænt um þennan hiuta borgarinnar. Ég flutti enda ekki langt þegar ég yfirgaf Bræraborgarstíginn heldur færði mig yfir á Ránargötuna og flutti inn til kærustunnar. Þar bjuggum við þar til við gerðumst úthverf og sögðum skilið við miðbæinn." Pálml Sigurhjartarson tónlistarmaður. HyELLUR.com J einum grænum # Simi: 577 6400 J|jMBfc ' Reiðhjól ^ íi Hlaupahjól - HHK' Hjólahjálmar P Körfuboltaspjöld JH Jafnvægishjó! TsTandi! Hvellur.com býður mikið úrval fermingargjafa Allt sem nútíma fermingarbörn óska sér. HVELLUR.COM - G. TOMASSON ehf. Smiðjuvegi 8 græn gata • 200 Kópavogur • Sími 577 6400 Hvellur@hvellur. com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.