Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 MAGASÍN DV Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona mun ferma elstu dóttur sína í mars. Mæðgurnar hlakka báðartil stóra dagsins. „Ég skil ekki öll þessi læti,“ segir Elva Osk Ólafsdóttir leikkona þegar hún er spurð hvort hún sé búin að öllu fyrir fermingu dóttur sinnar en hún fermist 19. mars næstkomandi. „Ég æda að halda veisluna heima og undirbúningurinn gerist smám saman í rólegheitunum. Þetta vex mér ekki í augum enda verður bara gaman að fá gamlar og skemmtileg- ar frænkur í heimsókn. Ég vil að þetta verði dagurinn hennar og ég sé ekki að þetta verði eitthvert mál." Prinsessukjóll er draumurinn Fermingarbarnið, Agnes Björt Andradóttir, er hins vegar orðin afar spennt. „Ég er búin að hugsa um þetta síðan ég var lítil og nú er loksins að verða af þessu,“ segir Agnes Björt og bætir við að draumafermingakjóllinn sé prinsessukjóll skreyttur pallíettum og púffi. „Við erum ekki búnar að finna fötin en hún fær alveg að ráða," segir Elva Ósk. „Ég man að þegar ég fermdist þá var mikið lagt upp úr því að kaupa eitthvað praktískt enda notaði ég mín brúnu flauelsjakkaföt mikið eftir fermingu en ef hún vill eitthvað ópraktískt þá fær hún það,“ segir hún og heldur áfram að rifja upp fermingardag- inn. „Ég skildi ekki allt þetta vesen. Allt í einu var ég orðin voðalega merkileg og ástæða þess að allt þetta fólk kom í veislu. Nokkrum vikum fyrir ferminguna höfðum við vinkonurnar ákveðið að lita á okkur hárið en kunnum ekki enskuna bet- ur en svo að við settum festinn út í sem átti ekki að gera svo ég stóð uppi með kolsvart hár, en ég hafði verið að safna ægilega fínu ljósu hári sem átti að setja upp í greiðslu. Á fermingardaginn var ég því með svo stutt hár að það lá við að líma yrði rósina svo hún myndi tolla." Fermist vegna trúarinnar Elva Ósk segir fermingargjafirnar nú til dags ekki í sjálfu sér stærri en þegar hún fermdist þar sem tímarn- ir hafi einfaldlega breyst og tæknin með. „Ég man að ég var alsæl með mitt skatthol en ég veit að ég hefði líka verið alsæl með nýjan síma ef tímarnir hefðu verið aðrir." Agnesi langar helst í digital-myndavél og peninga en aðspurð segist hún fermast af því hún trúi á guð. „Ég held að flestir fermist út af trúnni en ekki bara út af pökkunum og ég held að flestir krakkar vonist til að halda áfram að trúa á guð eftir ferming- una. Ég trúi ekki að guð sé einhver gamall karl á himninum heldur það góða sem býr í mannfólkinu," segir Agnes að lokum. indiana&dv.is Mæðgur Elva Ósk segir Agnesi alveg ráða í hvernig fötum hún verður á fermingardaginn. Fermingarbarn Á fermingardaginn var ég því með svo stutt hár að það lá við að líma yrði rós- ina svo hún myndi tolla," segir Elva er hún rifjar upp stóra daginn. Svefnpoki Vandaður svefnpoki frá Highpeak. Pokj'nn L fæst í Útilífi á aðeins 5.990 krónur. Snjóbrettagalli Flottur galli frá Billabong sem fæst í Brim. Digital myndavél Góð myndavél frá Casio sem fæst í Heimilistækjum á 42.900 krónur. Vélin er 5 milljón pixla. Fyrir töffarana Flott hjóla- bretti sem fást í Brimfrá 10.900 til Vandað og gott Kúl snjóbretti og bindin- ar sem fást í Brim og kosta 37.500 ^ krónur. Mjög M vandað og gott Option bretti. 17.900. fH Fyrir alla Jf krakka | Flottur Mp3 f spilari sem ! fæst í Heimilis- tækjum.Spilar- inn kostaði 39.000 en er á sérstöku tilboði á 25 þúsund krónur. Skrifborð Þetta borð kostar 19.500 og fæst ÍTM húsgögnum. Rúm fyrir fermingabarnið Rúm frá TM húsgögnum, 120 * 200 cm. Rúmið kostar 49.000 krónur. Tjald Þriggja manna braggatjald sem þolir veður og vind.Tjaldið fæst í Útilífi. Það kostaði 14.990 krónur en fæst núna á 11.990 krónur. á 29.900 krónur u • „hióstæða Heimabíóstæða frá Philips, MX2500, var enfest 'úna í Heimilistækjum á 24.900 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.