Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2005, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 MAGASÍN DV Sigríður Arnardóttir sjónvarpskona var sjálfstæður unglingur sem neitaði að láta ferma sig. Um tvítugt ákvað Sirrý þó að láta skíra sig og gifti sig nokkrum árum síðar. Sirrý stendur nú í ströngu þar sem elsti sonur hennar mun fermast í byrjun apríl en Sirrý fylgist áhugasöm með fermingarfræðslunni. „Ég var bara þannig gerð og fannst þetta svo mikið veraldlegt stress sem ég fann mig ekki í,“ segir sjónvarpskonan Sigríður Arnardótt- ir, betur þekkt sem Sirrý, þegar hún er spurð af hverju hún hafi ekki látið ferma sig. Sirrý stendur nú í ferm- ingarundirbúningi þar sem eldri sonur hennar mun fermast í byrjun apríl. „Ég veit ekki hvort ég ætti að vera eitthvað stressuð. Aðalatriðið er að ákveða hverjum maður ætíar að bjóða og hvar veislan á að vera. í fyrstu hafði ég hugsað mér að halda þetta heima en ákvað svo að leigja sal svo þetta verði sem ánægjulegast fyrir barnið." Enginn þrýstingur frá foreldr- um Sirrý segist sjálf hafa verið afar sjálfstæður unglingur og jafnvel svolítill hippi í sér. „Foreldrar mínir beittu mig engum þrýstingi en ég fann alveg fyrir þrýstingi frá prest- inum, kennurum og félögunum. Mörgum fannst svolítið skrítið að ég ætlaði ekki að fermast en nú veit ég að maður lifir alveg af þótt mað- ur sé dálítið öðruvísi, jafnvel á ung- lingsárunum,“ segir Sirrý og bætir við að hún hafi breyst mikið með árunum. „Ég var ekki heldur skírð en lét skíra mig um tvítugsaldurinn. Þá ætlaði yngri bróðir minn að láta ferma sig en varð að láta skíra sig fyrst og ég ákvað að fara með hon- um. Ég hafði aldrei verið trúuð en hafði lengi langað að finna trúna og það var ekki fyrr en ég var orðin fullorðin, byrjuð með þáttinn og hafði reynt ýmislegt í lífinu sem þetta small allt saman hjá mér og ég fann hana loksins. Þegar ég ætlaði svo að gifta mig í Dómkirkjunni átti ég von á því að þurfa að ferma mig fyrst. Þess þurfti hins vegar ekki þar sem fermingin er staðfesting á skírninni og ég hafði látið skíra mig nokkrum árum áður. Prestinum fannst það óþarfi þar sem ég hafði valið að láta skíra mig svona stuttu áður.“ Ánægð með soninn í dag segist Sirrý ekki sjá eftir neinu. Henni þykir frábært að hafa haft þroska til að skipta um skoðun og tækifæri til að læra meira um lífið. „Ég missti að vísu af ferm- ingarfræðslunni sem ég hef gaman af að fylgjast með í dag en ég er ánægð með að hafa fylgt sann- færingu minni. Við leyf- ðum syninum að ráða sjálfur hvort hann fermdist en hann finnur samt að við erum voðalega hlynnt því. í dag stendur líka svo miklu meira til boða, það er ekki bara ann- aðhvort eða. Ég held að ferm- ingarfræðslan sé mjög góð fyrir krakkana og finnst í rauninni yndislegt að hann ætli að láta verða af þessu. Þarna fá þau upp- byggilega og jákvæða fræðslu og læra út á hvað lífið gengur. Að mínu mati er virkilega vel að þessu staðið og ég veit að þau hafa gaman afþessu." indiana@dv.is Margar glæsilegustu konur landsins skelltu sér á lokahóf Food&Fun-hátíðarinnar, sem haldið vará Nordicahóteli, og skörtuðu þarsínu fegursta. Magasín forvitnaðist um fallegu fötin. Samgönguráðherra og fru Sturla Böðvarsson og Hallgerð- ur Gunnarsdóttir mættu íslnu finasta pússi en Hallgerður fékk sinn klæðnað í Max Mara. Flottur hópur Sjónvarpskon- an Inga Lind fékk sín föt í Sand en Helga Ólafsdóttir og Hildur Þorsteinsdóttir voru fallegar í heimatilbúnum dressum. Hér eru stöllurnar ásamt Jóni Hauki. Eiga von á barni Oddny ^ Sturludóttir og Hallgrimur 1 Helgason voru flott á loka- hófi Food&Fun sem haldið vará Nordica Hotel. Oddný fékk sín föt í versluninni Glamúr. Skrautleg Katrín Júl/usdóttir alþingiskona var ótrúlega flott í þessum kjól frá Sisley en skórnir og veskið eru úr Karen Millen. Avallt glæsileg Þórunn Lárus dóttir leikkona var stórglæsileg að vanda / þessum rauða kjól sem hún fékk I versluninni ONI. Flott saman Gulli Helga sjón- varpsmaður og eiginkona hans Ágústa Valsdóttir mættu floka- hófið. Ágústa var glæsileg i þessum fötum frá Karen Millen. Tvær flottar Þær Helga Lúð- viksdóttir og Elva Ósk Ólafs- dóttir voru stórglæsilegar að vanda á Food&Fun. Helga saumaði sjálf fötin sin en Elva Ósk keypti sln i TopShop. DV-mynd Páll Bergmann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.