Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2005, Blaðsíða 14
74 LAUCARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 Helgarblað DV Hárgreiðslumeistarinn Gunnþórunn Jónsdóttir hefur læðst um íslenskt viðskiptalíf eins og huldukona síðustu ár. Hún er nú á meðal allra ríkustu kvenna íslands og hefur ávaxtað auð sinn sem hefur marg- faldast á siðustu árum. Hún hefur upplifað djúpa sorg og stóra sigra sem gera hana að einni helstu alþýðuhetju samtímans. Gunnþórunn er ekkja Óla Kr. Sigurðssonar sem kenndur var við Olís. Gunnþórunn Jdnsdóttir er ísfirðingur, fædd árið 1946. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, aðalbókari og tón- skáld, og Rannveig Elísabet Hermannsdóttir. Gunnþór- unn kynntist föður sínum lítið þar sem hann var mikill sjúkling- ur. Hún ólst þannig upp hjá móður sinni sem varð ung ekkja og mikill dugnaðarforkur. Móðir Gunnþórunnar hafði mótandi áhrif á hana og hefur hún alla tíð ræktað hug sinn og lagt stund á andleg málefni og hugmyndafræði. Þrátt fyrir að vera meðal efnuð- ustu kvenna landsins hefur lítið borið á Gunnþórunni. Hún hefur ekki gefið færi á viðtölum og kýs að lifa einföldu lífi utan við kastljós fjölmiðlanna. Hún hefur ferðast um viðskiptalífið eins og huldukona án þess að eftir henni væri tekið þótt árangur hennar í að ávaxta fé sitt sé eftirtektarverður. Hún er oft kölluð ekkja Óla í Olís en í dag hefur henni með.ótrúlegum hætti tekist að marg- falda auð sinn sem hún skapaði með sölu á Olís eftir að eiginmaður henn- ar féll skyndilega ffá. Við þessar aðstæður, þegar margir hefðu hrein- lega gefist upp í þeirri djúpu sorg sem fylgir því að missa náinn ástvin, reis þessi sterka kona upp og tók stjórnina í sínar hendur. Hárgreiðslumeistari og prentari Gunnþórunn er menntaður hár- greiðslumeistari og rak stofu í Vestur- bænum þegar hún kynnúst Óla Kr. Sigurðssyni sem var menntaður prentari en starfaði við sölumennsku þegar þau hófu búskap nánast með tvær hendur tómar árið 1973. Bæði voru þau fráskilin og átú Óli tvo syni en Gunnþórunn son og dóttur. Óli og Gunnþórunn áttu það sameiginlegt að vera dugnaðarforkar með skýrar viðskiptahugmyndir sem þau komu óhrædd í fr amkvæmd. Saman mynd- uðu þau magnaðan drifkraft sem átti eftir að veita þeim mikla velgengni í viðskiptum. Ætluðu að hætta ung Þau hófú fljóúega innflutning og verslunarrekstur sem tengdust áhuga Gunnþórunnar á fatnaði og tísku. Þau ráku saman innflutningsfyrir- tækið Móa, Sænsk íslenska verslun- arfélagið og ú'skuvöruversluninna Victor Hugo auk þess að reka Hár- greiðslustofú Vesturbæjar. Viðskiptin léku í höndunum á þessu unga fólki sem tók þá ákvörðun aðeins 36 ára að aldri að láta staðar num- ið og selja allan sinn Við þessar aðstæður, þegar margir hefðu hreinlega gefíst upp í þeirri djúpu sorg sem fylgirþví að missa ná- inn ástvin, reis þessi sterka kona upp og tók stjórnina í sínar hendur. rekstur á íslandi. Þau höfðu á þessum tíma byggt upp vænan sjóð, ákváðu að hætta að vinna og fluttu til Spánar þar sem þau æúuðu að njóta lífsins í húsi sem þau höfðu fjárfest í á eyj- unni Mallorka. Óli undi sér þó ekíá lengi á Mailorka og var fljóúega kom- inn á fullt aftur í verkefni sem hann hafði verið að vinna í áður en þau fluttu út. Árið 1983 voru þau aftur komin heim til íslands þar sem þau höfðu fengið umboð fyrir Spar-vörur og stofnuðu þá fyrirtækið Sund sem átti efúr að verða umsvifamikið í inn- flutningi á matvörum. í kjölfarið keyptu þau Vörumarkaðinn á Sel- tjarnamesi sem þau ráku í samstarfi við Sláturfélag Suðurlands. Kaup aldarinnar Árið 1986 keyptu Óli og Gunnþór- unn svo Olís sem má segja að hafi markað upphaf umbreyúnga í ís- lensku viðskiptah'fi þegar alþýðufólk í gallabuxum tók yfir rótgróið stór- fýrirtæki. Kaupunum var líkt við að sprengju hefði verið varpað inn í við- skiptalífið enda áttu fæsúr von á að Oh's myndi enda í höndunum á ungum hjónum og það prentara og hárgreiðslumeistara. Lýsing Eirfks Jónssonar blaðamanns í ú'mariti nokkru á þessum árum endurspeglar ágæúega fjaðrafokið sem kaupunum fylgdi en hann skrifaði meðal annars: „Forsíður dagblaða voru ruddar, prentvélar stöðvaðar og fréttastjórar á nálum vegna þess að enginn vissi hvernig kornungur heildsali við Kleppsveginn gat farið að því að kaupa eitt rótgrónasta olíufélag íslands." Náðu félaginu fyrir 100 milljónir Olís var skuldum hlaðið og var í gjörgæslu hjá Landsbankanum. Óli á dælunni Óli var mjög alþýölegur og skrifstofa hans var alltafopin öllum þeim sem vildu koma þangað og spjalla. Jónas Haralz bankastjóri átti í samningaviðræðum við Skeljung sem æúaði sér að ná félaginu fýrir lítið þar sem hinn risinn, Olíufélag íslands, var ekki í aðstöðu til að eignast félagið meðal annars vegna tengsla sinna við Sambandið og yfirburðasamkeppnisstöðu á mark- aðnum. Friðrik Kristjánsson var í forsvari fyrir meirihlutaeigendur Olís sem hræddust það að enda í minnihluta í félaginu með verðhtil hlutabréf. Friðrik hóf því viðræður við Óla sem hafði áhuga á félaginu en á tímabili leit út fyrir að Flugleið- ir eignuðust félagið. Óli og Gunn- þórunn urðu hins vegar fyrri til og náðu að sölsa undir sig 74 prósenta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.