Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 11 Golf í góðviðrinu Þrátt fyrir að það sé febrúar samkvæmt alman- akinu hafa nokkrir kylfingar ekki látið vetrartíðina aftra sér frá því að leggja stund á áhugamál sitt og leikið golf á Meðaldalsvelli í Dýrafírði að undanförnu, að því er segir í BB á ísafirði. Það eru þeir allra hörðustu sem iðka golf þessa dagana, en leitaðir eru uppi snjólausir blettir og notaðar litaðar kúlur svo þær glatist ekki. Völlurinn í Dýrafirði var opnaður mun fyrr en vant er. Hólamenn íálaeldi Von mun vera á full- trúum frá fiskeldisdeild Hólaskóla til þess að kynna sér aðstæður til álaeldis á Reykhólum. Þetta kemur fram í nýju fféttabréfi hreppsins. Eins og DV hefur sagt frá íhugar einkahlutafélag þriggja manna nú að koma upp slílcu eldi í hreppnum. Og enn er til skoðunar af hálfu sveit- arfélagsins sjálfs að koma upp risarækjueldi á staðnum í samvinnu við Orkuveitu Reykjavík- ur. Sagt er að fljótt á litið s?u aðstæður á Reykhól- um býsna góðar fyrir risarækjuna. Samningar útrunnir Samningur Félags sjálf- stætt starfandi sjúkraþjálf- ara við Tryggingarstofhun ríkisins fellur úr gildi um mánaðamótin. Samninga- viðræður um nýjan sam- ning standa nú yfir milli samninganefndar heil- brigðis- og tryggingamála- ráðherra og samninga- nefndar sjúkraþjálfara en vonast er til að samningar náist á fundi nefndanna á mánudaginn, þann 28. febrúar. Ef samningar nást ekki hefur Tryggingastofn- un ekki heimild til að taka þátt í greiðslu fyrir sjúkra- þjálfun eftir 28. febrúar. Þar með verða þeir sem þarfn- ast sjúkraþjálfunar að greiða reikninga sína að fullu. Sjúklingar eru hvattir til að geyma kvittanir sínar ef samningar verða aftur- virkir, þegar þar að kemur. Leiðrétting Sá leiði misskilningur kom fram í blaðinu á fimmtudag aðNfls Gíslason uppfinn- ingamaður var sagður eiga sjö stráka en hið rétta í málinu er að hann á fimm stráka og eina dóttur sem var að vonum sár. Ungliðar koma upp um læknamafluna Lyfjafyrirtæki gefa læknum milljónir Ungir jafnaðarmenn, ungliða- hreyfing Samfylkingarinnar, skora á íslenska lækna og samtök þeirra að veita almenningi allar upplýs- ingar um þær boðsferðir sem farnar séu á kostnað lyfjafyrirtækja. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ungliðunum sem segjast hafa undir höndum upplýsingar sem sanni spillinguna innan þess sem Andrés Jónsson, formaður hreyfingarinnar, kallar „læknamafíuna". „Ungir jafnaðarmenn hafa undir höndum upplýsingar um að al- vanalegt sé að lyfjainnflytjandi sendi starfsmann sinn með í hóp- ferðir íslenskra lækna til útlanda. Starfsmaðurinn er þá nokkurs kon- ar fararstjóri í ferðinni og sér hann um að greiða „allt" fyrir læknanna á meðan á ferðinni stendur. Gisting á fimm stjörnu hótelum, kvöldverðir og vínföng á fínum veitingahúsum og önnur skemmtan sé þá jafnan greidd með fyrirtækjakorti lyfja- heildsalans og segja heimildamenn Ungra jafnaðarmanna að kostnað- ur við hverja slíka ferð geti hlaupið á milljónum króna," segir í fréttatil- kynningunni. DV fjallaði um hópferð íslenskra lækna í boði lyfjafyrirtækja á ráð- stefnu í Stokkhólmi 14. október síð- astliðinn. Sögðust fyrirtækin Eli Lilly, Wyeth, Astra-Zeneca og Pfizer ýmist vera með lækna á sínum veg- um á ráðstefnunni eða stunda slíkt. Lundbeck neitaði að svara. Síðan þá hefur Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir tekið málið upp á Alþingi. í kjölfar þess hefur Lækna- félag íslands óskað lögffæðiálits. Ungir jafnaðarmenn gagnrýna Læknafé- lagið fyrir að letja lækna til að veita upplýsingar með þessum hætti. Andrés Jónsson for- maður jafnaðarmanna Gagnrýnir lyfjafyrirtæki fyrir að bjóða læknum á fimm stjörnu hótel. 2 2 4 * ***** / £ S X**t* i m j* 2 V 5 2 5 * * # t „S1 • - \ \ : **•«**•*«, % **»*■ i **»!***« Ug, fff fgf yfA Si«n liu* ^»11111111«' ******** niif >*Iiiih ’!•»*• BRIMKLÓ í KLÚBBNUM VIÐ GULLINBRÚ í KVÖLD ALLIR UM BORÐ ÞVÍ NÚ VERÐUR KÁTT í KLÚBBNUM OPIÐ TIL KL. 04.00 NÁNARI UPPLÝSINGAR Á www.klubburinn.is og í síma 567-3100 SJÓFERÐ ( KLÚBBNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.