Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2005, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2005, Page 11
DV Fréttir LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 11 Golf í góðviðrinu Þrátt fyrir að það sé febrúar samkvæmt alman- akinu hafa nokkrir kylfingar ekki látið vetrartíðina aftra sér frá því að leggja stund á áhugamál sitt og leikið golf á Meðaldalsvelli í Dýrafírði að undanförnu, að því er segir í BB á ísafirði. Það eru þeir allra hörðustu sem iðka golf þessa dagana, en leitaðir eru uppi snjólausir blettir og notaðar litaðar kúlur svo þær glatist ekki. Völlurinn í Dýrafirði var opnaður mun fyrr en vant er. Hólamenn íálaeldi Von mun vera á full- trúum frá fiskeldisdeild Hólaskóla til þess að kynna sér aðstæður til álaeldis á Reykhólum. Þetta kemur fram í nýju fféttabréfi hreppsins. Eins og DV hefur sagt frá íhugar einkahlutafélag þriggja manna nú að koma upp slílcu eldi í hreppnum. Og enn er til skoðunar af hálfu sveit- arfélagsins sjálfs að koma upp risarækjueldi á staðnum í samvinnu við Orkuveitu Reykjavík- ur. Sagt er að fljótt á litið s?u aðstæður á Reykhól- um býsna góðar fyrir risarækjuna. Samningar útrunnir Samningur Félags sjálf- stætt starfandi sjúkraþjálf- ara við Tryggingarstofhun ríkisins fellur úr gildi um mánaðamótin. Samninga- viðræður um nýjan sam- ning standa nú yfir milli samninganefndar heil- brigðis- og tryggingamála- ráðherra og samninga- nefndar sjúkraþjálfara en vonast er til að samningar náist á fundi nefndanna á mánudaginn, þann 28. febrúar. Ef samningar nást ekki hefur Tryggingastofn- un ekki heimild til að taka þátt í greiðslu fyrir sjúkra- þjálfun eftir 28. febrúar. Þar með verða þeir sem þarfn- ast sjúkraþjálfunar að greiða reikninga sína að fullu. Sjúklingar eru hvattir til að geyma kvittanir sínar ef samningar verða aftur- virkir, þegar þar að kemur. Leiðrétting Sá leiði misskilningur kom fram í blaðinu á fimmtudag aðNfls Gíslason uppfinn- ingamaður var sagður eiga sjö stráka en hið rétta í málinu er að hann á fimm stráka og eina dóttur sem var að vonum sár. Ungliðar koma upp um læknamafluna Lyfjafyrirtæki gefa læknum milljónir Ungir jafnaðarmenn, ungliða- hreyfing Samfylkingarinnar, skora á íslenska lækna og samtök þeirra að veita almenningi allar upplýs- ingar um þær boðsferðir sem farnar séu á kostnað lyfjafyrirtækja. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ungliðunum sem segjast hafa undir höndum upplýsingar sem sanni spillinguna innan þess sem Andrés Jónsson, formaður hreyfingarinnar, kallar „læknamafíuna". „Ungir jafnaðarmenn hafa undir höndum upplýsingar um að al- vanalegt sé að lyfjainnflytjandi sendi starfsmann sinn með í hóp- ferðir íslenskra lækna til útlanda. Starfsmaðurinn er þá nokkurs kon- ar fararstjóri í ferðinni og sér hann um að greiða „allt" fyrir læknanna á meðan á ferðinni stendur. Gisting á fimm stjörnu hótelum, kvöldverðir og vínföng á fínum veitingahúsum og önnur skemmtan sé þá jafnan greidd með fyrirtækjakorti lyfja- heildsalans og segja heimildamenn Ungra jafnaðarmanna að kostnað- ur við hverja slíka ferð geti hlaupið á milljónum króna," segir í fréttatil- kynningunni. DV fjallaði um hópferð íslenskra lækna í boði lyfjafyrirtækja á ráð- stefnu í Stokkhólmi 14. október síð- astliðinn. Sögðust fyrirtækin Eli Lilly, Wyeth, Astra-Zeneca og Pfizer ýmist vera með lækna á sínum veg- um á ráðstefnunni eða stunda slíkt. Lundbeck neitaði að svara. Síðan þá hefur Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir tekið málið upp á Alþingi. í kjölfar þess hefur Lækna- félag íslands óskað lögffæðiálits. Ungir jafnaðarmenn gagnrýna Læknafé- lagið fyrir að letja lækna til að veita upplýsingar með þessum hætti. Andrés Jónsson for- maður jafnaðarmanna Gagnrýnir lyfjafyrirtæki fyrir að bjóða læknum á fimm stjörnu hótel. 2 2 4 * ***** / £ S X**t* i m j* 2 V 5 2 5 * * # t „S1 • - \ \ : **•«**•*«, % **»*■ i **»!***« Ug, fff fgf yfA Si«n liu* ^»11111111«' ******** niif >*Iiiih ’!•»*• BRIMKLÓ í KLÚBBNUM VIÐ GULLINBRÚ í KVÖLD ALLIR UM BORÐ ÞVÍ NÚ VERÐUR KÁTT í KLÚBBNUM OPIÐ TIL KL. 04.00 NÁNARI UPPLÝSINGAR Á www.klubburinn.is og í síma 567-3100 SJÓFERÐ ( KLÚBBNUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.