Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2005, Blaðsíða 33
32 LAUCARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 Helgarblaö DV DV Helgarblaö LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR 2005 33 LitPÍk n j unstpuð sumartiska Nú er tíminn til að fylla fataskápinn af fallegum sumarfötum. DV leitaði til nokkurra einstaklinga sem eru framarlega i tiskunni og fékk þeirra álit á tiskunni í sumar. Útkoman er blönduð. Jarðlitir, pastellitir og grænn eru allsráðandi. Tískan verður hippaleg og kvenleg i senn og karlmenn eiga að ganga i vönduðum flíkum. Meira Michael Cane en Beckham „Ég fæ nýja sendingu á sex vikna fresti og það er nátt- úrlega meiri vetur á veturna og meira sumar á sumrin en ég segi aldrei að sumarvörunar séu komnar," segir Ind- riði Guðmundsson klæðskeri. „Mínir viðskiptavinir eru karlmenn á öllum aldri sem vilja góðar vörur sem endast vel. í sumar verður tískan fjölbreytileg. Hvað jakkafötin varðar er mjög mikið af einlitu; dökkblá og dökkgrá föt með ljósri skyrtu og dökku bindi. Fötin eru þröng og með einni tölu. Hins vegar eru svo litríkar skyrtur og bindi og dökk föt,“ segir Indriði og bætir við að fyrir utan jakkafötin sé áherslan á betri föt og meiri klassík. „Þú ert frekar I frakka en úlpu og það eru að koma mjúkir leðurjakkar og mikið af póló. Ég er ótrúlega ánægður með þessa tísku, hefð- bundinn herrafatnaður er risa- pottur og það er endalaust hægt að sækja í hann eitthvað fallegt. Upp á síðkastið hefur verið dálítið ráðvillt stemning, svona ýktasta útgáfan af metrósexúal. Núna erum við hins vegar að leita aftur í hefð- ' irnar. I gegnum tíðina hafa bæði konur og karlar átt sína skæru liti og nú er komið að skæru litunum fyrir karlmenn. Bleikur er ekki Iengur píku- bleikur, hann er meira Michael Cane en Beckham." Indriði Guðmundsson klæð- skeri Indriði segir fötin sem hann klæðist vera eins og einkennisbún- ing úr fortiðinni þar sem Andy War- hol hafi alltaf verið svona klæddur. Pífur, litir og mismunandi munstur „Tískan í sumar verður mjög litrík," segir Ragna Fróða fatahönnuður sem er með merkið Path of love og er staðsett á Laugaveginum. Ragna hefur verið í fatahönn- unarbransanum í fimm ár og er tilbúin með sína línu fyrir sumarið. „Línan er samt í stöðugri vinnslu því við framleiðum jafiióðum. Sumarið verður afar litríkt, blanda af skærum litum og pastellitum og munstrin verða skræpótt. Það verður engin minimalismi í gangi heldur meira um pífur, liti og mismunandi munstur blönduð saman," segir Ragna og bætir við að hún fari þó sjaldnast eftir því sem er I tísku hverju sinni heldur frekar eftir eigin höfði. Ragna er einnig að taka inn nýjar vörur frá fatahönnuðum frá Finnlandi og Japan þannig að sumarlínan ætti að verða fjölbreytt í Path of Love. Allt í einum graut „Eins og þjóðfélagið er í dag er hægt að segja að það séu miklir straumar og að nánast allt sé í gangi,“ segir Ásgrímur Már Friðriksson fatahönnunarnemi við Listaháskóla íslands. „Vegna aukinna íjölmiðla er nánast allt í gangi. Þetta er tiltölu- lega nýkomið, en þetta byrjaði með árþúsundaskiptunum. Maður verður fyrir svo miklu áreiti alls staðar og þetta hrærist allt saman,“ : segir Ásgrímur sem vill ekki nefna neitt eitt nema þá helst bleikan lit. „Ég er mjög hrifinn af bleiku og finnst hanní flottur fyrir bæði kyn.“ Ásgrímur hannar mest nælur og selur þær í Lakkrísbúðinni. „Ég bý til nælur úr gömlum ónýtum skart- gripum og nota þær eins og nafnspjöld til að aug- lýsa mig. Á útskriftarsýn ingu í Listaháskólanum um miðjan maí verður ágætisslatti af flíkum ffá mér en svo ætla ég að halda áffam út ffá þeirri sýningu og verð svo með aðra erlendis í haust.“ Ásgrímur Már Friðriksson nemi í fatahönnun Ásgrlmur hannar aðallega nælur eins og þessa sem hann er með á myndinni. Allt sem kemur úr náttúr- unni í uppáhaldi „Sumarið verður fjölbreytt, jarðlitir og sterkir litir í bland og þægileg efni," segir Ágústa Margrét Amardóttir sem ffamleiðir undir merkinu Gusta Design. „Ég er meira fyrir fylgihluti en fatnað en ég er einnig að gera brún, vínrauð og mosagræn pils sem ég ætla að skreyta með skærum blúndum og öðrum dúllum. Töskumar verða hins vegar mjög fjölbreytilegar og fylgihlutimir miklu skærari," segirÁgústa en hún framleiðir famaðinn og töskurnar aðallega úr hreindýraskinni. „Hreindýrið er ákaflega skemmtilegt að því leyti að æðakerfið er mjög • ljóst þannig að rúskinrúð verður aldrei einlitt. Skinnið er í rauninni nógu flott eitt og sér en svo getur maður leikið sér með fylgihlutina. Ég hef mjög gaman af því að vinna með eitthvað sem kemur úr náttúrunni, sama hvort það er hreindýr, fiskroð eða hreindýrahom." Ágústa selur vömnar sínar í Oni við Laugaveginn og sumarlínan hennar kemur á markaðinn um leið og hún hef- ur fengið hreindýra- skinnið úr sútun. „Ég kem frá Horna- firði og vildi óska að ég gæti einnig selt vömnar mínar þar en eins og er hef ég nóg að gera f skól- anum og að firam- leiða fýrir Oni." Agústa Margrét Arnardóttir „Sumarið verður fjölbreytt,jarðlitir "og sterkir litir I bland og þægiieg efni,“segir Ágústa sem framleiðir undir merkinu Gusta Design. Hún hannaði sjálf pilsið og töskuna en hvort tveggja er úr hreindýraskinni. Hippaleg tíska undir áhrif- um frá Afríku og Indlandi „Mín sumarlína fer að verða tilbúin," segir Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir fatahönnuður sem selur famaðinn sinn undir merkinu ihanna. „Hjá mér er mjög mikil lita- gleði en ég hef verið að leika mér með blóm og sker þá í efnin. Pilsin em til dæmis bundin saman, græn að ffam- an og aftan og með hvítu stykki undir. Ég klippi svo út blóm svo hvíta efnið komi fram. Eins hef ég verið að leika mér að þessu með toppana, þá læt ég húðina glitta í gegn, þannig að það er húðin sem myndar munstr- ið.“ Aðspurð segir Ingibjörg tískuna í sumar saman- standa af miklum munstrum og jarðlitum og telur að grænn litur verði afar vinsæll. „Ég held að þetta verði mjög hippa- legt og undir áhirif- um frá Afiíku og Indlandi. Ég er með nokkrar hug- myndir í þessum dúr og ætla að leika mér eitthvað að þessu og selja í Oni." Tískan er líf mitt og yndi „Ég hef verið með svona kósí famað, mikið um blúndur og gull og dúllerí en í sumar ætla ég að nota bjartari liti í svipuðum stfl," segir Kristín Kristjánsdóttir fatahönnuður sem hefur saumað og hannað undir merkinu Ryk frá 14 ára aldri. „Ég hef alltaf fylgst virki- lega vel með tískunni enda hefur hún verið mitt líf og yndi síðustu árin. Ég hef gengið í minni eigin hönnun alveg síðan ég var bam og hef fengið rosalega góð við- brögð og er undantekninga- laust spurð að því hvar ég hafi fengið fötin mín," segir Kristín en hægt er að kom- ast í samaband við ÁBj hana í gegnum kristinryk@sim- net.is. „Ég hannaði þetta merki þegar ég var 14 ára og hef haldið tryggð við það síðan. Ég hef selt í versluninni Sirku á Akureyri en hef ekkert reynt að koma þessu inn í verslanir hér í borginni enda er Kristín Kristjánsdóttir Kristln hannaði fötin sjálfsemhúneríá myndinni.„Þessi föt hafa verið ótrúlega vinsæl hjá vinkonum mlnum og I eittskipti gekk huggu- legur maður upp að einni vinkonu minni og spuröi hvort þau væru Dolce&Gabbana. Ég hef fengið mjög mikla at- hyqli fyrirþau." Minna pönk, meiri kvenleiki „Afrísk munstur verða mjög áberandi í sumar og áherslan færist frá mjöðmum og upp í mitti," segir Sóley Kaldal sem hefur hannað mikið af fötum síðustu árin. Sóley hefur þó lítið selt upp á síðkastið, enda er hún í skóla, en hún er dugleg að breyta gömlum fötum svo þau falli að sínum smekk. „Ég held að tískan verði minna pönkuð og meira kvenleg. Gallabuxurnar ná hátt upp með jafnvíðum skálmum og beltin verða allsráðandi. Beltin eru þá sett um mittið, utan yfir boli, peysur og frakka. í litunum myndi ég segja að miðjarðarhafslitir, grænir, sjávarlitir með brúnu í, gult, brúnt, grænt og túrkisblátt og jarðlitir verði vinsælir, en ég held að það verði ekki svona brjáluð litagleði og hefur verið undanfarin sumur. Ég held líka að kv- artbuxur verði ekki smart í sumar, hné- buxur með dragtarsniði eru miklu flott- ari í hitanum. í karlatískunni verða buxurnar þrengri en áður og mér finnst síðir, flegnir bolir með v- hálsmáli mjög flottir. Þetta ofur- metró útlit, þar sem strákarnir eru of snyrtir, greiðslan, eyrnalokkur- inn og allt í stíl og æðislegt, mun lúta lægra haldi fyrir sjúskaðri og afslappaðri tísku. Hárið verður eirmig afslappaðra, engar svaka- legar klippingar sem sjást langar leiðir." Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir fatahonn- uður Fötin sem Ingibjörg er Iá myndmni hannaði hún sjálf, en hún kallar slna framleiðslu ihanna. svo rrúkið að gera hjá mér að ég veit ekld hvort ég hafi tíma til þess,“ segir Kristín og bætir við að hún sé samt ekkert að verða rík á þessu. „Á meðan ég er að kynna mig ætla ég að halda verðinu niðri enda er ég enn algjörlega á byrjunarreit." — Sóley Kaldal „Þetta er gamall samfestingur sem ég fann og breyttif skyrtu. Hann var ótrúlega asnalegur en er með þetta munstur sem núerl gangi. Svo festi ég bara á hann pallíettur, linda og fleira og setti beltiyfir." Þægileg föt fyrir alvöru konur „Ég held að það sé rosalega erfitt að segja til um hvað sé í tísku því fólk er farið að klæða sig eftir sínum eigin persónuleika sem mér finnst mjög ánægjulegt," seg- ir íris Eggertsdóttir fatahönnuður Isem selur vörumar sínar í Oni. „Þegar maður flettir blöðunum sér l maður að sumir eru rokkarar, aðrir El hippar og enn aðrir flott skrifsto- P fufólk og þetta virkar bara allt ® saman, enda erum við sem betur fer ekki öll eins.“ Það sem vakir , fyrir írisi eru hins vegar þægileg föt fyrir konur með alvöruvöxt. k „Það er til svo mikið af fötum P fyrir stelpur með unglingavöxt W en það verður að vera til eitthvað Rfyrir hinar líka. Ég vinn mikið j. með prjóna- og teygjuefni sem ■ leggst fallega að línunum. Bol- unir eru sfðir, enda er fátt leiðinlegra I en þegar bumban sést ef maður lyftir höndunum. Litimir hjá mér ráðast ein- faldlega af efnunum sem ég safiia að mér og kaupi en efhin verða að vera áhuga- verð. Stíllinn er einhvers staðar á milli hippa og rokkara með smávegis af gulli í, en umfiam allt eru fötin þægileg. Ég legg mikið upp úr fris Eggertsdóttir fatahönnuð- ur Iris hannaði kjólinn og beltið sem hún er með á myndinni.„Þetta er það sem ég verð með I sumar. Þaö er hægt að vera berleggjuð, I sokkabuxum eða I gallabuxum viö kjólinn.“ því að hægt sé að blanda sam- an fötum úr öll- um áttum og auka þannig ^iotagildið/^^ Stór munstur og rómantík „Okkar hönnun heyrir kannski ekki undir hefð- bundna tískustrauma þar sem við erum fyrst og fremst með notagildið og gæðin í huga," segir Bergþóra Guðna- dóttir, en hún og Jan Davidsson eru hönnuðir hjá 66 gráðum Norður. „Hinn almenni frístundafatnaður er samt alltaf vaxandi hluti af þessari línu og þar koma tískustraumamir helst inn í, en við göngum þó alltaf út frá þessu útívistar-konsepti. Fyrir sumarið erum við að vinna með létt efiú auk þess sem við tökum inn nýja lití fyrir hverja árstíð. Hluti af sumarlínunni okkar tengist golfi, þetta er íþróttafatnaður fyrir sumarið á meðan vetrarfötin tengjast meira ískhfri og vetrarfjallamennsku. Núna erum við enn í jarð- litum auk þess sem við erum að koma með sæ- grænan lit, svokallaðan hot spring green," segir Bergþóra en bæði hún og Jan em dugleg við að sækja sýningar sem tengjast útívistargeir- anum, sem og tískunni yfir höfuð. Aðspurð segir Bergþóra sum- artískuna afar róman- tíska. „Ég held að það verði mikið um stór munstur, rómantísk blómamunstur og græna tóna," segir Bergþóra og bætir við að hún ætli sjálf að taka þátt í þessari tísku. „Alla vega ætla ég að taka þátt að klæða aðra svona.“ Dót sem lítur út fyrir að virka en er bara bull „Það sem ég fíla núna em hlutír sem líkjast axlarböndum en em það ekki, svona over all- stemning, printed-efhi og fyrir- ferðamikil föt," segir Eygló Margrét Lámsdóttir sem stundar nám við Listahá- skóla íslands. „Ég var að uppgötva svona safarí-útlit eftir að ég fékk beis-litaða dragt ffá mömmu úr rúskinni. Mér finnst allskon- ar bönd og alls kyns dót sem lítur út fyrir að virka en erl bara eitthvað bull vera flott. Flóknir stórir hlutír og hugsanlega stór munstur og massívir hlutir. Jakk- amir eiga að vera stórir, j skartgripirnir stórir og hangandi en svo getur þetta allt bara breyst á einum degi.“ Eygló Margrét Lárusdóttír Eygló saumaöi þennan kjól sjálfen hann er einmitt hluti þeirrar tlsku semhenni finnst flottust núna. Skemmtileg hippatíska er málið „Sumarlínan verður skemmtilega hippaleg," segir Unnur Knudsen textflhönnuður. „í rauninni verð ég með afar litla sumartísku enda er ég ekki í því að breyta snið- um heldur snýst þetta mest um munstur og liti og þeim breyti ég eftir árstíðum," segir Unnur en bolurinn sem hún er I á myndinni er í vorlitnum hennar, lime grænum. Vörumar hennar, sem samanstanda aðallega af bolum og klútum, em til sölu I Kirsuberjatrénu við Vestur- götuna. „Ég hef fengið afar góð viðbrögð og hef reyndar ekki við að anna eftirspurn á þessum handþrykktu bol- um enda er mjög seinlegt að ffamleiða þá. En ég reyni að hafa mig alla við til að ffamleiða handa þeim sem vilja. Ég ætla algjörlega að taka þátt í þessari hippatísku í sum- ar enda hef ég mjög gaman af þessum fötum." Þægilegt og einfalt „Ég get ekld sagt að ég verði með ákveðna línu fýrir sumarið heldur er ég stöðugt að þróa minn fatnað," ■ ff/KMk segir Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir I fatahönnuður og textflkennari sem framleiðir fatnað undir merkinu K- ,Æ Design. „Alla vega hef ekki ekki (K unnið þannig hingað til en í tóciu sumar verða fötin mín lit- rík og létt og ég ætla að halda áfram að hafa þetta sem þægileg- ast og einfaldast," segir Kolbrún sem selur fötin sín í versluninni Oni. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð við því sem ég er að gera en svo fer líka alltaf mikið til vina og X ættingja. f sumar verður mikið um munstruð efni. Ég held að pastellitir og ljósir litir verði áberandi og mímpilsin sem og hnésíð pils verða áberandi áfram." Kolbrún Ýr Gunnarsdóttlr fata- hönnuður og textílkennari Fötin sem Kolbrún er I á myndinni eru lýsandi fyrir stllinn hennar lsumar.„Ég verð með mikið afpífum, þetta ersum- arleg og spænsk stemning." HtsT DV-mynd Páll Bergmann/Valli/E.ÓI/Vilhelm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.