Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2005, Side 8
8 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005
Fréttir DV
Hákon Eydal, morðingi Sri Rahmawati sagði við réttarhöld í gær að Sri hafi verið spilafíkill og
vændiskona. Sækjandi sagði að hann hafi marghótað að drepa hana áður en hann lét til skarar
skríða. Hann viðurkennir að hafa sent henni SMS með morðhótun. Geðlæknir segir hann ekki sýna
nein merki iðrunar. Ákæruvaldið fer fram á 16 ára fangelsi.
Hjo Sri meö kubeini
og kennir henni um
í aðalmeðferð í máli gegn Hákoni Eydal í gær komu fram
hrottafengnar lýsingar á aðferð Hákons við morðið á
fyrrverandi sambýliskonu hans, Sri Rahmawati. Eftir að
deilur um umgegnisrétt yfir dóttur þeirra, sem enduðu að
sögn Hákons með þeim orðum Sri að hann fengi aldrei að
sjá barnið sitt aftur, þreif hann kúbein og barði Sri ítrekað
með því, þar af fjórum sinnum í höfuðið.
Fyrstu höggin lentu á höndum
Sri þar sem hún reyndi að verja
sig fyrir árás barnsföður síns en
eftir að eitt högganna lenti í höfði
hennar hneig hún niður á gólfið
og vaknaði ekki aftur. Hákon hélt
þá áfram að slá í höfuð hennar
með klaufarhluta kúbeinins. Eftir
að höggum Hákons linnti tók
hann taubelti og herti að hálsi
hennar. Það var þessi gjörð
Hákons sem leiddi Sri til dauða
þótt réttarlæknir hafi talið að höf-
uðsárin hafl verið svo alvarleg að
Sri hefði líklega ekki lifað þau af.
Hákon segist hafa hert beltið
að hálsi Sri til að stöðva blæðing-
una úr höfði hennar en því var
hafnað sem fráleitri útskýringu af
sækjanda. Lögreglumaður lýsti
því fyrir rétti hvernig blóð hafði
skvettst um herbergið þar sem
Hákon drap Sri og hvernig blóðug
spor voru um alla íbúðina eftir
hann.
Þreif líkið í sturtunni
Verjandi Hákons hvatti Hér-
aðsdóm til að setja sig í spor hans
og krafðist sýknu. Hann benti á
að samband Hákons og Sri hafl
verið stormasamt. Hún hafi ekki
leyft Hákoni umgangast barn
þeirra og það hafi leitt til hrak-
andi geðheilsu Hákons. Hákon
sagði frá því fyrir dómi að hann
hefði sent Sri skilaboð í farsíma
um að hann skyldi drepa hana ef
hún leyfði honum ekki að taka
dóttur sína með á ættarmót.
Verjandi Hákons sagði að
verknaðurinn hafí verið unninn í
svo mikilli geðshræringu að Há-
kon hafi ekki ráðið við gjörðir sín-
ar.
Sjálfur sagði Hákon við dóm-
inn að atburðir hins örlagaríka
dags væru enn óljósir í huga sér.
Hann rifjaði þó upp hvernig hann
bar líkið af Sri inn í sturtu eftir að
hann banaði henni. Þar sagðist
hann hafa þrifið lfkið, sett svo í
poka og borið út í bfl.
Vitni sá líkamshluta
Kona sem sá Hákon bera lík
Sri Rahmawati úr húsi sínu sagð-
ist hafa verið á gangi með púðlu-
hundi sínum þegar hún varð vör
við Hákon. Hún sagðist hafa séð
Hákon bera stóran poka og henni
hefði fyrst virst sem það væri
hundur í pokanum.
Vitnið kvaðst hafa
séð móta fyrír
rasskinn og fótum í
pokanum og Hákon
hafi hent honum í
skottið á Nissan
Patrol bifreið sinni.
Þá hafi maður af asískum upp-
runa gengið framhjá og stað-
næmst til að tala í farsíma. Við
það hafi Hákoni brugðið og
stokkið á bakvið tré til að fela sig.
Vitnið sagði að þetta hefði vakið
grunsemdir hjá sér og þær hafi
verið staðfestar skömmu síðar
þegar Hákon kom úr felum. Þá
hafi hún séð móta fyrir mannslík-
ama í poka Hákons. Vitnið kvaðst
hafa séð móta fyrir rasskinn og
fótum í pokanum og Hákon hafi
ssSísas
■ ■TftWHr
Forsiða DV 7. júlí 2004
Grunur beindist að Hákoni.
hent honum á skottið á Nissan
Patrol bifreið sinni.
Konan orðaði það þannig í
réttarsal að þá hafi hún vitað að
hún hafi séð eitthvað sem hún
átti ekki að sjá.
í sturlunarástandi
Eftir að hafa komið líki Sri
Rahmawati fyrir í bifreið sinni
sagði Hákon að hann hafi losað
sig við farsíma hennar í sjóinn og
haldið upp í Hafnarfjarðarhraun í
leit að sprungu. Eftir að hafa
fundið gjótu kom Hákon líkinu af
fyrrum sambýliskonu sinni þar
fyrir ásamt pokanum og kúbein-
inu.
Hákon kveðst hafa verið í
sturlunarástandi á þessum tíma
en geðlæknir sem fenginn var til
úrskurðaði hann að fullu sakhæf-
an. Læknirinn telur jafnframt að
Hákon hafi neikvæða afstöðu
gagnvart konum. Hann sagði
Hákon tala mjög neikvætt um Sri
þrátt fyrir að hafa verið mjög hrif-
inn af henni.
Geðlæknirinn sagðist ekki
merkja neina iðrun hjá Hákoni.
Faðir hans neitaði að bera
vitni
Faðir Hákons bjó með hon-
um þegar morðið var framið.
Hann var kallaður til að bera
vitni í gær en kaus að nýta rétt
sinn til að neita að bera vitni.
Virtist Hákoni nokkuð brugðið
við þetta. Bróðir Hákons sem
fylgdi öldruðum föður sínum í
réttarsalinn sagði í samtali við
DV að faðir sinn hafi einfaldlega
kosið að nýta þennan rétt sinn.
Morðinginn Hjó bamsmóður it-
rekað i höfuðið með kúbeini.
að meta sakhæfi Hákons
fellst ekki á það. Geð-
læknirinn bar fyrir dómi
í gær að Hákon hafi vitað
hvað hann var að gera og
Hann hafi viljað fara heim að
hvfla sig.
Enginn iðrun
I lokamálflutningi sínum
benti Ragnheiður Harðardóttir
saksóknari sérstaklega á stærðar-
mun Hákonar, sem er tæpir tveir
metrar að hæð og afar stæðilegur,
og Sri sem var 158 cm. Gjörðir
sýni að augljóst hafi verið að
hann hafi ætlað að drepa Sri.
Hákon hafi oft haft á orði að hann
ætlaði að drepa hana og hegðun
Hákons eftir morðið, hvernig
hann hafi druslað henni í hraun-
gjótu sýna staðfastan og ein-
beittan brotavilja.
Hún sagði að Hákon hafi ítrek-
að hallmælt Sri og sagt hana hafa
beitt sig ofbeldi. Einnig hafi Há-
kon sagt Sri vera spilaffldl og að
hún hafi stundað vændi. Þetta
hafi verið til að sverta mannorð
Sri og beri ekki merki iðrunar.
Aðalmeðferð í málinu er lokið.
Dómur verður kveðinn upp
innan skamms.
andri@dv.is
í dómsal Ráðfærirsig við
verjanda sinn Brynjar Nielsson