Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2005, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2005, Qupperneq 16
76 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 Helgarblað DV Björgólfur Thor Björgólfsson er fyrsti íslendingurinn til að komast inn á lista yfir 500 ríkustu menn heims. Af því tilefni verður fjallað sérstaklega um hann í hinu heimsþekkta Qármálariti Forbes. Björgólfur Thor gekk í Versló í skugga málaferlanna gegn föður hans í Hafskipi, menntaði sig í bestu háskólum Bandaríkjanna, barðist áfram í hörðum heimi Rússlands og er lykilmaður i íslenskum bankaheimi og lyfjaiðnaði og orðinn stór í Evrópu í símaiðnaði og fjárfestingum. Björgólfur Thor Björgólfsson fæddist 19. mars áriö 1967. Hann er sonur Björgólfs Guðmunds- sonar og Þóru Hallgrímsson. Björgólfur Thor á fjögur eldri systkini sem móöir hans átti fyrir og Björgólfur eldri ætúeiddi. Björgólfur Thor var þó langyngst- ur og tíu árum yngri en það yngsta af hinum. Systir Björgólfs Thors, Margrét Björgólfsdóttir, sem fædd var 1955 lést af slysför- um áriö 1989, áöeins 33 ára að aldri. Afi Þóru var athafnamaður- inn Thor Jensen en pabbi hennar, Hallgrímur Friðrik Hallgrímsson, var lengi forstjóri Skeljungs, svo Björgólfur hafði viðskiptavitið að sækja í báðar ættir. Útskrift f skugga Hafskips- málsins Björgólfixr ólst upp í Vestur- bænum þar sem hann gekk í Melaskóla og síðar Hagaskóla. Að loknu stúdentsprófi frá Verslun- arskóla íslands lá leið hans til Bandaríkjanna þar sem lærði við- skiptafiræði við hinn virta háskóla UCLA í San Diego. Ekki leið þó á löngu áður en hann færði sig yfir . til New York og útskrifaðist síðar firá viðskiptaskóla New York Uni- versity, sem þykir með þeim fremstu í heimi. Björgólfi gekk vel í skóla og vann meðal annars til verðlauna í ensku á stúdentspróf- inu. Útskriftin hans úr Verslunar- skólanum árið 1986 var haldin í skugga Hafskipsmálsins þar sem faðir hans var hnepptur í varð- hald ásamt félögum sfnum. Tíu ár í Rússlandi Efúr námið í Bandaríkjunum kom Björgólfur Thor heim og fór að vinna með föður sínum í fyrir- tækinu Gosan sem framleiddi gosdrykki úr gömlu Sanitas- framleiðsluvélimum en Pharm- aco var eigandi Gosan. Hann vakti athygli hér á landi þar sem hann ók um á tveggja dyra blæju- bll, heimsborgari í Reykjavík. Hann var áberandi f skemmtana- lífi borgarinnar á tímabili og vakti víða athygli. Fljóúega fóru ráðagerðir af stað um að fytja gosframleiðsl- una úl Rússlands og árið 1993 fylgdi Björgólfur Thor fram- leiðsluvélunum út og dvaldi þar meira og minna næstu 10 árin. Útrásin vakti mikla athygb enda var Rússland nýkomið undan oki kommúnismans. Á þessum tíma voru mikil tækifæri í landinu en Samsonhópurinn Björgólfur Guðmundsson Magnus Þorsteinsson og Björgólfur Thor Björg'ólfsson. vitneskjan um tilurð rússnesku mafíunnar hræddi marga frá. Björgólfur Thor, Björgólfur faðir hans og Magnús Þorsteinsson, létu þetta ekki á sig fá. Gosdrykkjaframleiöslan í Rússlandi var í eigu fyrirtækisins Baltic Bottling Plant. Björgólfur Thor skipulagði markaðsstarfið og varö síðar framkvæmdastj óri. í byrjun áttu þeir feðgar ekkert í fyrirtækinu en náðu smám sam- an yfirráðunum. Málaferli vegna þessa voru rekin fyrir dómstólum bæði hér á landi og í Rússlandi um margra ára skeið. Fyrst um sinn framleiddi fyrirtækið gos- drykki Sanitas fyrir Rússlands- markað. Nokkru síðar tóku ís- lensku athafnamennimir einnig að sér að framleiða drykki frá Pepsi og árið 1997 keypti Pepsi verksmiðjuna. Þá var framleiðsl- an orðin um 60 milljónir lítra á ári sem var mun meira en öll gos- framleiðsla á íslandi. Mikil tækifæri f bjórnum Björgólfur Thor, ásamt föður sínum og Magnúsi Þorsteinssyni sem haföi fylgt Björgólfi út á sín- um tíma, stofiiaði nýtt gosfram- leiðslufyrirtæki í Pétursborg sama ár og þeir seldu til Pepsi. Hugurinn leiddist fljóúega að bjómum enda allir kunnugir bjórframleiðslu frá því þeir stjómuðu Viking Bmgg. Þeir reistu heljarinnar stóra bmgg- verksmiðju undir bjórinn Botchkarov. Bjórinn er seldur sem gæðabjór og því mun dýrari en aðrar tegundir. í landi þar sem vodka flæddi þóttu tæki- færin í bjómum mikil enda yngri kynslóðin nútíma- væddari og leitaði frekar í góðan bjór en sterka vínið. Botchkarov varö fljótt einn vinsælasti bjórinn í landinu enda markaðsefnið afar áberandi og stór auglýsingaskilti úti um allar trissur. Björgólfamir og Magnús seldu síðan hollenska bjórrisanum Heineken verk- smiðjuna. Björgólfur Thor heldur tengslunum við iðnaðinn í Rúss- landi, hann gegnir enn einhverj- um stjómarstörfúm og er ræðis- maður fslands í Sankti Péturs- borg. Lyfjaiftnaðurinn freistaöi Eftir að hafa byggt upp bjór- risann fóm Björgólfur og faðir hans að líta í áttina að lyíjaiðnað- inum. í Búlgaríu sáu þeir mikil tækifæri í lyfj afyrirtækinu Balkanpharma. Þeir, ásamt fleinun, eignuðust meirihluta í fyrirtækinu árið 1999 en fyrirtæk- ið var með þeim allra stærstu í landinu, með fleiri þúsimd manns í vinnu. Fyrirtækið var seinna innlimað í Pharmaco sem skipti um nafii og varð Actavis. Nýlega seldi Actavis eina verk- smiðjuna í Búlgaríu, þá sem framleiddi mest efiú í dýralyf. Á síðasta degi ársins 2002 keypti Samson, eignarhaldsfélag Björgólfefeðga og Magnúsar Þor- steinssonar, tæplega helmings- hlut ríkisins í Landsbanka ís- lands. Undirritun samninga fór fram eftir rúmlega tveggja mán- aða viðræður um viðamestu einkavæðingu íslandssögunnar. Björgólfur Thor hefiir verið talinn maðurinn á bak viö Landsbank- ann á meðan faðir hans er for- maður bankastjómar og andlit bankans út á viö. Stofninn að viðskiptaveldi Samsonar varð til þegar Björg- ólfsfeðgar og Magnús Þorsteins- Peningamennlrnlr Björgólfur Thor tekur i höndina á Geir H. Haarde fjármálaráöherra viö undiskrift samnings um stuöning við Háskóla Islands. í næstu viku kemur marsútgáfa Forbes- tímaritsins út en þar verður sérstök um- fjöllun um Björgólf sem er fyrsti fslend- ingurinn til aÖ kom- ast inn á lista Forbes yfir 500 ríkustu menn í heimi. son seldu bjórverksmiðjuna sína fyrirtækinu Heineken fyrir um 40 milljarða íslenskra króna. Sam- steypan er ein sú öflugasta hér á landi en þeir Björgólfur eldri, Björgólfur Thor og Magnús hafa víðtæk áhrif í fjármálum, flum- ingum, lyflafrarnleiðslu og bóka- útgáfu. Magnús og Björgólfur Guðmimdsson hafa báðir selt hlut sinn í Pharmaco og því Björgólfur Thor einn eftir úr Samsonhópnum en er stærsti einstaki hluthafinn í fyrirtældnu. Fjárfestingar f Evrópu Samsonhópurinn hefur haldið áfram gárfestingiun sínum í Búlgaríu. Félagið Carrera, sem Björgólfur á meirihluta í ásamt Straumi, Sfmanum og Burðarási, náði til að mynda meirihluta f búlgarska símafyrirtækinu BTC. Hann hefur fjárfest í tékkneska símanum og leitað tækifæra víðar í Evrópu. Hann hefur nú stofriað fyrirtæki um fjárfestingar sínar og undirbýr að skrá fyrsta íslenska fyrirtækið á breskan Qármála- markað, Actavis. Björgólfur Thor hefur auk þess staðið, ásamt föð- ur sínum og Magnúsi Þorsteins- syni, í fleiri Qárfestingum. Þeir stofiiu meðal annars Samson Global Holding sem fjárfest hefur bæði í Straumi og Eimskipafélag- inu. Þeir breyttu óskabami þjóð- arinnar, skiptu um nafii og reka nú fjárfestingafélagið Burðarás sem skilaði 9 milljarða króna hagnaði í fyrra. Mikill listunnandi Björgólfur þykir mikill listtum- andi en Landsbankinn styrkti meðal annars sýningu Ólafs Elí- assonar í Listasafiú íslands um þriðjtmg en sýningin kostaði heilar 200 milljónir. Sjálfur segist hann ekki nema meðalmaður hvað listina varðar. Listaverka- safn hans sé ekki mikið og líklega hafi hann verið duglegri að safna hlutabréfum en listaverkum í gegnum tíðina. Þegar Samson keypti Landsbankann á sín- um tíma kom á daginn að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.