Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2005, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2005, Page 36
36 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 Helgarblað DV Díana dregillinn tndiana Ása Hreinsdóttir fylgist með kóngafólkinu á fimmtudögum og lætur blátt blóðið streyma með stíl. indiana@dv.is Heimsókn Karls Bretaprins vekur engan áhuga í Ástralíu Úvinsæll prins Karl Bretaprins hefur ekki fengiö mikla at- hygli í heimsókn sinni í Ástralíu en aðeins um 30 manns mættu til að berja hann augum í Alice Springs þar sem íbúar eru 28 þúsund. Viðbrigðin fyrir prinsinn eru mikil þar sem al- menningur flykktist að þegar hann heimsótti landið ásamt Díönu og Vilhjálmi árið 1983. Þetta er fyrsta heimsókn prinsins íl 1 ár en í síð- ustu heimsókn höfðu landsmenn mun meiri áhuga á. krónprinsinum sínum. Fjölmiðlar í landinu kalla prinsinn lítinn, snyrtilegan karl í gráum jakkafótum sem hafi enga persónutöfra. Ekki bætir úr skák að Mary krónprinsessa Dan- merkur er einnig stödd í landinu og fær alla athygl- ina enda var hún ástralskur ríkisborgari þar til fýr- ir stuttu þegar hún gekk að eiga Friðrik krónprins. Ástralar keppast um að dásama imgu hjónin við hvert tækifæri enda stoltir af sinni prinsessu. Karl hefur þó nóg að gera þrátt fyrir áhugaleysi almennings. Hann mun til dæmis heimsækja fórnarlömbin sem slösuðust í hryðjuverka- árásinni á Balí árið 2002. Sonja vekur athygli Ameríkana Sonja Svíadrottning vakti mikla aðdá- un bandarlskra viðskiptablaðamanna er hún hélt kynningu á sýningunni „Þetta er minn Nor- egur" (New York.„Sonja erfullkominn talsmaður Noregs. Ég vildi að ég fengi tækifæri til að kynnast henni betur og það væri munur ef leiðtogar annarra landa tækju hana sér til fyrirmynd- ar," sagði einn blaðamaðurinn. Fjölmiðlafólkið var mest hissa á þvl hversu jarðbund- in drottningin er. Camilla mætti fyrir hönd Karls Camilla Parker Bowles mætti fyrir hönd Karl krónprins á minningarathöfn sem haldin var til heiðurs Sir Angus Ogilvy, eíginmanns Alexöndru prinsessu, sem lést I desember. Konungsfjölskyldan var öll saman komin fyrir utan Karl sem dvelur nú I Ástralfu.Camilla klæddist svörtu og sat hjá nánustu fjölskyldu Ogilvy. Samband Karls og Ogilvys var afar nálð en Angus var vel metinn viðskiptamaður. Þau hjónln höfðu alltaf komið vel fram við Camillu. Fréttir af bresku konungsQ ölskyldunni gætu stundum verið úr handriti sápu- óperu. Sambandið milli meðlima konungsfjölskyldunnar er oftar en ekki stirt sem hjálpar þeim ekki við að halda virðingunni út á við. Nú þegar brúðkaup Karls og Camillu er á næsta leiti er gaman að skoða hvernig þeim kemur öllum saman. snobbuðu prinsessunni og sérstaklega þegar prinsessan hélt rosapartí stuttu eftir að anuna hans dó. Drottningin hefur heldur aldrei verið mesti aðdá- andi Camillu Parker Bowles. Hún hef- ur kallað hana „klikkuðu konuna“ og sagst aldrei ætla að hafa nokkuð með hana að gera. Harry prins hefúr líka aldrei fyrirgefið Camillu fyrir að stinga undan móður sinni og er á móti hjóna- bandi hennar og föður síns. Sarah Ferguson hefúr aldrei fyr- irgefið Karlifyrir hvemig hann kom fram við Díönu. Anna prinsessa hefur hatað Camillu síðan hún stal Andrew Parker Bowles frá henni. Síðan hefur hún aldrei við- urkennt Camillu sem kærustu bróður síns. Sambandið á milli Harry prins og Andésar frænda hans hefúr verið stirt síðan Edward sagði unga prinsinn vera „til vara“ í sjónvaipsviðtali. Harry sagðist síðar ætla að gera út af við frænda sinn. Anna prinsessa varð brjáluð við prinsessuna Michael of Kent þegar hún sagði hópi blökku- manna að „snauta aftur í frumskóg- inn" á veitingastað og varði Harry fyrir að mæta í nasistabúningi í partí. Stirt er á milli Karls krónprins og Eðvarös bróður hans síðan Karl kallaði hann helvítis hálvita fyrir að mynda Vilhjálm árið 2001. Eðvarð er líka fúll út í Karl því hann vildi ekki fjárfesta í kvilonyndafyrirtældnu hans. Sambandið milli Karls og drottn- ingarinnar hefur alltaf verið skrýtið. Núna skipaði hún honum fyrst að halda borgaralegt brúðkaup og ekki. Karl kennir Filippusi föður sínum um að hafa sent hann í alltof strangan heimavistarskóla og fyrir að hafa skip- að honum að giftast Díönu. Samband- ið milli drottningarinnar og snobbuðu prinsessunnar Michael of Kent hefur gengið upp og ofan. Drottningin varð hundfúl út í prinsessuna þegar hún uppgötvaði að hún gerði grín að mál- lýskum annarra og segir hana hafa „enn blárra blóð í æðum en sjálf kon- Hver hatar hvern? Módel IS 26 Tilboð 3+1 + 1, á adeins 179.000,- stgr. gæöahúsgögn Bæjarhrauni 12 opið virka daga frá kl. 10-18 og lau. 11-16 sími 565 1234 Heilsu Masako hrakar Kjóll Mary langflottastur Mary krónprinsessa sannaði enn einu sinni að hún er alvöru tísku- drottning er hún mætti á galakvöld- verð í Sydney. Prinsessunni var fagnað af þúsundum manna sem vildu berja hana augum er hún nálgaðist húsnæði ástr- alska Rauða krossins. Þrátt fyrir fjölda fallegra kjóla í veislunni þótti bleiki silldkjóllinn hennar standa upp úr. Á meðal ástr- alskra fyrir- menna í veisl- unni voru söng- og leik- konan Delta Goodrem og Olivia Newton-John. Vonir Japana um að Masako krónprinsessa væri að jafna sig af veikindum urðu að engu um síðustu helgi þegar prinsessan hætti við |É| að koma fram opinberlega. Prinsessan, sem er 41 árs, hef- ur barist við þunglyndi síðustu mánuði. Hún ætlaði sér að vera við ólympíuleika fatlaðra sem fara nú fram í Nagano en sendi frá sér tilkynningu um að hún kæmi ekki aðeins degi fyrir heimsóknina. -- Keisarahirðin hefur staðfest að veikindi komu í veg fýrir að hún kæmist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.