Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2005, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2005, Page 43
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 43 llmur Stefánsdóttir iistakona er fjögurra barna móðir. Frumburðurinn er hin 9 ára gamla Salka Vaisdóttir sem verður 10 ára í ágúst. Þær mæðgur eru mjög nánar og bendir ýmislegt til að Salka eigi eftir að feta listabrautina eins og móðir hennar. Ilmur segir þó að dóttir sín sé afar sjálf- stæð og eigi eflaust eftir að fara ótroðnar slóðir. Besta mamma „Hún hefur í sér bæði listagenin frá mér og leikaragenin frá föður sín- um en ég er ekkert viss um að hún eigi eftir að feta í fótspor eins né neins, hún er svo sjálf- stæð og ákveðin," segir Ilmur um Sölku dóttur sína. Salka er í fjórða bekk og Ilmur segir að henni gangi vel í skólanum. „Hún lærir reyndar bara það sem hún vill læra en geng- ur alltaf vel í því sem hún gerir. Hún var til dæmis búin að vera hálft ár í stærðfræði í skólanum þegar kenn- arinn fór að skoða bókina hennar. Þá var hún búin að skreyta alla bókina rosalega fallega en var ekki búin að reikna eitt einasta dæmi,“ rifjar Ilmur hlæjandi upp. Salka fer sínar eigin leiðir Salka hefur mikið ímyndunarafl og er mjög ftjó í hugsun að sögn móður hennar. „Mér er til dæmis minnisstætt þegar hún fór í sumar- búðir eitt árið. „Ég hringdi á öðrum degi til að athuga hvemig gengi og þá var hópstjórinn hennar hæst- ánægður með stelpuna, sagði það htla vinnu að vera með Sölku í hóp. Þá var hún búin að skipuleggja dag- skrá fyrir hópinn allan tímann, bjó til alls kyns leiki og stjómaði þeim með harðri hendi. Hún hefur alltaf verið hálfgerð Lína Langsokkur," segir Ilmur og bæúr við að hún æth ekki að reyna að hafa áhrif á hvað hún mun taka sér fyrir hendur í framtíðinni, hún skiptir sér að því hvenær hún fer í rúmið og hvort hún bursti tennumar, restinni ræður Salka sjálf. Besta mamma í heimi „Mamma mín er bara besta mamma í heimi," segir Salka þegar hún er spurð hvað henni finnist um mömmu sína. „Ég held samt að ég æúi ekki að verða hstakona eins og hún, ég vil frekar verða leikari eins og pabbi. Mér finnst samt gaman að teikna og mála en skemmtilegra að leika, það munar samt ekki miklu. Ég myndi líka vhja vera söngkona en ef ég verð leikkona þarf ég að syngja eitthvað líka, þannig að það er kannski bara nóg,“ segir Salka en hún lék aukahlutverk í Litíu stúlkunni með eldspýturnar sem íslenska óperan setti upp í vetur. Skemmtilegt að elda „Mér finnst bara gaman í skólan- um en skemmtílegast finnst mér í frí- mínútum þar sem ég get leikið mér við vinkonur mínar. Svo finnst mér líka ótrúlega gaman í heimihsfræði. Einu sinni ætíaði ég að verða kokkur en er hætt við það í dag. í heimhis- fræði bökum við og eldum en mér finnst aðeins skemmtilegra að elda en baka," segir Salka og minnist á að mamma hennar hafi líkað ætlað að verða kokkur þegar hún var yngri svo þær mægður geta aha vega sameinað það áhugamál í eldhús- inu heima. Mæðgurnar Stafirnir í reitunum mynda nafn á þorpi. Lausnarorð síðustu krossgátu var Skugga Baldur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.